Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Qupperneq 53

Frjáls verslun - 01.08.1973, Qupperneq 53
Stykkishólmur: Smíða húsgögn og skip og verka skel Stykkishólmur. Atvinnuleysi hefur ekki þekkzt í Stykkishólmi síðustu fjögur árin að sögn sveitarstjór- ans þar, Einars Flygering. Þar búa nú 1050 manns og er aðal- atvinnuvegur í kauptúninu iðn- aður. Við fiskiðnað vinna að jafnaði 60—80 manns, þar af 50—60 í frystihúsi Sigurðar Ágústssonar, en það hefur verið lokað í sum- ar, þar sem á því hafa farið fram gagngerar endurbætur. Það er þó í þann mund að opna aftur eftir breytingarnar og verður fyrst um sinn unninn hörpu- diskur úr skel. í Skelfiskvinnslu Stykkishólms h.f., þar sem vinna 15-20 manns, voru frá áramótum og fram í júní unn- in 1200 tonn af hörpudiski. Hafnarstæði í Stykkishólmi er gott að sögn Einars Flygering, en öll mannvirki orðin léleg og er nú verið að hefjast handa um endurbyggingu og endur- nýjun þeirra. 7-8 bátar eru gerðir út frá Stykkishólmi. Þrjár trésmiðjur starfa í Stykkishólmi, Trésmiðja Stykk- ishólms h. f. og Trésmiðjan Ösp h. f. svo og húsgagnagerðin Aton sem framleiðir sérstæð húsgögn sem seld eru víða um land. Hin- ar trésmiðjurnar vinna alhliða trésmíðavinnu og selja fram- leiðslu sína víða á Vesturlandi. SMÍÐA SKIP FYRIR STOKKSEYRINGA. Skipasmíði er áratuga gamall iðnaður í Stykkishólmi og er nú stundaður hjá Skipasmíða- stöðinni Skipavík h. f. í sam- vinnu við Vélsmiðju Kristjáns Rögnvaldssonar sem sér um alla járnsmíða- og vélavinnu. Þessi skipasmíðastöð er nokkurra ára gömul og er nú að vinna við 14. eða 15. skip sitt. Þetta eru tré- skip sem þarna eru smíðuð, yf- irleitt 50—75 tonn að stærð og hefur langmestur hluti þeirra verið seldur til Stokkseyrar. í skipasmíðastöðinni starfa um 35 manns. Stykkishólmsbúar eru nú að koma sér upp nýrri vatnsveitu, sem full þörf er fyrir að sögn sveitarstjórans. Er hún úr upp- sprettu í Svelgsárhrauni um 14 kílómetra frá bænum. Þetta er geysidýrt fyrirtæki, fyrir ekki stærra bæjarfélag, eða um 20 milljónir sá áfangi sem tekinn verður í notkun í haust, en hann er aðeins 8V2 km að lengd, og verður þá tengdur inn á gamla kerfið. Töluvert hefur einnig verið unnið að endurnýj- un holræsa í bænum og ný hol- ræsi lögð. VANTAR NÝTT SKIPULAG. Stykkishólmsbúar eru ó- ánægðir með afgreiðslu Skipu- lags ríkisins á skipulagi fyrir Stykkishólm, sem að sögn Ein- ars stendur byggingum í bæn- um verulega fyrir þrifum. 16— 18 lóðum undir einbýlishús hef- ur verið úthlutað það sem af er árinu og töluvert liggur fyrir af óafgreiddum lóðaumsóknum, sem vegna skorts á skipulagi er ekki hægt að afgreiða. Húsnæð- isskortur er tilfinnanlegur í bænum þó mikið hafi verið byggt á undanförnum árum. Nýtt félagsheimili og hóteler í byggingu í bænum, og hefur þegar verið kostað til þess 33 milljónum, en annað eins mun vanta til að fullklára það. Þó hefur þegar verið dansað nokki'; um sinnum í félagsheimilinu. í athugun er að byggja nýtt skóla- hús því þrengsli eru í gamla skólanum, sem nú rúmar bæði barna- og gagnfræðaskólastigið. Nýr flugvöllur er í byggingu við Stykkishólm, 1100 metra lang- ur, en flugsamgöngur eru nú góðar við bæinn og er áætlunar- flug þangað 5 sinnum í viku. Þrjár verzlanir eru í Stykkis- hólmi og er Verzlun Sigurðar Ágústssonar h. f. þeirra stærst. Hinar eru Kaupfélag Stykkis- hólms og Verzlunin Þórshamar. Samkvæmt nýjum lögum verður læknamiðstöð í Stykkis- hólmi sem þjóna mun Snæfells- nesinu, Dölunum og hluta Borg- arfjarðar. Þar er nú starfandi sjúkrahús sem rekið er a.f St. Fransiskusarreglunni í Hollandi og starfa þar 10—12 nunnur. Þær eru ótrúlega afkastamiklar því auk sjúkrahússins reka þær í Stykkishólmi prentsmiðju og barnaheimili, þar sem daggæzla er á veturna en aðkomubörn tek- in til dvalar á sumrin. Á sjúkra- húsinu er rúm fyrir um 30 legu- sjúklinga en þar er einnig vist- heimili fyrir vangefnar konur. Að sögn Einars Flygering hef- ur ferðamannastraumurinn auk- izt greinilega mikið í Stykk- ishólmi undanfarið. Þar er rek- ið sumarhótel og vegna mikillar eftirspurnar er algengt að fólk leigi út herbergi í heimahúsum fyrir ferðamenn. Stykkishólmur hefur verið löggiltur verzlunarstaður síðan árið 1794 og sagði sveitarstjóri okkur að Oscar Clausen rithöf- undur væri nú að vinna að gerð verzlunarsögu Stykkishólms fyrir bæjarfélagið. FV 8 1973 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.