Frjáls verslun - 01.07.1974, Blaðsíða 49
sókna eru notuð til að finna,
hverjar þarfirnar eru fyrir
hvern einstakan markað. Vör-
unni er síðan breytt í samræmi
við þessar þarfir.
Segja má, að vöruaðlögun sé
lykill að aukinni sölu. Það, að
sníða vöruna að þörfum við-
skiptavinanna hlýtur að auka
ánægju þeirra og gefa vörunni
meira notagildi í þeirra augum.
Ekki er að því að spyrja, sá,
sem er ánægður með kaupin,
kemur aftur og kaupir meira!
• Umboðsmenn
Samskipti útflytjanda og
kaupenda (umboðsmanna) kall-
ast næsti þáttur. Ekki er nóg
að hafa góða vöru, hún selst
ekki af sjálfu sér. Því verður
íslenzki útflytjandinn að finna
einhvern, sem vill annast sölu
á vörum hans á hinum erienda
markaði. Þessir aðilar eru kall-
aðir umboðsmenn og geta ver-
ið heildsalar eða smásalar eða
jafnvel hvorttveggja í senn.
Góð og greiðug viðskipti byggj-
ast á samvinnu beggja aðila,
umboðsmanns og útflytjanda.
Stundum hefur á vantað, að
þessi samvinna hafi verið eins
og best væri á kosið. Báðum
aðilum má þar um kenna, en
ég ætla að benda á nokkur at-
riði, sem varða útflytjandann,
hér á eftir.
Það hefur stundum verið
sagt, að íslenzkir verzlunar-
menn væru fremur pennalatir.
Persónulega hef ég orðið vitni
að dæmalausri pennaleti. Það
tók eina af æðstu menningar-
stofnunum íslands 11 mánuði
að svara einu bréfi. Geri aðrir
betur, en eftir svari hafði ver-
ið rekið bæði með símskeytum
og bréfum og seinast persónu-
lega. Auðvitað kom svarið 11
mánuðum of seint! Kannski má
segja, betra seint en aldrei, því
að ég hef hitt verzlunarmenn,
er skiptu við fsland, sem aldrei
feneu svör við bréfum. Slíkt
virðingarlevsi er algjörlega ó-
þolandi. Eiei viðskintin að
ganga snm'ðulaust, verður gaen-
kvæm virðing að ríkia milli
útflvtjanda og umboðsmanns.
Báðir verða að virða kröfur
hvors annars. Til að leegja
áherslu á mikilvæei þessa þátt-
ar, nefni ég hér eitt atvik. sem
er mér ofarleea í huga. Þetta
atvik gefur góða huemvnd um,
hvernig - samband útflvtianda
og umboðsmanns á ekki að
I
vera.
Við nám
b ðniarkfKðsstarfsemi
Ágúst Ágústsson fæddist
árið 1946 á Þingeyri í Dýra-
firði. Hann stundaði þar al-
menn störf á sjó og landi og
var verzlunarmaður hjá Kaup-
félagi Dýrfirðinga ‘um tveggja
ára skeið. Þá hélt hann til
Englands og kynnti sér verzl-
unarstörf í hálft ár. Fór hann
síðan í Samvinnuskólann og
réðist þaðan til skrifstofu
Sambandsins í Hamborg um
tveggja ára skeið. Vorið 1973
lauk hann prófi í viðskipta-
fræði frá Red River Commun-
ity College í Winnipeg. Vorið
1975 lýkur hann Bachelors-
prófi með sérhæfingu x mark-
aðsstarfsemi frá University of
Manitoha.
Ágúst Ágústsson
Eitt sinn á vörusýningu í
Þýskalandi spurði maður einn
mig mikið um ákveðið íslenzkt
fyrirtæki. Maður þessi tjáði
mér, að hann væri umboðsmað-
ur téðs fyrirtækis. Honum hafði
gengið vel að selja vörur þess
og þær almennt líkað vel.
„Vandamálið er,“ sagði þessi
áeæti maður, „sambandið við
hið íslenzka fvrirtæki!Ef til vill
væri betra að segja sambands-
leysið!“ Maðurinn rakti mér
svo raunasöguna. Mörg voru
þau bi’éfin. sem hann hafði
skrifað, bæði á ensku og þýsku,
en engin svör létu á sér kræla.
Pantanir voru annað hvort ekki
afgreiddar, komu of seint eða
eitthvað var öfuet miðað við
upnrunalegu pöntunina. Um-
boðslaun hafði hann afskrifað
með öllu.
Við skulum vona, að slík
mistök sem bessi endurtaki sig
ekki. Ef slíkt kemur oft fyrir
er hætt við, að ekki einungis
fyrirtækið, sem á í hlut í það
skiptið, verði fyrir álitshnekki,
heldur íslenzkur útflutnings-
iðnaður í heild.
Útflutningur á fullunnum
vörum frá íslandi mun aukast
með hverju ári, sem líður. Til
þess að vera samkeppnisfærir,
verða útflytjendur að hafa að-
gang að öllum þeim gögnum,
sem fáanleg eru, á hverjum
tíma, um útflutningsmál. Bæk-
ur og tímarit eru gefin út í
hundraðatali, varðandi „ex-
port“, út um allan heim. Ekki
er seinna vænna að fara að
fylgjast vel með þessum út-
gáfum, og næg verkefni bíða
þýðenda á þessum vettvangi.
Von mín er, að íslenzkur út-
flutningsiðnaður megi þróast og
eflast á ókomnum tímum. Eng-
um íslendingi eru þessi mál
óviðkomandi. bví að viðskipta-
legt sjálfstæði tryggir velmeg-
un og framfarir á öðrum svið-
um.
FV 7 1974
49