Frjáls verslun - 01.07.1974, Blaðsíða 73
í heitu pottunum við gistiherbergin í Skjólborg geta ungir sem
aldnir fengið kærkomna hressingu á ferðalaginu.
sumarið en miklu fámennari
á vorin og haustin.
Við hótelreksturinn starfa
nú alls 11 manns, þar af tvær
stúlkur í gistingunni í barna-
skólanum. Allir koma til
starfa í 'hádeginu en færri eru
við vinnu á morgnana og síð-
degis. Sú regla var upp tekin
í hótelstjóratíð Ingólfs Péturs-
sonar, að vinnulaunin voru
ákveðin viss prósenta af veltu,
sem skiptist eftir ákveðnum
hlutföllum milli starfsfólksins,
eftir eðli starfsins og starfs-
aldri. Þessi hlutfallstala er nú
27%. Um áramót er síðan
greiddur bónus af hagnaði,
sem skiptist jafnt milli húss-
ins og starfsmanna.
Á Flúðum gildir sú megin-
regla, að ljúka þarf tilteknu
verkefni á vissum tíma. Eng-
inn ákveðinn frídagur er fyr-
ir starfsfólkið en hins vegar
skapast tækifæri til að bregða
sér frá. Þannig voru tvær
stúlkur í fríi á fullu kaupi
þann daginn, sem FV heim-
sótti Flúðir.
RÁÐSTEFNUHALD
í gistingunni í barnaskólan-
um eru 25 herbergi meði rúm-
um fyrir 56 manns. Það er að-
allega ferðaskrifstofa Zoega,
sem notar þessa aðstöðu fyrir
ferðamannahópa sína yfir sum-
arið en þeir eru annan hvern
dag. Einnig hafa Úrval, Útsýn
og Sunna viðkomu þar.
Tryggvi, hótelstjóri, benti
sérstaklega á ágæta aðstöðu á
Flúðum til ráðstefnuhalds og
sagði, að félagasamtök hefðu í
auknum mæli notfært sér
'hana. í sumar var landsþing
Sjálfsbjargar haldið á Flúðum,
ennfremur var guðspekiskóli
þar og mæðrastyrksnefnd
efndi til hvíldarviku, svo að
nokkur dæmi séu nefnd. Er
vel hægt að taka á móti 50—
60 manns á ráðstefnur en
fundir fara þá fram í vistleg-
um kennslustofum nýja barna-
skólans eða í félagsheimilinu.
Eins og áður sagði, hefur
hótelið á Flúðum ekki stund-
að neina auglýsingamennsku
og er alltaf nóg að gera með
því fyrirkomulagi, sem er á
rekstrinum. í fyrra nam velt-
an í veitingasölu um 7 milljón-
um króna en 700 þús. í gist-
ingunni.
Ekki sagði Tryggvi fullkom-
lega Ijóst, hver framtíð þessa
reksturs á Flúðum yrði. Gild-
ir það líka um hlutafélagið
Skjólborg, sem hefur byggt
nokkur smáhýsi fyrir gistingu
í „mótel“-stíl, gegnt barna-
skólahúsinu. Eru þar átta
rúmgóð herbergi með baði, og
hverju herbergi fylgir utan-
húss ker eða pottur, þar sem
gestir geta slakað á í eins
heitu vatni og hæfir hverjum
einum. Myndi þessi staður ef-
laust verða vinsæll dvalarstað-
ur fjölskyldna jafnt á vetr-
um sem að sumri, ef eigendur
legðu áherzlu á að kynna
hann sem slíkan.
Tryggvi sagði að lokum, að
hver sem framtið ferðamanna-
stöðvar á Flúðum yrði þá
mætti telja víst, að hreppsfé-
lagið, félagsheimili og skóli
hefðu haft af henni drjúgar
tekjur. Alla vega væri skólinn
ávallt sem nýr, því á honum
færi fram viðhald á hverju
vori, áður en hótelið tæki til
starfa.
FV 7 1974
73