Frjáls verslun - 01.07.1974, Blaðsíða 59
Garðyrkja
Vantar grænmetismarkað, þegar
framleiðsla er í hámarki
— segir Einar í Garði ■ Hrunamannahreppi
Á Flúðum í Hrunamanna-
hreppi eru skilyrði til garð-
yrkju hin ákjósanlegustu enda
jarðhiti næg’ur þar á staðnum
og í næsta nágrenni. Niðri við
Litlu-Laxá eru stórar spildur
undir matjurtagörðuan, sem
garðyrkjubændur í nágrenn-
inu rækta, svo og gróðurhús-
in, sem þeir hafa byggt fyrir
viðkvæmari tegundimar.
Einn garðyrkjubændanna í
nágrenni Flúða er Einar Hall-
grímsson í Garði. Hann kynnt-
ist garðræktinni í Hvammi í
Hrunamannáhreppi en byggði
sjálfur í Garði á árunum
1944—45. Hafði hann stundað
nám á garðyrkjuskólanum í
Hveragerði og unnið síðan að
ræktun í Hvammi. Þá var
starfandi þar eystra hlutafé-
lag, sem hét Gróður hf. og um
líkt leyti og Einar hóf sjálf-
stæðan búskap voru stofnað-
ar þrjár nýjar gróðrarstöðvar.
Nú starfa á þessu svæði 8
gróðrarstöðvar og þar er
mest.a grænmetisræktunarland
á íslandi auk 8000 fermetra
undir gleri. Eru það kál og
gulrætur sem vega mest af
einstökum grænmetistegund-
um.
UPPHITAÐUR JARÐVEGUR
Hjá Flúðum eru nú tvær
borholur, sem gefa um 20
sekúndulítra af nærri 100
stiga heitu vatni. Hjá Einari
í Garði er ræktunin á hálfum
þriðja hektara og jarðvegur-
inn næst stöðinni hitaður upp
með ræsum, en annað er á
köldu landi. Segja má að Ein-
ar hafi sérhæft sig í blómkáls-
rækt, sem er mun vandasam-
ari en t.d. ræktun hvítkáls, og
eru um 40 þús. blómkálsplönt-
ur í görðium hjá honum í sum-
ar. Einar segir nauðsynlegt að
hafa ræktunina blandaða, því
að alltaf geti orðið sveiflur í
framleiðslu á einstökum teg-
undum, m.a. vegna þess, að
garðyrkjubændur hafa tak-
markaða vitneskju um, hvað
starfsbræður þeirra ætla að
rækta og því getur orðið of-
framleiðsla á einni tegund
meðan skortur er á annarri.
Auk tómata og agúrka og
blómkálsins, sem áður var
nefnt, ræktar Einar hvítkál og
rauðkál og gerir tilraunir með
nýjar tegundir eins og púrru,
sellerí og rósakál.
ANNIR ALLT ÁRIÐ
Garðyrkjubóndinn hefur
nóg að sýsla allan ársins
hring. Uppskerutímanum lýk-
ur ekki fyrr en í nóvember og
gróðurhúsin þurfa að vera til-
búin á nýjan leik um áramót.
Á dauða tímanum er moldin
soðin og húsin sótthreinsuð til
að koma í veg fyrir sýkingu
jurtanna. Snemma í janúar er
svo sáð fyrir tómötum og
agúrkum og plönturnar aldar
upp við rafmagnsljós. Um
mánaðamót febrúar-marz er
dreifplantað í húsin og í
sæmilegu ári má búast við að
fyrstu gúrkurnar séu þroskað-
ar upp úr miðjum marz en
tómatar um mánaðamótin
apríl-maí. Þá er útivinnan líka
Einar Hallgrímsson í Garði sýn-
ir okkur einn blómkálshausinn.
Garður í Hrunamannalireppi þar sem Einar Hallgrímsson hefur
stundað garðyrkju í 20 ár.
FV 7 1974
59