Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Side 14

Frjáls verslun - 01.02.1974, Side 14
flugmálayfirvöld þurfa að koma upp radarstöð til að fylgjast með venjulegu far- þegaflugi á flugstjórnarsvæði sínu. Slík stöð kostar um 1 milljón dollara og rekstur 300 þús. dollara á ári, en viðhalds- kostnaður nemur um 500 þús- undum. F.V.: — En hve miklar upp- hæðir hafa bein áhrif á efna- hagslíf íslendinga? — Það voru 22,6 milljónir dollara í fyrra, sem fóru inn í efnahag landsmanna. Hér eru 709 fastráðnir íslenzkir starfs- menn, sem samtals fengu 5,5 milljónir dollara í kaupgreiðsl- ur. Og svo að nokkrir aðrir liðir séu nefndir má nefna, að mjólk var keypt fyrir 228 þús. dollara, 780 þús. dollarar voru greiddar fyrir rafmagn, samn- ingur við Esso hljóðaði upp á 572 þús, dollara og íslenzkir aðalverktakar og Keflavíkur- verktakar byggðu fyrir 6,7 milljónir dollara. Eftirlitskerfi Þegar farið er suður Mið- nesheiði í átt að Sandgerði taka menn eftir fyrirferðar- mikl'um hvítum kúlum í braggahverfi vestan vegar- ins. Þetta eru vemdar- hjálmar utan um tvö loft- net radarstöðvarinnar í RockviIIe, sem er önnur af tveimur radarstöðvum varn- arliðsins hér á landi. Hin er á Stokksnesi, skammt fyrir austan Höfn í Horna- firði. f báðum þessum stöðvum er stöðugt fylgzt með ferð'um flugvéla í ná- grenni íslands. íslenzka flugstjórnin tilkynnir þang- að um flugvélar, sem hún veit af, en komi eitthvað fram á radarskjánum um- fram þá depla, er svara til flugvéla, sem tilkynnt hafa um ferðir sínar, boðar það sérstakan viðbúnað. Stöðin er í beinum símasambandi við samsvarandi radarstöðv- ar í Kanada og Noregi og skiptast þær á upplýsingum um ferðir ók'unnra flugvéla á svæðinu. Starfsemi radarstöðvanna er bráðnauðsynleg fyrir fl'ugöryggi á stjórnsvæði ís- lenzku flugstjórnarinnar. Á síðustu 10 árum hafa yfir 1000 sovézkar herflugvélar komið óvænt inn á þetta svæði án þess að tilkynnt væri um ferðir þeirra. Þetta athæfi er mjög hættulegt farþegaflugi á þessum slóð- um og oftar en ein'u sinni hafa þær verið hættulega nálægt íslenzkum farþega- flugvélum. Má segja, að radareftirlit Bandaríkja- manna hafi bægt frá hættu á árekstri í þessum tilfell- um. Þegar vart verður ó- kunnra flugvéla eru Phan- tom-orrustuþoturnar sendar á vettvang til að kanna, hvað á ferðum sé og fylgja sovézku herflugvélunum eftir þar til þær eru komn- ar fjarri strönd'um landsins. Þannig er orrustuflugsveit- in nauðsynlegur þáttur í eftirlitskerfi herstöðvarinn- ar auk þess sem henni er ætlað að halda uppi vörn- um við flugvöllinn, ef til hernaðarátaka drægi. — 50 ára — Reynslan sannar, að hagkvæmustu viðskiptin gerið þið hjá okkur. Höfum ávallt fyrirkggjandi: Timbur, spónaplötur, valborð, veggþiljur, loftklæðningar, steypustál, mótavír, bindi- lykkjur, saum, pípur, píputengi, pípueinangrun, tengihana, skólprör og tengi, blöndunar- tæki, verkfæri, gólídiika, gólfteppi, veggflísar, lím og fúgufyllir, einangrunarplast, glerull, plastdúk, álfilmu, WC-handlaugar, baðker. • Málning frá Hörpu hf. • Veggplötur og holsteinn frá Léttsteypu hf. • Eldavélar frá Rafha hf. • Umboðsmenn fyrir Hafskip hf. BYGGINGAVORUVERZLUN TÓMASAR BJÖRNSSONAR HF. Glerárgötu 34, Akureyri. Símar: 96-11960 & 96-22960. Símnefni: Tjebje. Pósthólf 144. 14 FV 2 1974

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.