Frjáls verslun - 01.07.1974, Blaðsíða 41
Lánasjóðir iðnaðarins:
Eigið ráðstöfunarfé Iðnlánasjóðs um 270 millj.
á þessu ári
I fyrra voru samþykkt lán að upphæð 342.5 millj. til útborgunar
1973 og ’74
„Talsverð aukning varð á
lánsfjármagni til iðnaðarins ár-
ið 1973 og má gera ráð fyrir,
að tekizt hafi að sjá fyrir þörf
iðnaðarins fyrir lánsfé til fjár-
festinga á árinu.“ Svo segir í
yfirlitsgrein um lánsfjármál
iðnaðarins, sem birtist í skýrslu
stjórnar Félags ísl. iðnrekenda.
í henni segir ennfremur: „Öðru
máli gegnir um rekstrarlán til
iðnaðarins, þar eru auknir erfið-
leikar fyrir hendi og kemur
þar helzt tvennt til, mjög auk-
in þörf fyrirtækjanna á rekstr-
arfé, vegna gífurlegra hækkana
á rekstrarkostnaði, þá sérstak-
lega launum og hráefnaverði,
auk óhagstæðari innkaupa á
hráefni. Eins hafa umsvif ríkis-
ins verið mikil á árinu og eftir-
spurn einstaklinga verið mikil
eftir fjármagni. Bindiskylda
Seðlabankans var aukin á ár-
inu og ríkisvaldið stóð fyr-
ir skuldabréfaútboðum. Sam-
keppni ríkisvalds, einstaklinga
og atvinnuveganna eftir fjár-
magni var mikil á árinu, sem
verst kemur niður á iðnaðin-
um, þ. e. hann nvtur ekki, í
mörgu tilliti, sjálfkrafa lána-
fyrirgreiðslu, eins og sjávarút-
vegur og landbúnaður.
Mun minni stuðningur en
ætlað var í upphafi, varð af
því afurðalánakerfi, er komið
var á fyrir tæpum tveimur ár-
um, en það miðar að því að
gera hráefni, vörur í vinnslu
oe fullunnar vörur iðnfyrir-
tækja veðhæfar fyrir rekstrar-
vörum. Þykir sýnt, að það
form. sem við er haft varðandi
lánveitingar, sé óhentugt og því
nauðsvnlegt, að bað verði end-
urskoðað sem fyrst.“
• Veðdeild Iðmiðarbankans
Þá er fjallað um hag Iðnaðar-
bankans á sl. ári og sérstak-
leea Veðdeild hans, sem skal
veita lán til kauna á verkfær-
um og smærri tækjum fvrir
iðoaðarmenn, en lán til slíkrar
fjárfestingar hafa ekki verið
veitt af fjárfestingarlánasjóð-
um iðnaðarins. Hefur bankinn
þrisvar gefið út bankavaxta-
bréf til fjármögnunnar þessara
lána, fyrst 1971. Á þeim 3 ár-
um, er Veðdeildin hefur starf-
að, hefur hún lánað 131 lán
að upphæð 24.8 millj. kr. og
þótt 3 ár séu skammur tími
hefur reynslan staðfest, að mik-
il þörf var fyrir slíka lánastarf-
semi.
• Iðnþróunarsjóður
Samþykkt lán sjóðsins árið
1973 námu kr. 392.2 millj., þar
af voru 50.0 millj. kr. til fyrir-
tækja. Árið 1972 voru 200 millj.
kr. iánaðar til fyrirtækja, þann-
ig að aukningin milli áranna
varð 70%. Árið 1973 skiptist
upphæðin á 43 umsóknir, en
1972 urðu umsóknirnar 34.
Styrkir til sérfræðiathugana
Á árinu voru veittir styrkir
um 9.3 millj. kr. og er það
meira en tvöföldun frá árinu
áður. Styrkirnir voru veittir til
sérfræðilegra athugana á ýms-
um greinum iðnaðarins. Ber þar
mest á húsgagna-, innréttinga-
og bólsturiðnaði, málmiðnaði og
fata-, prjóna- og vefjariðnaði. Er
hér um áframhald á starfi að
ræða, er hafið var fyrir 2-3 ár-
um. Útflutningsmiðstöð iðnað-
arins var veittur 2.0 millj. kr.
styrkur á árinu til markaðsöfl-
unar fvrir uilar- og skinnavör-
ur erlendis.
Formaður stjórnar sjóðsins er
dr. Jóhannes Nordal, seðla-
bankastjóri, og formaður fram-
kvæmdastiórnar er Bragi Hann-
esson, bankastjóri.
Framkvæmdastióri Iðnbróun-
arsióðs er Þorvarður Alfonsson,
hagfræðingur, og starfsmaður
sjnðsins er Snorri Pétursson,
viðskiptafræðingur.
• Iðnlánasióður
Tek.jur Iðnlánasióðs árið
1973 voru samtals 189.5 millj.
kr., en árið áður 124.0 millj.
kr.. eða aukning um 53%.- Út-
gjöld sjóðsins 1973 námu 30.5
millj., en 1972 29.6 millj. kr.,
eða aukning um 3%. Tekjur
veiðarfæradeildar 1973 námu
6.0 millj. kr., en útgjöld 0.5
millj. kr.
Á árinu var árleg fjárveit-
ing ríkissjóðs til Iðnlánasjóðs
hækkuð úr 15 millj. kr. í 50
millj. kr. Sjóðurinn tók 50
millj. kr. lán frá Iðnþróunar-
sjóði á árinu.
Álagt iðnlánasjóðsgjald árið
1973 var 85.8 millj. kr. og skipt-
ist þannig eftir skattumdæm-
um:
Millj.
kr.
Reykjavík............. 50.4
Vesturlandsumdæmi..... 3.5
Vestfjarðaumdæmi ...... 1.4
Norðurl.umdæmi vestra .. 1.6
Norðurl.umdæmi eystra . . 7.8
Austurlandsumdæmi .... 1.7
Suðurlandsumdæmi ........ 2.3
Vestmannaeyjar ......... 1.3
Reykjanesumdæmi ....... 15.3
Útlán Iðnlánasjóðs árið 1973
voru sem hér segir:
MiIIj.
kr.
146 vélalán.............. 146.7
82 byggingalán ......... 91.9
1 veiðarfæralán....... 3.0
229 241.6
Útistandandi útlán Iðnlána-
sjóðs í árslok voru sem hér
segir:
Millj.
kr.
799 byggingalán ......... 435.9
654 vélalán.............. 327.1
39 lausaskuldalán....... 25.2
18 veiðarfæralán........ 20.6
6 hagræðingarlán .... 6.2
1516 815.0
Umsóknir allt árið
Iðnlánasjóður er aðili að Út-
flutningslánasjóði ásamt Lands-
banka íslands og Seðlabankan-
um, en hver aðili greiðir 50.0
millj. kr. stofnframlag. í árs-
lok 1973 hafði Iðnlánasjóður
FV 7 1974
41