Frjáls verslun - 01.02.1974, Side 33
18 ár sem Globus h. í., hefur
verið rekið í núverandi formi.
Þegar ég lét af störfum hjá
Heklu og tók við rekstri Globus
var þannig um samið að Gillette-
umboðið fylgdi fyrirtækinu, auk
þess sem samið var um nokkur
önnur umboð, sérstaklega fyrir
landbúnaðartæki. Globus h. f.
hefur því annazt sölu á Gillette-
vörum allt frá stofnun og síðan
1956 hefur það einnig selt ýmis
landbúnaðartæki sem notið hafa
mikilla vinsælda hér á landi, og
má þar nefna Gný-blásarana,
Kvernelands-heykvíslarnar og
Howard-jarðtætarana.
Það var strax í upphafi ætlun
forráðamanna Globus h.f. að
hasla sér völl á sviði landbúnað-
artækja og annarra vara til
landbúnaðarins. Auk þeirra um-
boða, sem áður getur, og fylgdu
frá Heklu h.f. hefur fyrirtækið
bætt við sig umboðum fyrir ýms-
ar aðrar verksmiðjur í Evrópu.
Globus hefur átt mjög ríkan
þátt 1 þeirri þróun sem orðið
hefur í vélvæðingu landbúnað-
arins undanfarin ár og fullyrða
má, að ýmis tæki, sem Globus
hefur rutt braut hér á landi,
hafi valdið byltingu í búrekstri
bænda.
Árið 1969 gengust forráða-
menn Globus h.f. fyrir stofnun
íslenzk-tékkneska verzlunarfé-
lagsins með það fyrir augum að
flytja inn ýmsar vörur frá
Tékkóslóvakíu, þar á meðal
hjóladráttarvélar. Innflutning-
ur á Zetor traktorum hófst svo
sama árið, og er nú svo komið að
þetta er mest selda dráttarvélin
hér á landi. Framkvæmdastjóri
ístékk er Ragnar Bernburg.
Með tilliti til hinna miklu við-
skipta sem Globus h.f. átti við
bændur var ákveðið 1968 að
hefja innflutning á fóðurvörum
og var samið um kaup á þess-
um vörum frá fóðurblönduverk-
smiðju Elias B. Muus A/S í Dan-
mörku, sem er 150 ára gamalt
fyrirtæki og nýtur mikils áiits
þar í landi fyrir vandaðar vörur.
Fyrsti farmurinn af fóðurvörum
kom svo til landsins í desember
1968 og var hér einungis um
sekkjaðar vörur að ræða. Þró-
unin i þessum innflutningi hef-
ur verið einkar ánægjuleg og
hefur innflutningur á þeim
vörum numið fleiri þúsund tonn-
um. Globus hefur aðstöðu fyrir
þessa starfrækslu í Hafnarfirði,
og síðan um áramótin 1970—71
einnig fyrir laust fóður, og er
því fóðri blásið beint úr lestum
skipanna í fóðurgeymana. Hér
var um brautryðjendastarf að
ræða. Fóðrið er nú selt bænd-
um og keyrt til þeirra bæði laust
og sekkjað.
í fyrra tók Globus að sér um-
boðið fyrir frönsku Citroen-bíla-
verksmiðjurnar. Á því fyrsta ári
voru fluttar inn um 140 bifreið-
ar af ýmsum gerðum og bindur
fyrirtækið miklar vonir við
sölu á Citroen bílum enda telj-
um við þá henta íslenzkum stað-
háttum mjög vel. Vegna hag-
stæðs gengis á franska frankan-
um um þessar mundir er verð
bílanna mjög lágt samanborið
við ýmsar aðrar gerðir.
Á árinu 1970 stofnuðu for-
ráðamenn Globus fyrirtæki í
Skagafirði, Globusfóður h. f.,
ásamt innanhéraðsmönnum og
hefur salan þar á fóðrinu geng-
ið vel.
Þegar Globus h.f. hóf aftur
sjálfstæðan rekstur árið 1956
var tekið á leigu 50 fermetra
húsnæði að Hverfisgötu 50 og
iítil geymsla fyrir varahlutina
var tekin á leigu í öðru húsi.
Þá voru aðeins 3 starfsmenn sem
unnu hjá Globus. Vinnuskilyrði
voru þarna afleit og með aukn-
um umsvifum var nauðsynlegt
að koma rekstrinum í annað hús-
næði. Árið 1960 réðist Globus
h.f. í að kaupa 200 fermetra hús-
næði að Vatnsstíg 3 og þar var
Globus til húsa til ársins 1966,
að reksturinn var fluttur í ný-
byggingu fyrirtækisins að Lág-
múla 5. Af eðlilegum ástæðum
hafði Globus þá ekki bolmagn
til að byggja yfir starfsemina í
einum áfanga, og var því ekki
hægt að koma á því skipulagi,
sem hugsað hafði verið, og var
innréttað bráðabirgðahúsnæði
fyrir skrifstofurnar. Árið 1970
var svo ráðizt í að byggja þann
hluta hússins sem hýsa átti
í dagsins önn í ýmsuin deildum fyrirtækisins.
FV 2 1974
33