Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Síða 25

Frjáls verslun - 01.02.1974, Síða 25
Playboy er meira en tímarit — góð hugmynd, sem þróazt hefur I 20 ár. Heildarvelta 17 milljarðar Þegar nafnið Playboy er nefnt kemur flestum, sem eitt- hvað fylgjast með á annað borð, í hug bandarískt tíma- rit með sama nafni og í því sambandi einnig léttklæddar yngismeyjar. Þeta er í sjálfu sér ofur eðlilegt, þar sem þetta tímarit hefur nú komið út í tvo áratugi og í dag er upplag þess 6,7 milljónir ein- taka mánaðarlega. En Playboy er meira en þetta víðlesna tímarit, það er meðal virtustu fyrirtækja Bandaríkj- anna, og veltan á síðasta ári nam um 17 milljörðum íslenzkra króna eða rúmlega helmingi af fjárlögum íslenzka ríkisins. Playboy Enterprices Inc. ann- ast að sjálfsögðu útgáfu tíma- ritsins Playboy, sem var upphaf ævintýris Hugh Hefners, manns- ins, sem byggt hefur upp þetta stórfyrirtæki, sem hefur aðal- bækistöðvar sínar í Chicago í Bandaríkjunum. Auk þess rekur fyrirtækið fjölda veitingastaða og næturklúbba, spilavíti, bóka- útgáfu, bílaleigu, kvikmynda- gerð, hótel, hljómplötuútgáfu og þar að auki hefur verið hleypt af stokkunum hliðstæðu tímariti og Playboy, sem nefnist Oui. Playboy kom fyrst út í desem- ber 1953 og sú draumadís, sem þar var fyrst kynnt var Marilyn »0« MiH w PLAYBOY ♦ 4* Forsíða 20 ára afmælisrits Playboy. Monroe. Tímaritið sló þegar í gegn, og sama má segja um Marilyn Monroe. Hún þaut upp á stjörnuhimin kvikmyndanna fljótlega eftir útkomu blaðsins, eins og fleiri þeirra „kroppa“, sem birzt hafa á síðum blaðsins, áskrifendum til augnayndis. Hefner hafði áður verið starf- andi hjá tímaritinu Esquire, sem er virðulegt og íhaldssamt tíma- rit fyrir karlmenn með góðan bókmenntasmekk. Hann taldi sig geta fundið auðvelda leið til þess að koma nýju og vönduðu tímariti til karlmanna, með því að höfða til áhugamála þeirra og freista þeirra með kvenleg- um yndisþokka. Hefner ákvað að taka áhættuna; hann útveg- aði sér nokkur þúsund dala lán, seldi talsvert af hlutabréfum, sem hann átti og fékk greiðslu- frest á því, sem þá vantaði á, til þess að standa undir útgáfu- kostnaði fyrsta tölublaðsins. Ætlun hans hafði verið að kalla tímaritið „Stag Party“, en hann átti í erfiðleikum með að fá það nafn skráð, þar sem fyr- ir var gefið út í Bandaríkjunum tímarit, sem nefndist „Stag“. í stað þessa nafns ákvað Hefner að gefa tímaritinu nafnið Play- boy og útlitsteiknari, sem unnið hafði með honum að undirbún- ingi útgáfunnar, breytti tákn- mynd blaðsins úr hnarreistu hjartardýri í kanínu með slaufu. Upplag blaðsins var í byrjun 50 þús. eintök og það var einungis selt á blaðsölustöðum; nú nálg- ast upplagið sjö milljónir ein- taka og er stór hluti þeirra seldur í áskrift. Síðustu árin hafa ýmsir aðilar 'hafið útgáfu tímarita, sem eink- um eru ætluð karlmönnum, og líkja að verulegu leyti eftir Playboy, og ber hæst á lista keppinautanna tímaritið Pent- house. Svar Hefners og sam- starfsmanna hans við þessari þróun var að hefja útgáfu rits, sem í fljótu bragði virðist vera í samkeppni við Playboy, en því tímariti er fyrst og fremst beint gegn keppinautunum. Þetta tímarit heitir Oui. Fyrsta árið virðist hafa gefizt vel, því að upplag Oui er nú um ein og hálf milljón eintaka á mánuði. Aftur á móti hefur kaupendum Playboy ekkert fækkað. Ekki hafa allar framkvæmdir Hugh Hefner orðið verulega arðbærar. eða tekizt jafn vel og útgáfustarfsemin, sem nefnd hefur verið. Hann reyndi um tíma að gefa út tímarit helgað skemmtanaiðnaðinum, sem nefndist „Show Business Illu- strated“ en það og nokkrar aðrar tilraunir af svipuðu tagi tókust FV 2 1974 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.