Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Page 84

Frjáls verslun - 01.02.1974, Page 84
tilkomu nýja húsnæðisins og bætts tækjakosts, að sögn Jóns H. Oddssonar. Framkvæmdastjóri Hús- gagnaverksmiðjunnar Eins h. f. er eins og áður sagði Jón H. Oddsson og stjórnarformaður Guðbrandur Sigurgeirsson. Starfsmenn fyrirtækisins eru 23. Árið 1972 var heildarvelta fyrirtækisins 16 milljónir króna, en ekki hefur 'heildarveltan fyr- ir árið 1973 verið reiknuð út. Símanúmerið hjá Húsgagna- verksmiðjunni Eini h.f, er (96) 11230 og í húsgagnaverzluninni (96) 11536. • • Orkin hans IMóa Árið 1971 var opnuð hús- gagnaverzl'unin Örkin hans Nóa, að Ráðhústorgi 7a, Akur- eyri. Verzlunin er í eigu hjón- anna Jóhanns Ingimarssonar og Guðrúnar Helga.dóttur. Verzlunin hefur á boðstólum fjölbreytt úrval af húsgögnum svo sem sófasettum, borðstofu- húsgögn'um, eldhúshúsgögnum, sófaborðum og mörgum fleiri húsgögnum. Ennfremur selur verzlunin ýmsar gjafavörur, aðallega postulín frá danska fyrirtækinu Hoolmegaard. Örkin hans Nóa er í rúmgóðu húsnæði í miðbæ Akureyrar og er ein stærsta verzlun sinnar tegundar á Norð- urlandi. Að sögn Jóhanns Ingimarsson- ar eiganda verzlunarinnar var sala á húsgögnum og gjafavör- um á síðasta ári mjög góð. Sagði Jóhann, að hann hefði viðskiphi við fjölmarga fram- leiðendur í landinu, en einnig sæi hann um hönnun húsgagna fyrir nokkra þeirra. Örkin hans Nóa flytur inn nokkuð af erlendum húsgögn- um, aðallega frá Norðurlöndum Örkin hans Nóa er ein stærsta verzlun sinnar tegundar á Norðurlandi. og Þýzkalandi. Eru það borð- stofuhúsgögn, sófasett, sófaborð og eldhúshúsgögn úr tré. Vildi Jóhann benda framleið- endum á það, að mikið atriði væri fyrir íslenzka framleiðend- ur að bæta framleiðslu sína eft- ir megni, þar sem tollar á inn- fluttum erlendum húsgögnum hefðu lækkað mikið og framleið- endur mættu því vænta mikill- ar samkeppni. Sífellt eru ný húsgögn að koma á markaðinn, og að sögn Jóhanns leggur Örkin hans Nóa mikla áherzlu á að hafa við- skipti við sem flesta framleið- endur og hafa mikið úrval á boðstólum í verzluninni. Að lokum má geta þess, að síma- númerið hjá Örkinni hans Nóa er (96) 11509. Aðalmarkaðs- svæði húsgagnaverzlunarinnar er Akureyri og nærsveitir. Kaupgarður .... á leiðinni heim I Smiöjuvegi 9 Kópavogi 84 FV 2 1974

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.