Frjáls verslun - 01.07.1974, Blaðsíða 82
1 efsta lag gólfsins, bleyta það
upp og herða.
Waterplug og Thorite eru
einnig frá bandaríska fyrir-
tækinu Standard Dry Wall og
eru viðgerðaefni fyrir m.a.
steypugalla og steypuhreiður.
Efnin rýrna ekki. Thorite hef-
ur þann eiginleika að þorna á
20 mínútum, en Waterplug
þornar á 3 mínútum og getur
auk þess stoppað rennandi
vatn.
í lok samtalsins sagði Elías,
að menn væru þegar farnir að
taka við sér varðandi þessi
nýju byggingaefni, en aðal-
lega væru það verkfræðingar
verktakar og húsbyggjendur,
sem opnir væru fyrir nýjum
möguleikum og vildu ekki ein-
skorða sig við hið hefðbundna.
Glerborg:
Framleiða allt að 400 fermetra
af gleri á dag
—*> rætt við Bjarna Kristinsson forstjóra
Glerborg h/f í Hafnarfirði er
tveggja ára gamalt fyrirtæki.
Eigendur Glerborgar eru fjórir,
og Bjarni Kristinsson, sem er
aðal hlutaeigandinn, er for-
stjórL Starfsemi fyrirtækisins
byrjaði í 240 fermetra húsnæði,
en í júlí s.l. var lokið við að
reisa nýtt hús, 1000 fermetra að
D.alshrauni 5, Hafnarfirði, og er
verksmiðjan nú starfrækt í
þessu nýja húsnæði, og vinna
þar 20 manns.
í viðtali við F.V. sagði Bjarni,
að með tilkomu nýja húsnæðis-
ins væru auknir möguleikar,
bæði hvað snertir afkastagetu
og vöndun framleiðslunnar,
jafnframt því að taka í notkun
nýjungar, sem hafa komið fram
á s.l. árum viðkomandi gler-
framleiðslu. Þar má fyrst
nefna tilkomu flotglersaðferð-
ar, sem nú er almennt notuð
við framleiðslu á rúðugleri, og
gefur hún möguleika á aukinni
nýtingu glersins, þar sem hægt
er að fá það afgreitt í mun
stærri skífum, og að auki mikið
betri framleiðslu. Til að nýta
þessa möguleika hefur verk-
smiðjan komið sér upp búnaði
til að taka á móti þessum stóru
skífum og vinna frekar úr þeim.
Má þar nefna lyftu, sem hefur
véldregnar sogskálar, sem not-
aðar eru til að lyfta skífunum
yfir á glerskurðarborðið.
Með þessum aðferðum er
hægt að meðhöndla skífur, sem
eru allt að 3,30x6,10 m að
stærð. Að auki hefur verksmiðj-
an tekið í notkun fullkomna
límblöndunarvél, er gefur
möguleika á auknum hraða,
betri og vandaðri afköstum, en
hún er notuð til að líma saman
tvöfalt gler. Með þessari nýju
tækni getur afkastageta verk-
smiðjunnar verið allt að 430
fermetrar á dag af tilbúnu
gleri, þar sem framleiðslan var
áður 150 fermetrar með sama
starfsmannafjölda, >g jafn-
framt er verksmiðjan með til-
komu þessa tækjabúnaðar ein
af fullkomnustu glervcrksmiðj-
um á Norðurlöndum. Tilgangur-
inn með vélakaupunum var
fyrst og fremst sá, að geta stað-
ist harðnandi samkeppni er-
Bjarni Kristinsson í verksmiðju Glerborgar h/f.
82
FV 7 1974