Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.08.1973, Blaðsíða 60
Siglufjörður: Atvinnulíf í blóma á Siglufirði Stefán Friðbjarnarson, bœjaxsljóri á Siglufirði. Það er hugur í Siglfirðingum um þessar mundir því segja má að þar séu fjögur ný atvinnu- tæki að komast á laggirn- ar. Er þar fyrst að nefna skut- togarann Stáivík sem um þess- ar mundir er að hefja veiðar og annan skuttogara sem Siglfirð- ingar eiga í smiðum á Spáni og er væntanlegur hingað upp úr áramótunum næstu. Báðir eru þeir eign Þormóðs ramma h. f. Þá er að sögn Stefáns Frið- bjarnarsonar bæjarstjóra á Siglufirði verið að hefjast handa við byggingu nýs frystihúss og fiskiðjuvers, sem Þormóður rammi h. f. verður eigandi að. Það fyrirtæki er hlutafélag og er bæjarsjóður stærsti hluthaf- inn. í þessu nýja fiskiðjuveri verður fiskurinn unninn og frystur og einnig verkaður í salt. Húsið mun standa á lóð þeirri sem síldarvinnslustöðin Rauðka stóð á áður, en nú er verið að rífa hús þau er hún hafði til af- nota. Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi hins nýja húss rísi nú í sumar. FRAMLEIÐA EININGAHÚS ÚR TIMBRI. Þá er um það bil að taka til starfa á Siglufirði fyrirtæki sem nefnist Húseiningar h. f. Það er einkafyrirtæki sem framleiða mun íbúðarhús úr timbri í ein- ingum. Það á að starfa í hluta húsakynna Tunnuverksmiðju ríkisins og er nú verið að taka á móti vélakosti til framleiðsl- unnar og koma honum fyrir og fyrstu efnispantanir eru á leið- inni. Að sögn Stefáns ætti þetta að geta orðið mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í bænum, því þarna munu starfa milli 20 og 30 manns til að byrja með. For- ráðamenn Húseininga h. f. eiga nú samningaviðræður við Við- lagasjóð og fleiri aðila um kaup á þessum húsum, sem gert er ráð fyrir að verði 30% ódýrari en steinsteypt hús af sömu stærð. Siglfirðingar hafa nú um skeið gert út einn 400 lesta skut- togara, Dagnýju SI 70, og land- aði hann 1500 1. af slægðum fiski á Siglufirði frá 1. jan.—1. júlí s.l. 20 þilfarsbátar eru gerð- ir út þaðan og hefur þeim fjölg- að mikið á síðustu 2 árum en auk þeirra munu vera um 30 litlir opnir vélbátar í kaupstaðn- um. Þar eru starfrækt 2 frysti- hús, Þormóður rammi h. f. sem áður var nefnt og ísafold h. f. Einnig 9 saltfiskverkunarstöðv- ar sem eru í einkaeign og vinna að miklum hluta fisk úr eigin bátum. Af öðrum iðngreinum má nefna saumastofuna Salína, sem tók til starfa fyrir um það bil einu og hálfu ári. Þar vinna um 20 stúlkur við sauma á fatnaði til útflutnings fyrir Álafoss h. f. FÓLKSFÆKKUNIN STÖÐVAST. Á Siglufirði búa nú um tvö þúsund manns, og að sögn Stef- áns hefur þar verið hæg fólks- fækkun allt frá árinu 1948, en allt bendir nú til að sú fækkun sá stöðvuð í bili. Til marks um það má nefna að verð á íbúðar- húsnæði á Siglufirði hefur hækkað að undanförnu. Þar eru nú í smíðum 9 einbýlishús sem telja má geysimikið, miðað við það að á síðastliðnum 15 árum hafa aðeins verið byggð þar 6 hús. Síldarverksmiðjur ríkisins starfrækja nú á Siglufirði þjón- ustuverksmiðju fyrir fisk- vinnslustöðvar sínar og annarra víðs vegar um landið. Engin síld er lengur unnin í þessum gamla síldarbæ, utan Sigló-síldar og sökum verkefnaskorts er engin vinna hjá Tunnuverksmiðju rík- isins á staðnum. 60 FV 8 1973
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.