Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1974, Blaðsíða 89

Frjáls verslun - 01.07.1974, Blaðsíða 89
með höndum byggingu hluta af nýjum miðbæ í Kópavogi. Mið- bærinn skiptist í tvo hluta, vestur- og austurhluta, og hafa Borgir s.f. umsjón með vestur- hlutanum. í þessum 1. áfanga verða íbúðir, verzlunarhúsnæði og yfirbyggð bílastæði. íbúðirn- ar verða rúmlega 100 og hafa þær flestar verið seldar. Verzl- unarrými verður um 1500 m-, en ekki er þegar ákveðið undir hvað það verður nýtt.8 hæða háhýsi verður byggt og sömu- leiðis 5 önnur mismunandi há fjölbýlishús. Er gert ráð fyrir að fyrsta húsið verði fokhelt í september í haust, en ekki hef- ur verið gerð nákvæm áætlun um, hvenær framkvæmdum lýkur, en búizt er við, að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar á næsta ári. Hjá fyrirtækinu vinna um 30 manns. Gert er ráð fyrir, að alls verði um 200 íbúðir í hinum nýja miðbæ Kópavogs. Breiðholt hf. Lágmúla 9. Breiðholt hf. er nú langt komið með framkvæmdir við 6. og síðasta áfanga íbúðabygg- inga fyrir Framkvæmdanefnd byggingaáætlunar í Breiðholti. í þessum áfanga eru 314 íbúðir og eru steyptar upp jafnaðar- lega 20 íbúðir á mánuði. Áætl- að er, að íbúðirnar verði til- búnar á næsta vori. Þegar lok- ið verður við seinustu íbúðirn- ar hefur Breiðholt hf. alls reist um 1200 íbúðir fyrir Fram- kvæmdanefnd byggingaáætlun- ar. Að sögn Björns Emilssonar, eins af eigendum Breiðholts hf., hefur fyrirtækið með hönd- um framkvæmdir við að gera grunna og kjallara undir verka- mannabústaði, sem fyrirhugað er að reisa í Seljahverfi i Breið- holti II. Eru framkvæmdir nokkuð vel á veg komnar. í Mosfellssveit byggir Breiðhoit hf. 30 einbýlishús, sem gerð eru í sérstökum steypumótum, sem Breiðhclt hf. hefur þróað. Eru þessi hús byggð fyrir Vest- mannaeyinga, sem fengu út- hlutað lóðum þar, meðan á gos- inu stóð. F'ramkvæmdir eru ný- hafnar við byggingu nýs 50 íbúða fjölbýlishúss á 7 hæðum við Krummahóla í Breiðholti. Þessar íbúðir reisir Breiðholt hf. sjálft og selur. Sagði Björn Emilsson, að allar íbúðirnar yrðu seldar tilbúnar, en það er steína Breiðholts hf. að afhenda íbúðir, sem fyrirtækið selur, fullgerðar með innréttingum og málaðar. Með íbúðunum við Krummahóla fylgir bílgeymsla hverri íbúð. í Vestmannaeyjum byggir Breiðholt hf. 84 íbúðir, fyrir byggingaáætlun Vest- mannaeyja, í tveggja og þriggja hæða sambýlishúsum. Eru framkvæmdir þegar hafnar og verða íbúðirnar byggðar upp með sérstakri uppsteypuaðferð, líkt og í Mosfellssveit. Þessar íbúðir verða afhentar fullgerð- ar með innréttingum og málað- ar. Brún hf. Suðurlandsbraut 12. Framkvæmdir við lagningu hitaveitu frá Reykjum í Mos- fellssveit til Reykjavíkur, sem Brún hf. hefur staðið að, eru nú á lokastigi, að sögn Friðriks Friðjónssonar, skrifstofustjóra fyrirtækisins, og verður vatni bráðlega hleypt á. Þá er nýlok- ið við byggingu einnar hæðar ofan á Félagsheimili Kópavogs og hefur sú hæð þegar verið tekin í notkun. Þá er verið að byggja bílastæði á tveimur hæðum í hinum nýja miðbæ Kópavogs og eru framkvæmdir þegar vel á veg komnar. Grunn- flötur bílastæðisins er um 1600 m-. Áætlað er_ að nýta stæðin fyrir útibú Útvegsbanka ís- lands og viðskiptavini hans og viðskiptavini verzlana í mið- bænum á daginn, en fyrir íbúa fjölbýlishúsa í hinum nýja mið- bæ á kvöldin. Brún hf. hefur undanfarið staðið að fram- kvæmdum á vegum Olíumalar hf. í Hafnarfirði við að reisa olíutanka undir olíumöl og as- falt. Tankarnir hafa þegar ver- ið reistir, en þeir eru fjórir að tölu. Aðeins er eftir að ein- angra þá og ganga frá leiðslum. Stærsti tankurinn mun vera FV 7 1974 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.