Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Síða 71

Frjáls verslun - 01.02.1974, Síða 71
„Auglýsingar verða að vera hvetjandi og upplýsandi” — segir Torfi Jónsson auglýsingateiknari Torfi Jónsson, t. h., á teiknistofu sinni ásamt starfsmanni sínum. Fjöldi verkefna er unninn á stofunni. Torfi Jónsson auglýsinga- teiknari hefur starfrækt aug- lýsingastofu í 11 ár. Er stofan nú til húsa að Skólavörðustíg 18, Reykjavík. Vinnur hann að fjölda verkefna fyrir ýmis fyr- irtæki. Frjáls verzlun átti við- tal við Torfa Jónsson fyrir skömmu og ræddi við hann um verkefni hans og auglýs- ingastarfsemi. Helztu viðskiptavinir aug- lýsingastofu Torfa eru: Loft- leiðir, Almenna bókafélagiði, Sápugerðin Mjöll og 'þýzka fyrirtækið Beiersdorf. Um sjö ára skeið hefur Torfi unnið að auglýsingagerð fyrir söludeild Loftleiða. — Eg hef séði um allar auglýs- ingar fyrir Loftleiði og dreif- ingu þeirra, sem er gífurlegt verk. Einnig hef ég unnið að gerð bæklinga fyrir Loftleiði. Eg kem með tillögur um hvar eigi að auglýsa og hve mikið fé er nauðsynlegt til þess að ná öllum auglýsingamiðlunum. Ýmis önnur verkefni koma einnig inn á stofuna. ~— í níu ár hef ég unnið fyrir Almenna bókafélagið, teiknað bókakápur, mynd- skreytt og sett upp bækur. Við settum m. a. upp bókina um Vestmannaeyjagosið eftir Árna Johnsen, blaðamann og völdum myndir í bókina, sem eru eftir Sigurgeir Jónsson og eru mjög góðar. Þessi bók 'hefur verið mjög vinsæl. — Einn af okkar stærstu viðskiptavinum er þýzkt fyrir- tæki, sem heitir Beiersdorf. Við höfum unnið að markaðs- málum fyrir fyrirtækið í um 9 ár og náð góðum árangri. Þetta fyrirtæki er m. a. með Nivea krem, Atrix handáburð, 8x4 svitalyktareyðir, Tesa lím- bönd, plástra og ýmis þétti- bönd. — Nivea krem er mjög gott krem, en það sem gerir það svona ódýrt eru umbúðirnar. í Þýzkalandi var gerð neyt- andakönnun á ýmsum krem- tegundum bæði dag og nætur- kremum. Kremin voru sett í aðrar umbúðir undir dulnefni. í ljós kom að dómnefndin hafði valið Nivea kremið í fyrsta sæti bæði sem dagkrem og næturkrem. — Við höfum leitast við að auglýsa vörutegundir, sem við erum sannfærðir um að eru góðar. Góð og vel gerð aug- lýsing, gerð að kunnáttu er mikil hjálp fyrir neytandann, bætir Torfi við. Svitalyktareyðirinn 8x4 hef- ur selzt gífurlega vel, að sögn Torfa, einnig Atrix handáburð- urinn, en Torfi sagði, að Atrix væri hlutfallslega mest seldur á íslandi af öllum Evrópu- löndunum, og væri það m. a. að þakka veðráttu, en einnig væri mikið unnið í 'höndun- um 'hér. Að áliti Torfa er íslenzkur auglýsingamarkaður ákaflega erfiður að því leyti til, að fyr- irtækin gera ekki auglýsinga- áætlanir fram í tímann, en það er mjög mikilvægt fyrir útflutningsfyrirtæki, sagði hann. — Viði erum nokkur ár á eftir öðrum löndum f áætl- anagerð. Það er allt of mikið gert af því að ákveða allt í einu að nú skuli fyrirtækið auglýsa, en þá getur allt farið úr skorðum. Það er mikið þægilegra að ákveða auglýs- ingar fyrir hvert sölutímabil fram í tímann. Við erum enn- þá á bernskuskeiði að þessu leyti til. En hver er skoðun Torfa á stórum og litlum auglýsinga- stofum? — Erlendis hefur verið rætt um að koma á fót 100 manna auglýsingastofum. Ég tel tekju- möguleika stórrar auglýsinga- stofu ekki mikla. Það er erfitt að reka stórar auglýsingastof- ur og dreifingatekjurnar eru litlar. Auglýsingar í fjölmiðl- um eru miklu ódýrari en er- lendis. Takmark okkar hér á auglýsingastofunni, hefur allt- af verið það að vera með litla teiknistofu og frekar fá verk- efni, en gera þess betur við viðskiptavininnn. Torfa var tíðrætt um aug- lýsingar: — Auglýsingar verða að vekja athygli á réttan hátt, þær verða að vera hvetjandi. Þpr verða að sýna vöruna í réttu ljósi. Auglýsing verður einnig að vera upplýsandi og benda á tilgang vörunnar. —• Umbúðir skipta miklu máli, einnig form og stærð svo og liturinn. Það er margt sem þarf að athuga, þegar vöru er raðað í hillur í verzl- FV 2 1974 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.