Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Síða 9

Frjáls verslun - 01.02.1974, Síða 9
í stnttu máli § Spá um þjóðarframleiðslu og þjóðartekjur Framkvæmdastöfnun ríkisins hefur nvlega sent frá sér spá, þar sem búizt er við 4—5% aukningu þjóðarfram- leiðslu 1974, en 3-4% aukningu þjóðar- tekna. Mismunurinn stafar af því, að reikna má með að viðskiptakjör þróist okkur i óhag á árinu. Eins og undanfar- in ár, er gert ráð fyrir, að þjóðarútgjöld stefni hærra en framleiðslugeta. Þau met verða ekki jöfnuð nema með halla á viðskiptajöfnuði og hækkuðu verðlagi. § Viðskiptajöfnuður Endanlegar tölur um viðskiptajöfnuð fyrir 1973 liggja ekki fyrir, en áætlað er, að hallinn nemi um 4 milljörðum króna. Áætla má, að hallinn verði 4,5—- 5 milljarðar á þessu ári, en þrátt fyrir það þarf ckki gjaldeyrisstaða að versna, ef nægilegt erlent lánsfé fæst til að jafna metin. § Hagtölur mánaðarins Seðlabanki Islands hefur liafið útgáfu rits, er nefnist Hagtölur mánaðarins. Munu í því verða töflur um efnahags- mál og greinar. Verður það mjög til bóta að l'á mánaðarlegar upplýsingar um pen- ingamál, fjármál hins opinhera o. fl. mánaðarlega og ber að fagna tilkomu þessa rits. • Kerfið of fullkomið Margir velta ])ví nú fyrir sér, af liverju Svíar eiuir þjóða skammta oliur og hen- zín. Samtímis eru þeir tiltölulega betur settir en t. d. Danir og Þjóðverjar varð- andi innflutning frá Arabaríkjunum. Ein skýringin er sú, að þetta liafi verið húið að ákveða og kerfið ekki megnað að skipta um ákvörðun. önnur skvring er sú, að sósíaldemókratar vilji krísu- ástand til að standa betur að vígi í kosn- ingum. • Irar mestir Evrópumenn Finnn al' hverjum sex írum kusu að ganga í Efnahagshandalag Evrópu fyr- ir ári. Þeir liafa haft mun meira uppúr því en Bretar. Þetta er einkum vegna þess, að landbúnaður er þar mikill og mestur útflutningur var til Englands áð- ur við tiltölulega lágu verði. Irskir bænd- ur hafa nú fengið drjúgar greiðslur úr landbúnaðarsj óðum Efnahagsbanda- lagsins, auk þess sem þeir selja við hærra verði en áður og útflutningur þeirra á landbúnaðarafurðum til meginlandsins hefur tvöfaldazt að tiltölu á tveimur ár- um. 0 IVIálshöfðiin í stað samkeppni IBM hefur orðið að greiða nokkur hundruð milljónir dollara i skaðabætur vegna brots á auðhringalöggjöf Banda- ríkjanna. Hyggja nú fleiri fyrirtæki gott til glóðarinnar og telja vænlegra að fá sér dæmt fé af dómstólum en keppa við IBM á markaðnum. Eina fyrirtækið, sem ekki amast við IBM er Burroughs, en það er aðalkeppinautur IBM. § l\lý vinnutilboð I ýmsum Evrópuríkjum er nú að ryðja sér til rúms sú vinnutilhögun, að vinnu- tími sé ekki algerlega hundinn, heldur megi hreyfa hann til og frá innan vissra marka yfir daginn. Með þessu móti get- ur einstaklingurinn samhæft betur vinnu og eigin þarfir. I Bandarlkjunum hefur hins vegar verið farið meira inn á þá braut að hafa fjögurra daga vinnuviku. Þctta er þó fremur komið frá stjórnun- armönnum en hinum almenna launþega. Þetta getur verið til viss hagræðis t. d. í málningarverksmiðju, þar sem unnt er að komast yfir a. m. k. jafnmargar hlöndur með 10 stunda vinnudegi í 4 daga en 8 stunda í 5 daga. Almenn reynsla er hins vegar ekki komin á þessa tilhögyn. 0 Sjóðurinn of valdalítill Hollendingurinn Witteveen, sem tek- inn er við yfirstjórn Alþjóðagjaldeyris- sióðsins, hefur látið svo um mælt, að sjóðurinn sé of valdalitill í núverandi formi og hafi aldrei verið hlutverki sinu vaxinn. Eina lciðin til að gera hann starf- hæfan sé að auka miðstjórnarvaldið með því að i'ela völdum hópi manna eða ríkja meiri háttar ákvarðanir. Gullfóturinn hefði lial't í för með sér leiðréttingar á gengismálum eftir ákveðnum reglum, en eins og er skorti slíkar reglur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.