Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Síða 59

Frjáls verslun - 01.08.1973, Síða 59
Sauðarkrókur: Vítt starfssvið Kaupfélags Skagfirðinga Helgi Rafn Traustason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirð- inga á Sauðárkróki. Heildarvelta Kaupfélags Skagfirðinga var á síðasta ári 709,5 milljónir króna, og er þá meðtalin velta í öllum þeim fjölmörgu deildum og fyrir- tækjum sem kaupfélagið rek- ur eða á itök í. Það voru alls 730 manns sem þar þágu laun á árinu en fastir starfsmenn þess voru árið 1972 145 talsins. Heild- arlaunagreiðslur námu um 100 milljónum króna að meðtöidum launasköttum. Þessar og eftir- farandi upplýsingar komu fram í viðtali FV við Helga Rafn Traustason kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga. Kaupfélag Skagfirðinga rek- ur verzlun í Varmahlíð, sem nú er verið að stækka og einnig á Hofsósi auk 2ja kjörbúða á Sauðárkróki. Þar rekur það einn ig mjólkursamlag, sláturhús og kjötvinnslu, vefnaðarvöruverzl- un, byggingavöruverzlun, vara- hlutaverzlun, bifreiðaverkslæði, vélaverkstæði, smurstöð, tré- smíðaverkstæði og fóðurblönd- unarstöð og hefur á hendi skipa- afgreiðslu fyrir öll kaupskip sem til Sauðárkróks og Hofsós koma. Þá er kaupfélagið hlut- hafi í Útgerðarfélagi Skagfirð- inga á Sauðárkróki svo og í Steypustöð Skagafjarðar sem stofnuð var á síðasta ári og er að sögn Helga Rafns nú all vel búin tækjum. . FL AGGSAUM ASTOF A Á HOFSÓSI. Á síðasta ári stofnaði Kaup- félag Skagfirðinga ásamt Heklu á Akureyri, flaggsaumastofu á Hofsósi, sem nú mun vera eina flaggsaumastofan á land- inu. Vélakostur saumastofunnar er frá Heklu. Sagði kaupfélags- stjóri að þar væri töluvert að gera og fyrirsjáanlegt að svo yrði áfram, a. m. k. fram að næstu þjóðhátíð. Hann sagði það þó hafa nokkuð hamlað starf- seminni að illa hefur gengið að afla bómullarþráðar í fánana, en hann er að öllu leyti unninn, of- inn og litaður hjá Gefjun á Ak- ureyri, sem einnig sér um inn- flutninginn. Á saumastofunni vinna yfirleitt um 10—12 stúlk- ur. Af þeim 709,5 milljónum, sem var velta fyrirtækisins á síðasta ári komu 56V2 milljón frá Fiskiðju Sauðárkróks sem rekin er af kaupfélaginu. Þar er starfrækt fiskverkun og frystihús. 344 milljónir voru velta í sölu á vörum og þjónustu og 309 milljónir sala á innlend- um afurðum. Félagsmenn í kaupfélaginu eru nú 1356, en þeir ásamt fjölskyldum þeirra eru alls 3119 manns en ibúatala sýslunnar var 1. des. síðastlið- inn 4040 manns. MJÓLKURAFURÐIR SELDAR ÚR LANDI. Kaupfélag Skagfirðinga tók á síðasta ári við 8 milljónum og 200 þúsund kílóum af mjólk og að sögn kaupfélagsstjór- ans var aðeins um 10% þess mjólkurmagns notað sem neyzlumjólk. Úr hinum 90% eru unnar mjólkurafurðir, sem á síð- asta ári urðu 147 tonn af smjöri, 457 tonn af osti og 42 tonn af kaseini, sem notað er til efna- gerðar og er aðallega selt úr landi. Kaupfélag Skagfirðinga seldi á síðasta ári 370 tonn af mjólkurafurðum til annarra landa, aðallega osta og kasein. Þau lönd, sem keyptu eru: Bandaríkin, Færeyjar, Svíþjóð, Danmörk, England og Tékkósló- vakía. Kaupfélagið greiddi bændum 263.1 milljón á síð- asta ári fyrir landbúnaðarafurð- ir. NÝTTSLÁTURHÚS OG FRYSTIHÚS. í haust verður tekið í notkun nýtt sláturhús á Sauðárkróki, sem verið er að ljúka við bygg- ingu á. Þetta er 27500 rúmmetra hús á tveimur hæðum og byggt samkvæmt ströngustu kröfum sem þekkjast í dag og verður í því unnið af færiböndum. Slát- urhúsið stendur á sömu lóð og eldra sláturhúsið var, sem nú hefur verið brotið niður. Af- kastageta þessa nýja húss er 3000 kindur á dag og í við- byggingu verður stórgripum lógað. í sambandi við slát- urhúsið verður einnig tekin í notkun ný rétt við húsið, þar sem hægt verður að rétta 3000 fjár í einu og frystihúsið hefur verið stækkað til að mæta þessari auknu afkastagetu. FV 8 1973 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.