Frjáls verslun - 01.02.1974, Side 80
Fataverksmiöjan Hekla
Árið 1946 keypti Samband
ísl. samvinnufélaga prjónaverk-
smiðju Ásgríms Stefánssonar á
Akureyri og upp úr þeim kaup-
um var Fataverksmiðjan Hekla
stofnuð.
Upphaflega starfaði Hekla í
húsakynnum Kaupfélags Eyfirð-
inga, en fluttist þaðan þegar nýtt
verksmiðjuhús var byggt árið
1962 og hefur verið þar til húsa
síðan.
Starfsemi Heklu í dag má
skipta í þrjá hluta:
í fyrsta lagi er það prjóna-
deildin, sem fyrst og fremst
framleiðir peysur ýmis konar,
og auk þess margar gerðir af
sokkum og leistum. Árið 1973
voru fluttar út 250.000 ullar-
peysur frá Heklu. Meirihluti
framleiðslu prjónadeildar er
unninn úr ullarbandi frá Ullar-
verksmiðjunni Gefjun.
í öðru lagi starfrækir Hekla
vinnufatadeild, þar sem ýmsar
gerðir af vinnufatnaði, úlpum,
sloppum o. fl. eru saumaðar.
Framleiðsluvörur vinnufata-
deildar eru að mestu leyti seld-
ar innanlands, og má nefna sem
dæmi, að á árinu 1972 fram-
leiddi vinnufatadeildin um 90.•
000 pör af buxum á innanlands-
markað.
í þriðja lagi er svo lítil en
vaxandi deild, sem kölluð er
Skinnadeild. Þar eru framleidd-
ar kápur og frakkar úr mokka-
skinnum, sem sútuð eru í
Skinnaverksmiðjunni Iðunni.
Framleiðslan er ekki mikil að
magni, en vörur þessar hafa lík-
að afbragðs vel, og meðal ann-
ars voru fluttar út mokkakáp-
ur fyrir 35-40 millj. kr. á árinu
1973.
Verksmiðjustjóri: Ásgrímur
Stefánsson.
80
FV 2 1974