Frjáls verslun - 01.07.1974, Blaðsíða 78
Vík ■ Mýrdal:
Hafa nægilegt landrými fyrir 3000
manna byggð
Rætt við sr. Ingimar Ingimarsson, oddvita Hvammshrepps
Á jarðhæðinni í læknisbú-
staðnum í Vík í Mýrdal hefur
Hvammshreppur í V.-Skafta-
fellssýslu skrifstofur sínar. Á
laugardagsmorgni í júlí hitt-
um við sr. Ingimar Inghnars-
son, oddvita, þar á skrifstof-
unni, en hann var að ljúka
nokkrum bráðnauðsynlegum
verkefnum, og ætlaði síðar um
daginn að leggja upp í sumar-
leyfisferð um nýja hringvcg-
inn, sem opnaður var form-
lega. daginn eftir. Það var því
ekki seinna vænna að ná í
þennan forsvara Víkur í Mýr-
dal og heyra hann segja nokk-
uð^ af högum þeirra Vík'urbúa.
í Hvammshreppi bjuggu í
desember sl. 516 manns en þar
af um 390 í Vík. Þorpið byggðr
ist út frá bæjunum Norður- og
Suður-Vík, fyrst og fremst
vegna verzlunarreksturs bænd-
anna á þessum jörðum. Þannig
hefur kauptúnum myndazt
smátt og smátt, en síðustu 15-
20 árin hefur íbúafjöldi nokk-
urn veginn staðið í stað. Tals-
vert hefur hann þó verið á
uppleið að undanförnu.
NÝTT HÓTEL í UNDIR-
BÚNINGI.
Margs konar þjónustustarf-
semi er stunduð í Vík, á veg-
um Kaupfélags-Skaftfellinga
og Verzlunarfélags Vestur-
Skaftfellinga. Þá eru einnig
búsettir sjálfseignarvörubíl-
stjórar, sem vinna við brúar-
gerð og vegaframkvæmdir, eða
annað, sem til fellur.
Kaupfélagið rekur bifreiða-
verkstæði og trésmiðjur, en
einnig ferðamannaþjónustu. Er
það nú að byggja nýja ferða-
mannaverzlun. Hótel hefur
kaupfélagið einnig annazt
rekstur á, en það er gamalt
orðið og áform uppi um að
byggja nýjan gististað. Liggja
teikningar þegar fyrir og er
þar gert ráð fyrir 40 gistiher-
bergjum. Sr. Ingimar sagði, að
strax hefði orðið vart veru-
legrar aukningar í umferð um
Vik í Mýrdai með tilkomu
hringvegarins, og myndi að-
staða fyrir ferðamenn í þorp-
inu bætt verulega m. a. með
skipulagningu tjaldstæðis,
snyrtiaðstöðu og öðrum nauð-
synjum.
Allverulegar breytingar hafa
orðið á rekstri verzlunarfélags-
ins. Það er hlutafélagið Stapi,
sem leigir verzlunaraðstöðuna.
Þá hafa aðrir aðilar tekið við
rekstri bifreiðaverkstæðis fé-
lagsins og Bíla- og búvélasöl-
unnar að hálfu. Matkaup í
Reykjavík hefur keypt slátur-
húsið í Vík. Einstaklingar
hafa líka keypt bílakost verzl-
unarfélagsins, en vöruflutning-
ar, sem haldið var uppi með
Séð af Reynisfjalli til Víkur í
Mýrdal.
Sr. Ingimar Ingimarsson í Vík í Mýrdal. Jarðirnar Norður-Vík
og Suður-Vík í baksýn.
78
FV 7 1974