Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1974, Blaðsíða 92

Frjáls verslun - 01.07.1974, Blaðsíða 92
Múrverk erfiðasta iðngreinin — rætt við Þór Þórðarsson formann iVlúrarameistarafélagsins „Ástand í atvinnumálum múrara er mjög gott um þess- ar mundir, og úhætt er að segja að skortur sé á múrur- um, og ekki er annað að sjá, en að nóg verði að gera fram eftir vetri,“ sagði Þórður Þórð- arson, formaður, Múrarameist- arafélags fslands í viðtali við F. V. „Ástandið er búið að vera mjög gott sl. tvö til þrjú ár, en ég heyri að menn eru farn- ir að óttast peningaleysi, sem gæti orsakað atvinnuleysi seinna í vetur og næsta sumar. Fólk hefur ekki nægilega hátt kaup til að mæta dýrtíðiinni og nokkuð er farið að bera á því að framkvæmdir stöðvist, og er það öruggt merki um pen- ingaleysi.“ „Telur þú að uppmælingar séu rétt vinnuaðferð hjá múr- urum?“ „Uppmælingar hafa tíðkast hjá múrurum allt frá upphafi og þeir hafa lengst allra stétta unnið samkvæmt þeim. Að mínu áliti er það tvímælalaust rétt vinnuaðferð, því eðlileg- ast er að verðlag miðist við af- köst.“ ,,Þú lærðir múrverk í kring- um 1940. Hafa orðið einhver framför síðan, á því sviði, sem létta vinnuna?" „Það eina, sem komið hefur fram er sprautan, sem notuð er við pússningu og léttir það talsvert vinnuna, og veitir ekki af, þar sem múrverk er geysilega erfið iðngrein og að mínu áliti sú erfiðasta.“ „Eru múrara almennt á- nægðir með kjör sín?“ „Já, ég held þeir séu nokk- uð ánægðir, en ég hef alltaf haldið því fram, að múrarar eigi að fá hærri laun, en aðrir iðnaðarmenn, því þeir eru yf- irleitt útslitnir um fimmtugt, og verða að hætta vinnu fyrr en aðrir iðnaðarmenn, og þá er ekkert sem tekur við eins og t. d. hjá trésmiðum, þar sem þeir geta yfirleitt farið inn á trésmíðaverkstæði og unnið föndurvinnu." ,Eru íslendingar kröfuharðir um að múrverk sé vel gert?“ „Já, þeir eru það, og ég hef tekið eftir því að erlendis t. d. á hinum Norðurlöndunum, rétta múrara ekki veggi af eins og hér er gert, og eru þar af leiðandi dældir og ó- jöfnur í pússningunni." „Hvað eru margir múrarar í Reykjavík?“ „í Reykjavík eru 50-60 múr- arameistarar og hátt á þriðja hundrað múrarar. Þessi tala helzt yfirleitt nokkuð jöfn, þó oft hafi verið erfitt að fá menn til að læra múrverk, þegar nóg hefur verið að gera í léttari iðngreinum. Það er mikil samstaða á meðal múr- ara og þeir eiga sumarbústaða- land að Öndverðarnesi í Grímsnesi. Þar er nú verið að reisa sundlaug og auk þess er þar golfvöllur. Sveinar, múrarar og meist- arar standa mjög vel saman í menningarmálum og Múrara- meistarafélagið er eina meist- arafélagið þar sem meðlimir eiga sameign,“ sagði Þórður að lokum. Hin heimsþekktu STRAN-STEEL stálgrinda- hús af öllum stærðum. 92 FV 7 1974
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.