Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Side 53

Frjáls verslun - 01.02.1974, Side 53
Greinar og niétöl Eyjahagir Eftir Dr. Guðmund IVIagnússon, prófessor Þar sem atvinnulíf í Vest- mannaeyjum er óðum að fær- ast í fyrra horf er ekki úr vegi að rifja upp nokkrar staðreyndir ’um efnahag Eyj- anna. Sömuleiðis er fróðlegt að athuga, hve miklu fé hefur verið varið til endurreisnar. Eftirfarandi upplýsingar er að finna í skýrslu íslands til OECD: íbúafjöldi, 1. desember Hlutfall af fólksfjölda Verðmæti útfluttra sjávarvara, millj. kr., fob. Hlutfall af samsvarandi heildar- útflutningi Hlutfall af öllum vöruútflutn. Vergar atvinnutekjur, millj. kr. Hlutfall af heildaratvinnutekj- um Áætlað endurnýjunarverð fasta- fjármuna, millj. kr. 1971 1972 5.231 5.273 2,5 2,5 1.435 1.350 12,4 11,4 9,6 8.4 897 1.120 2,7 2,7 10.200 Mikilvægi fiskvinnslunnar sést bezt af því, að 4 stóru frysti- húsin, sem störfuðu í Eyjum, Fiskiðjan, Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja, Vinnslustöðin og ís- félag Vestmannaeyja voru með- al 50 stærstu fyrirtækjanna á íslandi 1971, ef miðað er við vinnuaflsnotkun. Sama mynd kemur í Ijós, ef litið er á skipt- ingu vinnuafls eftir atvinnu- greinum, en 18,9% störfuðu 1971 við fiskveiðar og 32,8% við fiskvinnslu, en hvort tveggja er hátt yfir landsmeðaltölum. VIÐLAGASJÓÐUR. Þann 7. febrúar 1973 sam- þykkti Alþingi samhljóa stofn- un Viðlagasjóðs. Áætlað var, að með lögunum fengi sjóðurinn um 2 milljarða króna tekjur frá 1. marz 1973 til 28. febrúar 1974 (auk gjafafjár, sem skiptist þannig: 1. 2% hækkun söluskatts 2. Hækkun aðstöðugjalds 3. 30% aukaskattur á nettó- eign 4. 10% aukaútsvar 5. Framlag úr rikissjóði 6. Framlag úr atvinnuleysis- tryggingarsjóði Millj. kr. 900 300 80 400 160 160 2.000 UPPGJÖR VIÐLAGASJÓÐS FYRIR 1973. Uppgjör Viðlagasjóðs fyrir ár- ið 1973 sýnir að útgjöld sjóðs- ins það ár námu um 3,3 milljörð- um króna. Tekjur námu röskum 2,5 milljörðum króna, sem skipt- ast nokkurn veginn til helminga í gjafafé og lögbundnar álögur. í útgjöldunum vega húsin þyngst með um 1400 millj. kr., rekstur Vestmannaeyjakaup- staðar kostaði um 750 millj. kr., þegar greiddar skaðabætur nema um 600 millj. kr. og lán- veitingar um 400 millj. kr., en þær eru nánast liður í skaðabót- um. ÝMISS KOSTNAÐUR. Auk beinna greiðslna úr Við- lagasjóði er vitaskuld um ýmsan einstaklingsbundinn og þjóðfé- lagslegan kostnað að ræða. Áhrifin á þjóðarframleiðsl- una í heild eru vanmetin, en talið er, að þau nemi um 1— 1,5% vaxtarskerðingu, eða 600 —1000 millj. kr. Mestur hluti þessarar upphæðar kemur beint fram í minni útflutningstekjum en ella. líllpr: Fyrirsjáanlegt er, að verulegur kostnaður verður samfara endurreisn Eyjabyggðar og að Við- lagasjóður þarf á fé að halda. FV 2 1974 53

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.