Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1974, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.07.1974, Blaðsíða 53
í ágúst, sem úrslitum ræður en um það leyti má alltaf fara að búast við regnveðri og frosti. Á 10—12 dögum er hægt að ná öllu upp og er þá unnið í einni lotu með full- komnustu vélum. Reiknað er með, að uppskeran verði nú 300 pokar á hektara eða alls um 90 þús. pokar. Árangur- inn er þó mjög mismunandi eftir árferðá og fer stundum langt niður fyrir þetta mark. í fyrra var uppskera t.d. ekki nema 40 þús. pokar, að sögn Magnúsar, og hann bætti því við, að í þessari framleiðslu væri engin kauptrygging. And- virði unpskerunnar getur leik- ið á bilinu 40—80 milljónir. Um fyrirkomulag á dreif- ingu og sölu kartaflna í land- inu sagði Magnús, aði 'hann væri andvígur þeirri einokun- arverzlun, sem nú tíðkaðist. Ekki væri þar með sagt, að hann áliti opinn, almennan markað heppilegan, heldur væri eðlilegast, að Sölufélag garðyrkjumanna hefði ekki síður leyfi til að selja kartöfl- ur en Grænmetisverzlun land- búnaðarins. „Öll einokun í þessum efnum felur i sér stöðnun og dauða“, sagði Magnús. STEIKAKKARTÖFLUR Næst var vikið að óskum neytenda um að fá meira úr- val af kartöflum og þá sér- staklega stórar steikarkartöfl- ur. Magnús sagði, að ef upp- fylla ætti þessar óskir með innlendri framleiðslu yrði að rækta kartöflur af afbrigði, sem Framleiðsluráð landbún- aðarins viðurkennir ekki og yrði því að fleygja milli 40— 50% af framleiðslunni, að stærstu kartöflunum sleppt- um. Taldi hann eðlilegast að þessar stóru kartöflur væru fluttar inn og seldar á frjáls- um markaði en nú er það svo, að meðan íslenzkar kartöflur eru á annað borð fáanlegar í landinu geta aðeins hótel og veitingastaðir fengið útlendar steikarkartöflur keyptar. Taldi Magnús, að segja ætti skilið við slíka bannpólitík. VAXANDI KJÖTVINNSLA Árið 1965 keypti Magnús verzlunina í Þykkvabænum af tengdaföður sínum, Friðriki Friðrikssyni. Hann byrjaði verzlunarrekstur í Þykkvabæ árið 1928 og var einn um hann nema hvað Kaupfélag Hallgeirseyjar, undanfari Kaupfélags Rangæinga, rak útibú á staðnum um skeið. Var það almennt kallað „Mygla“. Auk verzlunarinnar á Magnús sláturhús, þar sem slátrað er 8—10 þús. dilkum á ári^ og ennfremur stórgrip- um. í kjötiðjunni, sem tók til starfa s.l. vetur starfa fimm manns og hafa verzlanir í Reykjavík þegar pantað upp alla framleiðsluna í haust. Gerir Magnús ráð fyrir að - kjötvinnslan muni aukast verulega á næsta ári. Viðskiptamenn fyrirtækja Magnúsar eru dreifðir, eink- anlega þó úr sveitum Rangár- vallasýslu. Þeir koma þaðan niður í Þykkvabæinn til að verzla og staðgreiða allt, sem keypt er. Er það mikil breyt- ing frá því fyrir 10 árum eða svo, en fram að þeim tíma var stunduð hrein vöruskiptaverzl- un. Magnús sagði, að verzlun- in gengi með því að eigend- urnir legðu alla vinnu á sjálfa sig. Vill hann afnám allra verðlagsákvæða en eftirlit með verðlagi og jafnframt op- inbera upplýsingamiðlun um, hvað sé lægsta verð vöru og hvar hún fáist við því. Kynbótastöðin að Laugardælum: IHeiri afurðir eftir kynbætur AS Laugardælum í Árnes- sýslu er rekin kynbótastöð á veg,um Búnaðarsambands Suð- urlands. Stöðin þjónar 90% kúabúa á Suðurlandi, og eru það aiis 12300 kýr. Við búið sjálft starfa tveir menn, en á vegum þess eru átta frjótæknar, sem ferðast um tiltekin héruð. Eru þeir oninberir starfsmenn og fá 60% af Iaunum sínum frá ríkinu. Forstöðumaður kynbóta- stöðvarinn.ar er Sigurmundur Guðbjartsson og eru eftirfar- andi upplýsingar fengnar hjá hopum. Sæðingarstöðin var stofnuð 1957, en það var ekki fyrr en 1972, sem .farið var að djúp- frysta sæði þar og var það mik- il framför. Djúpfrystingin gerir kynbætur mögulegar og val- kostir bænda eru fleiri. Áður gátu þeir aðeins valið á milli tveggja til þriggja nauta, en nú á milli fimmtán til tuttugu. Nú á stöðin birgðir til allt að fimm ára, og sæði er notað úr sama nautinu í mörg ár eftir að búið er að fella það. STRANGT VAL Mikillar kostgæfni er gætt þegar naut eru valin að Laugar- dælum og fer það þannig fram, að 8 ung naut eru prófuð á hverju ári og er þá reynt að velja þau undan beztu kúm og nautum. Þúsund sæðisskammt- ar eru notaðir strax frá hverju nauti, og ef kvígur, sem koma undan þeim, reynast vel hvað nyt og skapgerð snertir, fær nautið að lifa í eitt ár, en ann- ars er það fellt og sæðinu fleygt. Yfirleitt standast aðeins tvö af hverjum átta nautum prófið. Tuttugu naut eru að Laugar- dælum hverju sinni, þar af eitt eða tvö holdanaut og geta þeir bændur, sem vilja einungis ala dýr upp til slátrunar, fengið sæði úr þeim. Starfsemi búsins fer þannig fram, að á morgnana er sæðið tekið frá nautunum. Síðan er það blandað og þynnt út í til- teknum vökvum og geymt þann- ig í kæli í fjórar klukkustund- FV 7 1974 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.