Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Qupperneq 77

Frjáls verslun - 01.02.1974, Qupperneq 77
Islenzkur iðnaður: Iðnaðardeild 8ÍS 25 ára Flutti út fyrir 460 milljónir í fyrra Um síðastliðin áramót var aldarfjórðungur liðinn síðan iðnaðardeild Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga var stofnuð. Hún rekur nú Sam- bandsverksmiðjurnar á Akur- eyri, þ. e. a. s. Ullarverksmiðj- una Gefjun, Skinnaverksmiðj- ’una Iðunni, Fataverksmiðjuna Heklu og Skóverksmiðjuna Ið- unni. Þá rekur 'hún ásamt Kaupfé- lagi Eyfirðinga Efnaverksmiðj- una Sjöfn á Akureyri og Kaffi- brennslu Akureyrar. Deildin starfrækir ennfremur Fataverk- smiðjuna Gefjun í Reykjavík, Rafvélaverksmiðjuna Jötunn í Reykjavík og Húfuverksmiðj- una Hött í Borgarnesi. Einnig rekur hún verzlunina Gefjun í Austurstræti 10 og verksmiðju- afgreiðslu að Hringbraut 119, hvorttveggja í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Iðnaðar deildar SÍS er Harry Frederik- sen og aðstoðarframkvæmda- stjóri á Akureyri Axel Gíslason. BYRJAÐ 1930 Frjáls verzlun ræddi á dögun- um við Harry Frederiksen, fram- kvæmdastjóra, og innti hann eftir því helzta í sögu iðnrekstr- ar á vegum SÍS og afkomu verk- smiðjanna um þessar mundir. Ullarverksmiðjan Gefjun á Ak- ureyri var fyrsta iðnfyrirtækið, sem Sambandið hóf rekstur á en það var 1930. Ekki liggja fyr- ir heildartölur um veltu Iðnað- ardeildarinnar fyrir árið í fyrra en að sögn Harrys Frederiksen mun láta nærri að hún sé um 1 milljarður og 350 þúsund. Út- flutningur nam 460 milljónum, sem skiptist aðallega á ullar- og skinnavörur og er það 119 millj- ón króna aukning frá árinu á undan. í vinnulaun voru greidd- ar 260 milljónir, en hjá Iðnað- ardeildinni starfa nú milli 700 og 800 manns, og er hún því mannflesta deildin hjá Sam- bandinu, sem alls mun hafa í sinni þjónustu hátt í 2000 starfs- menn. ULLARPEYSUR OG TEPPI TIL SOVÉT Aðalmarkaður erlendis fyrir ullarvörur frá verksmiðjum Sambandsins er í Sovétríkjun- um en þangað var hafin sala á ullarteppum árið 1961 og voru samvinnufélögin í landinu kaup- andi. Síðan færðust þessi við- skipti yfir til ríkisverzlunar Sovétríkjanna. Fyrir nokkru Harry Frederiksen fengu sovézku samvinnufélögin þó heimild til að selja Samband- inu einn 10 þús. tonna olíufarm og ætla að fá iðnaðarvörur í staðinn. Sovétmenn keyptu í fyrra 250 þús. ullarpeysur og 93 þús. teppi. Þeir virðast reiðubúnir að kaupa meira magn og fleiri teg undir en ekki hefur verið sam- ið um verð. Hafa Sovétmenn reyndar ekki viljað fallast á það verð, sem boðið hefur verið og mótast af kostnaðarhækkunum innanlands. Skinnavaran er að langmestu leyti seld til Finnlands og hefur Iðnaðardeildin mjög nána sam- vinnu við fyrirtæki þar í landi, sem kaupir bæði 'hálf sútaðar gærur og fullunnin skinn. MESTA VELTAN HJÁ GEFJUN Miðað við veltu er Ullarverk- smiðjan Gefjun á Akureyri stærst Sambandsverksmiðjanna með ársveltu upp á 296 millj., Sútunarverksmiðjan Iðunn var með 287 millj. króna veltu og Fataverksmiðjan Hekla 254 millj. Harry Frederiksen sagði að yfirleitt gengi rekstur verk- smiðjanna nokkuð bærilega að skógerðinni undanskilinni. Inn- lendur skóiðnaður hefði átt í erf- iðleikum og væri verið að end- urskoða þann hluta af starfsemi Iðnaðardeildarinnar. Allt hrá- efni í skó er keypt erlendis frá og er það ólíkt því sem áður gerðist, þegar unnið var úr inn- lendu leðri. í hráefniskaupum er skógerðin því háð hækkandi verðlagi á erlendum mörkuðum. Hins vegar er mannekla svo mikil hér heima, að ekki væri hægt að byrja leðursútun að nýju. Þá taldi Harry það enn- Axel Gíslason fremur þrengja hag innlendrar skógerðar, að skókaupmenn væru margir innflytjendur og fengju því bæði heildsölu- og smásöluálagningu. FÓLKSEKLA Skortur á fólki er almennt vandamál verksmiðjanna. Þetta er einkar áberandi á Akureyri og kemur margt til, m. a. hús- næðisvandamál þar í bæ. Fyr- ir 25 árum var ráðgert, að Sam- bandsverksmiðjurnar byggðu sjáifar íbúðarhúsnæði og var út- hlutað lóðum undir það. Þegar nánar var að gætt, þótti eðli- legra að verkamenn byggðu sjálfir og ættu eigið húsnæði. Um 90% af framleiðslu skinnaverksmiðjunnar fer til út- flutnings. Lætur nærri að helm- ingur af framleiðslu Gefjunar og Heklu fari á erlendan mark- að. Mikil áherzla er lögð á kynn- ingu framleiðsluvöru Iðnaðar- deildarinnar erlendis, fyrst og fremst með þátttöku í vörusýn- ingum. Jafnaðarlega tekur deildin þátt í 3-4 slíkum sýning- um á ári. Þá efnir hún til iðn- stefnu hér innanlands annað hvert ár. FV 2 1974 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.