Frjáls verslun - 01.07.1974, Blaðsíða 68
Vestmannaeyjar
Húsnæðisleysið háir okkur mest
Rætt við Magnús Magnússon, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum
íbúum Vestmannaeyja fjölg-
ar stö&ugt og uppbygging bæj;
arins er á hraðri uppleið. í
viðtali sem blm. F.V. átti við
Magnús Magnússon, bæjar-
stjóra, kemur fram, að íbúa-
talan er nú orðin 3500—3600
manns, og alltaf koma búslóð-
ir með hverri skipaferð.
— Það sem háir uppbygg-
ingunni mest er húsnæðisleysi,
sagði Magnús. — Það eru
margir, sem vilja koma aftur,
en geta það ekki vegna hús-
næðisskorts. Okkur var úthlut-
að 60 bráðabirgðaíbúðum, og
eru 30 tilbúnar nú þegar, en
samt sem áður eru hátt á 200
fjölskyldur, sem bíða eftir
húsnæði.
Það er búið að panta hús
frá Danmörku, og í hverju
þeirra eru tvær litlar íbúðir,
og má á auðveldan hátt breyta
þeim í meðalstór einbýlishús.
Innflutningur þeirra hefst í
október og þau síðustu koma
til landsins í janúar. Það er
bærinn, sem flytur húsin inn,
og við fáum styrk úr Viðlaga-
sjóði og lán úr Seðlabankan-
um til kaupanna, og reiknum
með að fá frestun á greiðslu
aðf lutningsg j aldsins.
NÝIR ÍBÚAR
— Hefur flutzt hingað fólk,
sem ekki bjó hér, áður en gos-
ið hófst?
— Já. Hingað er komið
margt fólk. sem ekki bjó hér
áður. Vestmannaeviar hafa
verið mikið í sviðsljósinu og
það hefur ýtt undir fólk að
flytjast 'hingað Einnig búa
margir iðnaðarmenn hér núna,
sem unnu sem sjálfboðaliðar á
meðan á gosinu stóð, og vilja
taka þátt í uppbyggingunni.
Það er augljóst mál, að um
leið og hægt verður að útvega
nægilega margar íbúðir, verð-
ur íbúatalan orðin jafn há og
fyrir gos.
Magnús Magnússon,
bæjarstjóri.
— Á hvaða þátt er mest
áherzla lögð á í uppbygging-
unni?
— Við leggjum fyrst og
fremst áherzlu á fjölgun íbúð-
arhúsa. Fyrir gos skipulagði
bærinn svæði til bygginga 6—
700 íbúða og er nú verið að
undirbúa smíði 3—400 þeirra,
á þremur til fjórum næstu ár-
um. 84 íbúðir verða smíðaðar
í fyrsta áfanga og verða þær
fyrstu tilbúnar um næstu ára-
mót. 36 íbúðir verða síðan
á næsta ári. Á sama tíma er
áætlað að einstaklingar og fé-
lög byggi 150 íbúðir, og þá
verðum við búnir að bæta
upp það sem tapaðist í gos-
inu, meira að segja rúmlega
það.
SUNDLAUG OG ÍÞRÓTTA-
HÚS Á NÆSTA ÁRI
— Hafa stofnanir tekið til
starfa á ný?
— Sjúkrahúsið verður til-
búið um miðjan september og
dvalarheimili aldraðra verður
tilbúið 7. september. Barna-
heimilið og leikskólinn hafa
verið tekin í notkun, en allar
þessar byggingar voru reistar
fyrir gjafafé sem Rauða kross-
inum og Hjálparstofnun kirkj-
unnar bárust. Reiknað er með
að sundlaug og íþróttahús taki
til starfa á næsta ári. Húsin
verða flutt inn, en bygging
þeirra er boðin út, og verða
teknar endanlegar ákvarðanir
um verktaka í byrjun septem-
ber.
Um skólamál er það að
segja, að s.l. vetur störfuðu
aðeins gagnfræðaskólinn, iðn-
skólinn og tónskólinn, en við
vonumst til að stýrimanna-
skólinn og vélskólinn verði
einnig starfræktir í vetur. Áð-
ur en gosið hófst, var mikið
talað um að stofnsetja fiskiðn-
skóla og ég geri ráð fyrir,_að
starfsemi hans hefjist fljót-
lega. Flestar verzlanir, smiðj-
ur og fyrirtæki eru einnig
komin í gang.
MIKIL AFKASTAGETA
FRYSTIHÚSA
— Hvernig er ástandið í út-
gerðarmálum?
(58
FV 7 1974