Frjáls verslun - 01.02.1974, Side 77
Islenzkur iðnaður:
Iðnaðardeild 8ÍS 25 ára
Flutti út fyrir 460 milljónir í fyrra
Um síðastliðin áramót var
aldarfjórðungur liðinn síðan
iðnaðardeild Sambands ís-
lenzkra samvinnufélaga var
stofnuð. Hún rekur nú Sam-
bandsverksmiðjurnar á Akur-
eyri, þ. e. a. s. Ullarverksmiðj-
una Gefjun, Skinnaverksmiðj-
’una Iðunni, Fataverksmiðjuna
Heklu og Skóverksmiðjuna Ið-
unni.
Þá rekur 'hún ásamt Kaupfé-
lagi Eyfirðinga Efnaverksmiðj-
una Sjöfn á Akureyri og Kaffi-
brennslu Akureyrar. Deildin
starfrækir ennfremur Fataverk-
smiðjuna Gefjun í Reykjavík,
Rafvélaverksmiðjuna Jötunn í
Reykjavík og Húfuverksmiðj-
una Hött í Borgarnesi. Einnig
rekur hún verzlunina Gefjun í
Austurstræti 10 og verksmiðju-
afgreiðslu að Hringbraut 119,
hvorttveggja í Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Iðnaðar
deildar SÍS er Harry Frederik-
sen og aðstoðarframkvæmda-
stjóri á Akureyri Axel Gíslason.
BYRJAÐ 1930
Frjáls verzlun ræddi á dögun-
um við Harry Frederiksen, fram-
kvæmdastjóra, og innti hann
eftir því helzta í sögu iðnrekstr-
ar á vegum SÍS og afkomu verk-
smiðjanna um þessar mundir.
Ullarverksmiðjan Gefjun á Ak-
ureyri var fyrsta iðnfyrirtækið,
sem Sambandið hóf rekstur á
en það var 1930. Ekki liggja fyr-
ir heildartölur um veltu Iðnað-
ardeildarinnar fyrir árið í fyrra
en að sögn Harrys Frederiksen
mun láta nærri að hún sé um 1
milljarður og 350 þúsund. Út-
flutningur nam 460 milljónum,
sem skiptist aðallega á ullar- og
skinnavörur og er það 119 millj-
ón króna aukning frá árinu á
undan. í vinnulaun voru greidd-
ar 260 milljónir, en hjá Iðnað-
ardeildinni starfa nú milli 700
og 800 manns, og er hún því
mannflesta deildin hjá Sam-
bandinu, sem alls mun hafa í
sinni þjónustu hátt í 2000 starfs-
menn.
ULLARPEYSUR OG TEPPI
TIL SOVÉT
Aðalmarkaður erlendis fyrir
ullarvörur frá verksmiðjum
Sambandsins er í Sovétríkjun-
um en þangað var hafin sala á
ullarteppum árið 1961 og voru
samvinnufélögin í landinu kaup-
andi. Síðan færðust þessi við-
skipti yfir til ríkisverzlunar
Sovétríkjanna. Fyrir nokkru
Harry Frederiksen
fengu sovézku samvinnufélögin
þó heimild til að selja Samband-
inu einn 10 þús. tonna olíufarm
og ætla að fá iðnaðarvörur í
staðinn.
Sovétmenn keyptu í fyrra
250 þús. ullarpeysur og 93 þús.
teppi. Þeir virðast reiðubúnir að
kaupa meira magn og fleiri teg
undir en ekki hefur verið sam-
ið um verð. Hafa Sovétmenn
reyndar ekki viljað fallast á það
verð, sem boðið hefur verið og
mótast af kostnaðarhækkunum
innanlands.
Skinnavaran er að langmestu
leyti seld til Finnlands og hefur
Iðnaðardeildin mjög nána sam-
vinnu við fyrirtæki þar í landi,
sem kaupir bæði 'hálf sútaðar
gærur og fullunnin skinn.
MESTA VELTAN
HJÁ GEFJUN
Miðað við veltu er Ullarverk-
smiðjan Gefjun á Akureyri
stærst Sambandsverksmiðjanna
með ársveltu upp á 296 millj.,
Sútunarverksmiðjan Iðunn var
með 287 millj. króna veltu og
Fataverksmiðjan Hekla 254
millj.
Harry Frederiksen sagði að
yfirleitt gengi rekstur verk-
smiðjanna nokkuð bærilega að
skógerðinni undanskilinni. Inn-
lendur skóiðnaður hefði átt í erf-
iðleikum og væri verið að end-
urskoða þann hluta af starfsemi
Iðnaðardeildarinnar. Allt hrá-
efni í skó er keypt erlendis frá
og er það ólíkt því sem áður
gerðist, þegar unnið var úr inn-
lendu leðri. í hráefniskaupum
er skógerðin því háð hækkandi
verðlagi á erlendum mörkuðum.
Hins vegar er mannekla svo
mikil hér heima, að ekki væri
hægt að byrja leðursútun að
nýju. Þá taldi Harry það enn-
Axel Gíslason
fremur þrengja hag innlendrar
skógerðar, að skókaupmenn
væru margir innflytjendur og
fengju því bæði heildsölu- og
smásöluálagningu.
FÓLKSEKLA
Skortur á fólki er almennt
vandamál verksmiðjanna. Þetta
er einkar áberandi á Akureyri
og kemur margt til, m. a. hús-
næðisvandamál þar í bæ. Fyr-
ir 25 árum var ráðgert, að Sam-
bandsverksmiðjurnar byggðu
sjáifar íbúðarhúsnæði og var út-
hlutað lóðum undir það. Þegar
nánar var að gætt, þótti eðli-
legra að verkamenn byggðu
sjálfir og ættu eigið húsnæði.
Um 90% af framleiðslu
skinnaverksmiðjunnar fer til út-
flutnings. Lætur nærri að helm-
ingur af framleiðslu Gefjunar
og Heklu fari á erlendan mark-
að. Mikil áherzla er lögð á kynn-
ingu framleiðsluvöru Iðnaðar-
deildarinnar erlendis, fyrst og
fremst með þátttöku í vörusýn-
ingum. Jafnaðarlega tekur
deildin þátt í 3-4 slíkum sýning-
um á ári. Þá efnir hún til iðn-
stefnu hér innanlands annað
hvert ár.
FV 2 1974
77