Frjáls verslun - 01.02.1974, Page 13
Varnarliðið:
Höfðu gætur á 1000
sovézkum flugvélum á
10 árum
Frjáls verzlun ræðir við Samuel Cooley, aðmírál
„Fyrir íslendinga hlýtur það
eðli málsins samkvæmt að
skipta meginmáli aði tryggja
sjálfstæði sitt og öryggi. Síðan
verða að koma til ákvarðanir
um hvernig þessum markmið-
um skuli náð. Flestar þjóðir
hafa kosið að hafa eigin her
en þar sem íslendingum er
það um megn hefur varnar-
samningur verið gerður við
Bandaríkin um að þau annist
þennan þátt fyrir þá. Góð
efnahagsleg afkoma er, líka
eitt af keppikeflum hverrar
þjóðar og mér sýnist, að ís-
lendingar vilji leita samstarfs
við erlenda aðila til að tryggja
sér hana og nefni ég aðeins
fyrirhugaðan innflutning á er-
lendu vinnuafli og tækniþekk-
ingu í sambandi við virkjunar-
framkvæmdir við Sigöldu.
Samningurinn við okkur um
varnarmálin er að mínu mati
ekki ósvipaður að því leyti til
að þar með eru íslendingar að
bæta þörfum, sem þeir geta
ekki sjálfir fullnægt.“
Þetta sagði Samuel Cooley
aðmíráll, yfirmaður varnarliðs-
ins á Keflavíkurflugvelli í upp-
hafi viðtals við Frjálsa verzl-
un fyrir nokkru. Og hann hélt
áfram:
„Markmið okkar eru að
tryggja varnir landsins, fæla
hugsanlegan árásaraðila frá á-
formum um áreitni og viðr
halda og stuðla ennfremur að
Détente á þessu heimssvæði.
Það má líkja þessu við þrí-
fættan stól. Til þess að hann
komi að gagni verða fæturnir
að vera af sömu lengd og
styrkleika. Eins er það um
þessi þrjú mikilvægu atriði
sem ég nefndi. Þau verða öll
að vera til staðar svo að frið-
ur haldist.
Ég vil leggja þunga áherzlu
á giidi varnarliðsins í því efni
að fæla frá árás. Varnarhlut-
verkið verður mun auðveldara
fyrir bragðið. Þegar menn
meta varnarmátt þessarar
stöðvar verður þess vegna að
hafa þetta allt í huga í réttu
samhengi. Eins og stöðin er nú
uppbyggð erum við sannfærðir
um þýðingu hennar og gerum
ráð fyrir að hinn aðilinn átti
sig líka á henni. Sumum hætt-
ir til að spyrja fyrst og fremst
um, hve margir menn séu hér
með riffla. Það væri að sjálf-
sögðu hægt að efla varnirnar
enn meir með því að hafa hér
fjö’lmennt lið grátt fyrir járn-
um meðfram allri strandlengj-
unni. En hvort tveggja er, að
fslendinffar vildu ekki þá skin-
an og Bandaríkjamenn hefðu
ekki tök á að hafa sér slíkan
mannafla aði staðaldri.
F.V.: — Hve niikil er þá
varn»rp'et!>n hjá bví liði, sem
er hér á Keflnvíkurflugvelli?
— Þetta 3300 manna lið,
sem hér er, á að verja flug-
völlinn, ef til ófriðar dregur
og halda opinni leið tii flutn-
ings á liðsauka frá Bandarikj-
unum. í þessu sambandi er
afar brýnt að eftirliti og könn-
unarflugi á svæðinu umhverf-
is landið sé haldið uppi, svo
að nægileg viðvörun fáist um
breytingar á háttalagi sovézka
flotans, sem hér er á ferðinni
allt í kring. Komi í ljós ein-
hverjar athafnir hans er bendi
til undirbúnings undir hernað-
arátök getum við strax látið,
vita til Bandaríkjanna og far-
ið fram á að þar verði liðs-
afli við öllu búinn. Nú tekur
herútkvaðning sáralítinn tíma
og liðið er tilbúið til baráttu
hvenær sem er. En viðvörun-
arfresturinn sem við fáum
um yfirvofandi árás er líka
skammur nú á tímum og þess
vegna er svo geysimikilvægt,
að við höldum uppi öflugu eft-
irliti til að vita nákvæmlega,
hvað sovézki herinn aðihefst
Þess vetgna er könnunarflugið
nú langveigamesti þátturinn í
starfi varnarstöðvarinnar.
F.V.: — Getið þér nefnt
nokkrar tölur yfir fjölda sov-
ézkra sprengiflugvéla, sem
vart hefur orðið við liér við
land?
— Á þeim tima, sem orr-
ustuþotur af gerðinni F-102
voru notaðar hér, en það munu
hafa verið 10 ár þar til þær
voru teknar út notkun í fyrra,
fóru þær til móts við 1000 sov-
ézkar flugvélar, sem sumar
komu mjög nærri ströndinni.
F.V.: — Hvað er mikið
fiármavn bundið í mannvírkj-
um hersins hér á Keflavíkur-
flugvelli?
— Það munu samtals vera
hálfur miiljarðiur dollara en
viðhaldskostnaður er 38,2
millíónir dohara á þessu ári.
F.V.: — Hvað eru hað tmikl-
ir fiármunir. sem varn'>rl?ðið
legffur t'l viðhalds o" rek«trar
á fhiwvollarmannvirkiiinum,
sem fs'endingar vrðu að taka
á sig, ef varnarliðið hyrfi af
landi hrott.
— Viðgerðir á flusbrautum,
viðhald í flugturni, á slökkvi-
tækjum og öryggistækium
flugvallarins almennt kostar
um 3.2 milliónir dollara og
reksturinn að öðru leyti aðra
eins upphæð.. Ef rekstur rad-
arstöðva varnarliðsins yrði
lagður niður myndu íslenzk
FV 2 1974
13