Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Síða 11

Frjáls verslun - 01.02.1974, Síða 11
Eftir lát Einars B. Guðmundssonar hafa menn í viðskiptalífinu mjög skeggrætt um væntanlegan formann stjórnar Eimskipafélags- ins. Virðast nokk'ur átök vera um það mál innan félags en talið er að þrennt komi til greina: Að Birgir Kjaran gegni formennskunni um sinn, að Jóhann Hafstein verði kosinn formaður og í þriðja lagi, að hlutlaus aðili takist embættið á hendur en það er vilji þeirra, sem ekki hafa á- huga á að stjórn félags- ins sé með áberandi póli- tískum blæ. Framsóknarmenn þora ekki að efna til próf- kjörs um skipan fram- boðslista sinna í Reykja- vík og er ástæðan sú, að innanflokkserjur út af varnarmálunum hafa upp á síðkastið alið af sér yfirlýsingar áhrifa- manna um að þeir muni ekki kjósa flokkinn ef hinn eða þessi borgar- fulltrúinn verði þar áfram í framboði. Á- hrifamenn í flokknum fullyrða, að Guðmundur G. Þórarinsson verði ekki á listanum og framtíð Kristjáns Benediktssonar er eitthvað ótrygg. Hins vegar er í alvöru talað um að Alfreð Þorsteins- son skipti efsta sætið og Kristinn Finnbogason komi einhvers staðar á hæla honum. Á Norðurlandaráðsfundi voru veizluhöld mikil að vanda. Tvær ágætar sög- ur eru sagðar af tveim- ur íslenzku fulltrúanna þeim Gylfa Þ. Gíslasyni og Hannibal Valdimars- syni. Þar sem Olafur Jó- hannesson fór snemma heim af þinginu ákváðu íslenzku fulltrúarnir að Gylfi yrði fulltrúi þeirra í veizlu sem hinn ’ungi Svíakonungur hélt for- sætisráðherrunum. Með- an aðrir veizlugestir töl- uðu við kóngsa um veðr- ið og skíðaferðir, sagði Gylfi honum einn léttan brandara úr Hornafirðin- um, sem kóngur hló dátt að. í veizlu, sem haldin var, þegar bókmennta- og tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru af- hent, var Hannibal hinn kátasti að tala við full- trúa pólitísku ungmenna- félaganna hér heima. Spurði hann, hvort þeir ætluðu nú ekki út á lífið í stórborginni, en þegar tilsvörin voru ekki nógu ákveðin, sagði Hannibal! — Strákar mínir. Lát- ið syndina ekki bíða eft- ir ykkur. Það hef ég aldrei gert. — • — Mikið umtal hefur skapazt um fyrirkomu- lag samningaviðræðna verkalýðsins og atvinnu- rekenda í kristalssölum Loftleiðahótelsins. Marg- ir hafa velt fyrir sér kostnaðinum við þetta þinghald og eftir því sem heimildarmenn okk- ar hafa tjáð, mun reikn- ingurinn frá hótelinu einu hafa numið um 50 þúsund krónum á dag í meira en mánuð, enda voru stundum 90 her- bergi hótelsins undirlögð auk kristalssalanna. Þá kemur aði sjálfsögðu of- an á þetta kaup samn- ingamanna, sem margir hverjir voru á nætur- vinnukaupi vikum sam- an: Talið er líklegt, að fyrirkomulag samninga- viðræðna verði tekið til gagngerrar endurskoðun- ar eftir þá reynslu, sem fékkst að þessu sinni, enda var kerfið mjög þunglamalegt. Þá hefur reynslan leitt í ljós, að lítið verður úr störfum sumra verka- lýðsleiðtoganna, þegar viðræður fara fram í næsta nágrenni við vín- veitingastað. „Það eru ekki allir eins og Kristinn Finnbogason, sem gerir eitt kraftaverk á dag“, sagði Ólafur Jó- hannesson, forsætisráð- herra í veizlu fyrir nokkru um þennan nafn- togaða fjármálaspekúlant Framsóknarflokksins. En Kristinn er líka í kraftaverkabisness fyrir sjálfan sig. Nýjasta uppá- tækið var að kaupa Hót- el H. B. í Vestmannaeyj- um, sem hann lætur svo 'unga þjóna úr Reykjavík reka fyrir sig. Bjarni Guðnason á í miklum erfiðleikum með að fastmóta stefnu Frjáls- lynda flokksins í varnar- málunum. Sumir flokks- menn eru sagðir hlynnt- ir áframhaldandi dvöl varnarliðsins og í vand- ræðum sínum vék Bjarni sér nýlega að einum starfsbróður á þingi á- hugamanna um vestræna samvinnu, og bar sig aumlega út af þessu. —Æ, er ekki hægt að lýsa því yfir að herinn fai'i — á svona 15 til 20 árum? — • — Guðni í Sunnu er bú- inn að festa ka’up á þotu vestur í Bandaríkjunum, sem hann hyggst nota til flulninga á fólki á sólarstrendur í sumar. Þetta er notuð þota, sem fékkst fyrir 40 milljónir og þykir það dágott verð, en hins vegar er hún allneyzlufrek á eldsneyti. FV 2 1974 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.