Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Page 11

Frjáls verslun - 01.02.1974, Page 11
Eftir lát Einars B. Guðmundssonar hafa menn í viðskiptalífinu mjög skeggrætt um væntanlegan formann stjórnar Eimskipafélags- ins. Virðast nokk'ur átök vera um það mál innan félags en talið er að þrennt komi til greina: Að Birgir Kjaran gegni formennskunni um sinn, að Jóhann Hafstein verði kosinn formaður og í þriðja lagi, að hlutlaus aðili takist embættið á hendur en það er vilji þeirra, sem ekki hafa á- huga á að stjórn félags- ins sé með áberandi póli- tískum blæ. Framsóknarmenn þora ekki að efna til próf- kjörs um skipan fram- boðslista sinna í Reykja- vík og er ástæðan sú, að innanflokkserjur út af varnarmálunum hafa upp á síðkastið alið af sér yfirlýsingar áhrifa- manna um að þeir muni ekki kjósa flokkinn ef hinn eða þessi borgar- fulltrúinn verði þar áfram í framboði. Á- hrifamenn í flokknum fullyrða, að Guðmundur G. Þórarinsson verði ekki á listanum og framtíð Kristjáns Benediktssonar er eitthvað ótrygg. Hins vegar er í alvöru talað um að Alfreð Þorsteins- son skipti efsta sætið og Kristinn Finnbogason komi einhvers staðar á hæla honum. Á Norðurlandaráðsfundi voru veizluhöld mikil að vanda. Tvær ágætar sög- ur eru sagðar af tveim- ur íslenzku fulltrúanna þeim Gylfa Þ. Gíslasyni og Hannibal Valdimars- syni. Þar sem Olafur Jó- hannesson fór snemma heim af þinginu ákváðu íslenzku fulltrúarnir að Gylfi yrði fulltrúi þeirra í veizlu sem hinn ’ungi Svíakonungur hélt for- sætisráðherrunum. Með- an aðrir veizlugestir töl- uðu við kóngsa um veðr- ið og skíðaferðir, sagði Gylfi honum einn léttan brandara úr Hornafirðin- um, sem kóngur hló dátt að. í veizlu, sem haldin var, þegar bókmennta- og tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru af- hent, var Hannibal hinn kátasti að tala við full- trúa pólitísku ungmenna- félaganna hér heima. Spurði hann, hvort þeir ætluðu nú ekki út á lífið í stórborginni, en þegar tilsvörin voru ekki nógu ákveðin, sagði Hannibal! — Strákar mínir. Lát- ið syndina ekki bíða eft- ir ykkur. Það hef ég aldrei gert. — • — Mikið umtal hefur skapazt um fyrirkomu- lag samningaviðræðna verkalýðsins og atvinnu- rekenda í kristalssölum Loftleiðahótelsins. Marg- ir hafa velt fyrir sér kostnaðinum við þetta þinghald og eftir því sem heimildarmenn okk- ar hafa tjáð, mun reikn- ingurinn frá hótelinu einu hafa numið um 50 þúsund krónum á dag í meira en mánuð, enda voru stundum 90 her- bergi hótelsins undirlögð auk kristalssalanna. Þá kemur aði sjálfsögðu of- an á þetta kaup samn- ingamanna, sem margir hverjir voru á nætur- vinnukaupi vikum sam- an: Talið er líklegt, að fyrirkomulag samninga- viðræðna verði tekið til gagngerrar endurskoðun- ar eftir þá reynslu, sem fékkst að þessu sinni, enda var kerfið mjög þunglamalegt. Þá hefur reynslan leitt í ljós, að lítið verður úr störfum sumra verka- lýðsleiðtoganna, þegar viðræður fara fram í næsta nágrenni við vín- veitingastað. „Það eru ekki allir eins og Kristinn Finnbogason, sem gerir eitt kraftaverk á dag“, sagði Ólafur Jó- hannesson, forsætisráð- herra í veizlu fyrir nokkru um þennan nafn- togaða fjármálaspekúlant Framsóknarflokksins. En Kristinn er líka í kraftaverkabisness fyrir sjálfan sig. Nýjasta uppá- tækið var að kaupa Hót- el H. B. í Vestmannaeyj- um, sem hann lætur svo 'unga þjóna úr Reykjavík reka fyrir sig. Bjarni Guðnason á í miklum erfiðleikum með að fastmóta stefnu Frjáls- lynda flokksins í varnar- málunum. Sumir flokks- menn eru sagðir hlynnt- ir áframhaldandi dvöl varnarliðsins og í vand- ræðum sínum vék Bjarni sér nýlega að einum starfsbróður á þingi á- hugamanna um vestræna samvinnu, og bar sig aumlega út af þessu. —Æ, er ekki hægt að lýsa því yfir að herinn fai'i — á svona 15 til 20 árum? — • — Guðni í Sunnu er bú- inn að festa ka’up á þotu vestur í Bandaríkjunum, sem hann hyggst nota til flulninga á fólki á sólarstrendur í sumar. Þetta er notuð þota, sem fékkst fyrir 40 milljónir og þykir það dágott verð, en hins vegar er hún allneyzlufrek á eldsneyti. FV 2 1974 11

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.