Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Page 53

Frjáls verslun - 01.08.1973, Page 53
Stykkishólmur: Smíða húsgögn og skip og verka skel Stykkishólmur. Atvinnuleysi hefur ekki þekkzt í Stykkishólmi síðustu fjögur árin að sögn sveitarstjór- ans þar, Einars Flygering. Þar búa nú 1050 manns og er aðal- atvinnuvegur í kauptúninu iðn- aður. Við fiskiðnað vinna að jafnaði 60—80 manns, þar af 50—60 í frystihúsi Sigurðar Ágústssonar, en það hefur verið lokað í sum- ar, þar sem á því hafa farið fram gagngerar endurbætur. Það er þó í þann mund að opna aftur eftir breytingarnar og verður fyrst um sinn unninn hörpu- diskur úr skel. í Skelfiskvinnslu Stykkishólms h.f., þar sem vinna 15-20 manns, voru frá áramótum og fram í júní unn- in 1200 tonn af hörpudiski. Hafnarstæði í Stykkishólmi er gott að sögn Einars Flygering, en öll mannvirki orðin léleg og er nú verið að hefjast handa um endurbyggingu og endur- nýjun þeirra. 7-8 bátar eru gerðir út frá Stykkishólmi. Þrjár trésmiðjur starfa í Stykkishólmi, Trésmiðja Stykk- ishólms h. f. og Trésmiðjan Ösp h. f. svo og húsgagnagerðin Aton sem framleiðir sérstæð húsgögn sem seld eru víða um land. Hin- ar trésmiðjurnar vinna alhliða trésmíðavinnu og selja fram- leiðslu sína víða á Vesturlandi. SMÍÐA SKIP FYRIR STOKKSEYRINGA. Skipasmíði er áratuga gamall iðnaður í Stykkishólmi og er nú stundaður hjá Skipasmíða- stöðinni Skipavík h. f. í sam- vinnu við Vélsmiðju Kristjáns Rögnvaldssonar sem sér um alla járnsmíða- og vélavinnu. Þessi skipasmíðastöð er nokkurra ára gömul og er nú að vinna við 14. eða 15. skip sitt. Þetta eru tré- skip sem þarna eru smíðuð, yf- irleitt 50—75 tonn að stærð og hefur langmestur hluti þeirra verið seldur til Stokkseyrar. í skipasmíðastöðinni starfa um 35 manns. Stykkishólmsbúar eru nú að koma sér upp nýrri vatnsveitu, sem full þörf er fyrir að sögn sveitarstjórans. Er hún úr upp- sprettu í Svelgsárhrauni um 14 kílómetra frá bænum. Þetta er geysidýrt fyrirtæki, fyrir ekki stærra bæjarfélag, eða um 20 milljónir sá áfangi sem tekinn verður í notkun í haust, en hann er aðeins 8V2 km að lengd, og verður þá tengdur inn á gamla kerfið. Töluvert hefur einnig verið unnið að endurnýj- un holræsa í bænum og ný hol- ræsi lögð. VANTAR NÝTT SKIPULAG. Stykkishólmsbúar eru ó- ánægðir með afgreiðslu Skipu- lags ríkisins á skipulagi fyrir Stykkishólm, sem að sögn Ein- ars stendur byggingum í bæn- um verulega fyrir þrifum. 16— 18 lóðum undir einbýlishús hef- ur verið úthlutað það sem af er árinu og töluvert liggur fyrir af óafgreiddum lóðaumsóknum, sem vegna skorts á skipulagi er ekki hægt að afgreiða. Húsnæð- isskortur er tilfinnanlegur í bænum þó mikið hafi verið byggt á undanförnum árum. Nýtt félagsheimili og hóteler í byggingu í bænum, og hefur þegar verið kostað til þess 33 milljónum, en annað eins mun vanta til að fullklára það. Þó hefur þegar verið dansað nokki'; um sinnum í félagsheimilinu. í athugun er að byggja nýtt skóla- hús því þrengsli eru í gamla skólanum, sem nú rúmar bæði barna- og gagnfræðaskólastigið. Nýr flugvöllur er í byggingu við Stykkishólm, 1100 metra lang- ur, en flugsamgöngur eru nú góðar við bæinn og er áætlunar- flug þangað 5 sinnum í viku. Þrjár verzlanir eru í Stykkis- hólmi og er Verzlun Sigurðar Ágústssonar h. f. þeirra stærst. Hinar eru Kaupfélag Stykkis- hólms og Verzlunin Þórshamar. Samkvæmt nýjum lögum verður læknamiðstöð í Stykkis- hólmi sem þjóna mun Snæfells- nesinu, Dölunum og hluta Borg- arfjarðar. Þar er nú starfandi sjúkrahús sem rekið er a.f St. Fransiskusarreglunni í Hollandi og starfa þar 10—12 nunnur. Þær eru ótrúlega afkastamiklar því auk sjúkrahússins reka þær í Stykkishólmi prentsmiðju og barnaheimili, þar sem daggæzla er á veturna en aðkomubörn tek- in til dvalar á sumrin. Á sjúkra- húsinu er rúm fyrir um 30 legu- sjúklinga en þar er einnig vist- heimili fyrir vangefnar konur. Að sögn Einars Flygering hef- ur ferðamannastraumurinn auk- izt greinilega mikið í Stykk- ishólmi undanfarið. Þar er rek- ið sumarhótel og vegna mikillar eftirspurnar er algengt að fólk leigi út herbergi í heimahúsum fyrir ferðamenn. Stykkishólmur hefur verið löggiltur verzlunarstaður síðan árið 1794 og sagði sveitarstjóri okkur að Oscar Clausen rithöf- undur væri nú að vinna að gerð verzlunarsögu Stykkishólms fyrir bæjarfélagið. FV 8 1973 53

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.