Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.08.1973, Blaðsíða 63
Haukur Jacobsen framkvæmdastjóri: Bætt aðkeyrsla að miðbænum og aukin bílastæði nauðsynleg Eitt af eldri fyrirtækjum við Austurstræti er vefnaðar- vöruverzlun Egils Jacobsen í húsinu númer 9. Verzlunin var stoínuð árið 1906 og var þá til húsa í Pósthússtræti. Húsið við Austurstræti var byggt árið 1921 af Agli Jacobsen og hefur óefað verið stórhýsi í þá daga. Má síá að þetta er nokkuð gamait hús og vandað, með gibslistum og miklu gylltu út- flúri i loftum og peningakassi fyrirtækisins sem blasir við þegar inn er komið er einn af þessum gömlu virðulegu köss- um með stórri pappírsrúllu og mörgum skúffum enda 50-60 ára gamall. Þetta útlit sem er á verzluninni í dag er þó að hverfa, því í undirbúningi eru breytingar á verzluninni í þá átt að gera hana nýtízkulegri og jafnframt aðgengilegri fyrir viðskiptavininn. Þarna hittum við að máli Hauk Jacobsen, son Egils, sem nú er framkvæmdastjóri. Hann er einn þeirra manna sem voru á móti lokun götunnar fyrir bílaumferð í upphafi, en þegar hann hafði kynnt sér málið og heyrt útskýringar þeirra manna sem stóðu fyrir þessari tilraun, snerist honum hugur og vonast hann til að til- raunin beri jákvæðan árangur og að hún verði til frambúðar. Hann er þó efins í að svo verði nema borgaryfirvöld bregði hið snarasta við og auðveldi alla aðkeyrslu að miðbænum og í gegnum hann og fjölgi bíla- stæðum í sjálfum miðbænum. Hann sagði að Austurstræti hefði á undanförnum árum verið að dofna sem verzlunar- staður og telur að sú opinbera þjónusta, sem er þar til húsa, eigimestan þátt í því. Einnigað lítið sem ekkert bætist þar við af nýjum verzlunum. Þá væntir Haukur sér góðs af barnagæzlunni ’sem komið hefur verið upp í Bankastræti og finnst að hún hefði mátt koma fyrr. Segir hann að sér FV 8 1973 Hús verzlunar Egils Jacobsen í Austurstræti 9. hafi oft runnið til rifja erfið- leikar mæðra með ung börn, sem c-ru að reyna að verzla en fá ekki mínútu frið fyrir börn- um sínum, sem sækja í sífellu út á götuna og þykir ekkert leiðinlegra en svona búðaráp með mömmu. Við inntum Hauk eftir því hvort hann teldi að auðveldara væri að fá gott starfsfólk í fyrirtæki í miðbænum, hvort fólk vildi heldur starfa þar en annars staðar. Hann sagði að svo kynni að vera, að minnsta kosti hefði sín verzlun á að skipa úrvals fólki og væri yngsti starfsmaðurinn 8 ára í starfi. Hann sagði að kunnings- skapur væri meðal kaupmanna við götuna og góð samvinna með vandamál sem upp koma og alla snerta. Til dæmis hefði samvinna þeirra á meðal varð- andi lokun götunnar verið mjög góð innbyrðis og einnig gagn- vart borgaryfirvöldum í þessu veigamikla máli fyrir kaup- menn við Austurstræti. Saknar sérstæðra personu- leika Steinar Þórðarson, skrif- stofustjóri hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, er bú- inn að starfa í Austurstræti í 34 ár samfleytt, alla tíð hjá sama fyrirtækinu. Hann byrj- aði um fermingaraldur við ým- is aðstoðarstörf í bókabúðinni, sem búin er að vera til húsa í Austurstræti 18 frá árinu 1919. Þegar Steinar hóf þar störf voru afgreiðslumenn í búðinni þrír, þeir Stefán Stefánsson, Bragi Brynjólfsson og Lárus Blöndal Guðmundsson, sem all- ir áttu síðar meir eftir að setja á stofn og starfrækja eigin bóka- verzlanir í Reykjavík. Núna eru tólf manns við afgreiðslu í Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar. Steinar segir, að fyrr á árum hafi bókabúðir hvergi þrifizt nema í Austurstræti og um ára- bil voru fjórar slíkar í götunni. Persónulegur kunningsskapur tókst með starfsfólki allra verzl- ananna enda var sama f ólkið þar við störf árum eða áratugum 63 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.