Frjáls verslun - 01.08.1973, Blaðsíða 75
Skólahús IBM í Stokkhólmi.
harmaði, því hann sagðist a-
líta, að þetta væri kjörið starf
fyrir konur, þar ssm eðiiskostir
þeirra gætu vel notið sín. Or-
sökina fyrir þessu áhugaleysi
kvenna sagðist hann ekki vira,
en ein þeirra væri e. t. v. sú
að þetta væri tiltölulega nýtt og
lítt þekkt utan ákveðins hóps
manna. Erlendis sagði hann að
konur væru fjölmennar í þess-
ari stétt og mjög víða í á-
byrgðarstöðum í tölustöðvum.
Af Omari Kristinssyni og
Erni Kaldalóns, sem aðallega
hafa borið hita og þunga af
skipulagi kennslunnar undan-
farin ár, svo og ritun náms-
skrár, dreifingu hennar og inn-
ritunar, fræðist blaðamaður um
að aukinn áhugi sé hjá fyrir-
tækjum að senda starfsfólk sitt
til náms, og telja fyrirtækin
það mjög góða fjárfestingu og
ódýra enda flest námskeiðin
ókeypis.
Einnig segjast þeir verða var-
ir við aukna ásókn einstaklinga
sem séu að móta framtíð sína
að mennta sig til að hafa betri
möguleika á störfum, sem bjóð-
ast á almennum vinnumarkaði
landsins.
Þeir félagar töidu að þróun
þessarar tækni hefði verið mjög
hröð og mikill vandi að geta
fylgzt nægjanlega vel með svo
hægt væri að nýta þessa tækni
til fullnustu og það væri hlut-
verk skólans að koma í veg fyi'-
ir að gjá myndaðist milli tækn-
innar og notandans.
Hervald Eiríksson:
STOREbest innréttingar fyrir verzlanir
framvegis. Sala fer, að sögn
Hervalds, oftast þannig fram
að sú verzlun sem áhuga hefur
á að breyta eða er að byrja
í nýjum húsakynnum, leggur
fram teikningar eða hug-
myndir sínar sem síðan eru
sendar til Þýzkalands. Þar er
útfærslan yfirfarin og síðan er
viðskiptavininum gert ákveðið
verðtilboð og hægt er að fá
þar ráðleggingar um liti og
hvaðeina, jafnvel að láta teikna
þar af arkitektum fyrirtækis-
ins. Héðan frá íslandi tekur
þessi úrvinnsla, þar til verð-
tilboð er komið, um það bil 6
vikur og afgreiðsla innrétting-
anna síðan aðrar 6 vikur. Af
verzlunum hérlendis sem sett
hafa upp STOREbest inn-
réttingar í húsakynnum sínum
má nefna verzlun Silla og
Valda í Glæsibæ, Bygginga-
vöruverzlun Kópavogs, verzl-
unina Vogue í Reykjavík og
tvær verzlanir Einars Guð-
finnssonar í Golungarvík.
Umboðs- og heildverzlun
Hervalds Eiríkssonar í Reykja-
vík hefur nú um 3ja ára skeið
flutt inn og selt innréttingar
fyrir verzlanir frá vestur-þýzka
fyrirtækinu STORE best. Þetta
eru léttar og nýtízkulegar
innrettmgar 1 mjog fjölbreyttu
úrvali sem henta fyrir allar
tegundir verzlana. Þetta fyrir-
tæki framleiðir og selur allt
sem þarf til að innrétta verzl-
un, borð, slár, kassa, lýsingu
kassafyrirkomulag og svo
FV 8 1973
75