Frjáls verslun - 01.07.1974, Blaðsíða 81
Fyririaeki, framleiðsla
Steinprýði hf:
Vatnsþétt byggingarefni til
miirhúðunar
— hafa í för með sér lækkun byggingakostnaðar
Steinprýði hf., Borgartúni
29, Reykjavík, fyrirtæki í eigu
þeirra Elíasar Guðmundssonar
og Einars Stefáns Einarssonar
múrarameistara, var stofnað
10. júní 1972 með það fyrir
augum að flytja inn bygg-
ingaefni frá bandaríska fyrir-
tækinu Standard Dry Wall
Products, sem hefur frá því
árið 1912 framleitt ýmis bygg-
ingaefni m.a. vatns- og raka-
þétt efni, sem einnig hafa haft
í för með sér Iækkun bygg-
ingarkostnaðar.
Standard Dry Wall fram-
leiðir undir vörumerkinu
Thoro og er fyrirtækið braut-
ryðjandi í framleiðslu efna
eins og Thoroseal, Thorite og
Waterplug, en það eru vatns-
þétt bygginga- og viðgerða-
efni, notuð til að vatnsþétta
húsgrunna, sundlaugar, vatns-
tanka og margt fleira. F.V.
hitti nýlega að máli Elías
Guðmundsson, annan eiganda
Steinprýði hf. og fékk upplýs-
ingar hjá honum um þessi
byggingaefni, sem eru lítt
þekkt hér á landi.
Talsverðum erfiðleikum var
bundið upphaflega að fá
menn í byggingaiðnaðinum
eins og arkitekta og verkfræð-
inga til að viðurkenna þessi
nýju byggingaefni, sem þeir
álitu aðeins vera enn ein undra-
efnin, sem lítið væri byggj-
andi á.
Hóf því Rannsóknarstofnun
byggingariðnaðarins haustið
1973 rannsókn á þéttingu mát-
steins með þéttiefnunum
Thoroseal og Quickseal, en
þessi efni flytur Steinprýði
hf. inn. Vegghlutum þessum
var komið fyrir í slagregn-
skáp stofnunarinnar, og inn í
skápinn var settur blásari og
regnúðunartæki. Blásarinn
blæs gegnum 16 útblástursop
vatnsdropum á vegginn. Út-
blástursstútum og vatnskrönum
er ekið upp og niður fyrir
framan vegginn. Síðan er
blæstrinum breytt í hviður.
Blástursihviður voru 8 á hverri
mínútu. Fyrst var prófuð ein
veggeining án alls þéttiefnis.
Lak vatn í gegnum vegginn
eftir 5-10 mín. við lægsta þrýst-
ing. Síðan var borin ein yfirferð
af Thoroseal á blautan vegg-
inn. Við prófun í skápnum
kom enginn leki í ljós, enda
þótt hámarksyfirþrýstingur
væri 100 kg/m2. Fleiri próf-
anir voru gerðar á veggeining-
um og fóru þær allar í há-
marksþrýsting, eða 140kg/m2.
Að loknum þessum rann-
sóknum var vegghlutum þess-
um komið fyrir úti um hálfs
árs skeið og kom enginn leki
í ljós á þeim tíma.
Thoroseal er vatnsþétt múr-
húðunarefni, eins og áður seg-
ir og er til í 8 litum og auk
þess hvítu og ólituðu. Aðal-
uppistaðan er steinefni. Aðal-
eiginleikar efnisins eru, að
það hleypir í gegnum sig lofti,
en er þó vatnsþétt um leið.
Einnig er það örugg vörn gegn
frostskemmdum, molnun og
veðrun. í stað þess að múr-
húða húsið að utan eða innan
er þetta þéttiefni borið á, en
það er notað þannig, að efnið
er borið á með grófum bursta,
sprautað á eða múrhúðað á
hinn hefðbundna hátt. 50
punda poki af Thoroseal kost-
ar 2.340 krónur, en það dugir
tvær yfirferðir á 16 m2 flöt.
Thoroset Metallic og non
Metallic eru gólfherzluefni
sem Steinprýði hf. flytur einn-
ig inn. Annað efnið inniheldur
stálagnir en hitt er með mar-
mara eða kvarsögnum. Efnið,
sem er duft er notað þannig,
að því er stráð ofan á steyp-
una og pússað saman við efsta
lag gólfsins. Samkvæmt rann-
sóknum á efninu, sem gerðar
voru reyndust þessi efni fjór-
falda slitþol gólfsins og auka
höggstyrk um 50%. Efnin eru
því sérstaklega góð, þar sem
álag á gólfflöt er mikið eins
og t.d. í stórum vinnusölum,
þar sem þungar vinnuvélar
fara um gólf, í frystihúsum,
verksmiðjum og verzlunarhús-
um.
P & W er einnig gólfherzlu-
efni, en það eru kemisk efni,
sem bleytt eru upp í vatni og
borin á steinsteypt gólf, sem
þegar eru orðin þurr. Þessi
kemisku efni síga síðan niður
FV 7 1974
81