Frjáls verslun - 01.02.1974, Page 47
Bandag hjólbarða-
sólunin hf:
Kald-
sólun
Bandag hjólbarðasólunin h.f.
er nýtt fyrirtæki, sem stofnað
var í nóvember á síðasta ári,
og er til húsa að Dugguvogi 2,
Reykjavík. Eigendur fyrirtæk-
isins eru: Kristján Helgason,
sem jafnframt er fram-
kvæmdastjóri, Halldór Frið-
riksson og Friðrik Weisshappel.
Bandag er bandarískt fyrir-
tæki, sem framleiðir ýmsa hluti
og vélar í sambandi við sóln-
ingu á hjólbörðum. Selur fyrir-
tækið nú Bandag vörur og vél-
ar fyrir um 70 milljónir dala
á ári. Samkvæmt rannsóknum
fyrirtækisins fæst þreföld end-
ing á við heitsólaða hjólbarða,
á kaldsóluðum hjólbörðum. Nið-
urstöður rannsóknanna sýndu
einnig að greitt er langminnst
verð fyrir hvern ekinn kílómet-
er á kaldsóluðum Bandag hjól-
barða.
F.V. átti samtal við Kristján
Helgason, framkvæmdastjóra og
ræddi við hann um fyrirtækið
og hina nýju kaldsólun. Fyrir-
tækið sólar aðallega hjólbarða á
stóra flutningabifreiðar, steypu-
bíla, strætisvagna o. fí. Meðal
helztu viðskiptavina eru: Stræt-
isvagnar Reykjavíkur, ýmis
verktakafyrirtæki, Sements-
verksmiðja ríkisins, nokkur
kaupfélög, Vélamiðstöð Reykja-
víkurborgar, steypustöðvar o.
fl.
Nýr hjólbarði (1100x20) und-
ir vörubíl kostar um 21 þúsund
krónur, að sögn Kristjáns, en
það kostar 12.600 krónur að sóla
slitinn barða, sem hann ságði
vera 20—50% endingarmeiri en
nýr hjólbarði. Sagði hann að
samkvæmt útreikningum sem
gerðir voru fyrir fyrirtæki nokk-
urt í Reykjavík, sem á 3 vöru-
bifreiðar, sem eru mjög mikið
eknar, að fyrirtækið sparaði um
1 milljón króna árlega með því
að nota kaldsólaða hjólbarða.
En hvað er kaldsólun? Krist-
ján kvað kaldsólun í því fólgna,
að í stað þess að sjóða hrá-
gúmmilengjurnar (camelbag) á
slitinn barða, sem hefur að auki
í för með sér, að barðinn tapar
stórum hluta af styrkleika sín-
um, er aðeins ntaður 90° F hiti
til þess að flýta fyrir límingu.
Hann sagði 90° F hita algengan
Bandag hjólbarðasólun er
á margan hátt mjög frá-
brugðin þekktum sólunarað-
ferðum. í eftirfarandi
myndaröð sjást í stórum
dráttum ýmis framleiðsl'u-
stig sólunarinnar.
Hjólbarðinn skorðaður til
að finna út skemmdir og
hugsanlega galla á belgnum.
Skemmdir merktar fyrir við-
gerðarmann.
Að lokinni skoðun og við-
gerð er barðinn settur upp í
sérstakan rennibekk, þar sem
hann er renndur niður, þar
til sléttur flötur fæst, til þess
að unnt sé að setja nýja slit-
banann á. Jafnframt er jafn-
vægi barðans tryggt.
Eftir aðgerðina í renni-
bekknum er barðinn aftur
tekinn til athugunar, og all-
ar holur og göt, sem kunna
að vera á slitfletinum, fyllt
með sérstöku viðgerðar-
gúmmí.
Síðan er nýi slitbaninn
settur á barðann. Slitbaninn
er framleiddur úr gúmmí-
blöndum við sérstaklega mik-
inn þrýsting, eða allt að 2400
pund á fertommu. Til að
festa Bandag slitbanann á er
notað sérstakt límgúmmí.
Slitbaninn er valtaður nið-
ur milli þrýstivalsa. Þetta er
gert til þess að pressa loft
undan bananum. Síðan er
dekkið klætt í sérstakt
gúmmíumslag, og sett á sér-
staka felgu.
Að lokum er barðinn settur
inn í Bandag þrýstiklefa, þar
sem hin eiginlega festing hins
nýja slitbana á sér stað við
um 90° F hita. Jafnframt er
barðinn blásinn út með
slöngu, og umslagið, sem ut-
anum er, er einnig blásið upp
þannig, að mjög nálægt því,
er að jafn þrýstingur sé ut-
an og inn í barðanum. Eftir
u. þ. b. 4 klukkustundir í
þrýstiklefanum er svo barð-
inn tilbúinn til notkunar.
Bandag-hjólbarðasólunin h.f.
getur sólað um 40—50 vöru-
bíladekk á dag.
á hjólbörðum í akstri.
Kristján kvað Bandag fyrir-
tækið hafa keypt einkaleyfi á
„Micro-sipe” eða smáskoru-
munstri, sem á að koma í stað
snjónagla og snjókeðja. „Micro-
sipe” er margar þéttar skorur,
sem skornar eru með beittu
Framleiðslu-
stig kald-
sólunar
blaði, þvert yfir munsturbarð-
ann, örlítið á ská. Sagði hann
þessa „Micro-sipe” barða hafa
30—40% betri spyrnu, heldur
en beztu hjólbarðar á vegum.
Hefur Bandag hjólbarðasólunin
þessa smáskorumunstur á boð-
stólum hér.
FV 2 1974
47