Frjáls verslun - 01.07.1974, Blaðsíða 72
Hótelið á Flúðum:
Vinnulaun 27% af veltu og bónus
um áramót
Einn fjölsóttasti sumarveitingastaður á landinu
Svo að Iítið beri á, hafa
Flúðir í Hrunamannahreppi
orðið einn fjölsóttasti ferða-
mannastaður sunnanlands hin
seinustu ár. Ekki fara ferða-
langarnir þangað fyrst og
fremst til þess að skoða nátt-
úruundur heldur til að fá eitt-
hvað í gogginn og það ekki að
nauðsynjalausu, því að sjald-
an hafa menn jafngóða lyst
og á ferðalögum. Þá er einnig
rekin gisting á Flúðum, sem
ferðaskrifstofurnar hafa notað
fyrir farþega sína.
Þessi sumarstarfræksla veit-
ingastaðar og gistihúss á Flúð-
um er aldrei auglýst, þannig
að fáir innlendir vita af henni.
Það er Tryggvi Guðmunds-
son, nýútskrifaður úr Sam-
vinnuskólanum, sem annast
rekstur hótelsins á Flúðum.
Hann ihefur starfað að veit-
ingamálum staðarins í 5 sum-
ur ásamt Ingólfi Péturssyni,
sem var 'hótelstjóri á Flúðum
i allmörg sumur, en nú hefur
Tryggvi sem sé tekið við.
Hann tjáði F.V. að árið 1968
hefði verið byrjað að taka á
móti áningarfarþegum Loft-
leiða í mat á Flúðum, er þeir
fóru í skoðunarferðir um Suð-
urlandsundirlendið. Á móti
þessum hópum er tekið í fé-
lagsheimilisbyggingunni og ef
þörf krefur, í nýja barnaskól-
anum einnig, en þar er gisti-
aðstað,an líka. Hótelið á Flúð-
um hefur yfirleitt verið opið
1. júni til 30. september fyrir
áningarfarþega en í fyrra var
haft opið frá 1. mai til 1. nóv-
ember og mun svo einnig
verða í ár.
320 MANNS í
HÁDEGISMAT
Daginn áður en við vorum
á Flúðum, höfðu matazt þar
í hádeginu alls 320 manns í
báðum veitingasölunum. Þar
af voru um 100 farþegar á
vegum Kynnisferða í Reykja-
vík, þar á meðal áningarfar-
þegar Loftleiða en aðrir voru
farþegar af skemmtiferða-
skipi. Sagði Tryggvi það mik-
inn kost, að vitað væri fyrir-
fram, hve margir yrðu í mat,
en Kynnisferðir tilkynna það
þegar hópurin er farinn að
morgni frá Reykjavík. Eru
það yfirleitt um 80—100
manna hópar daglega yfir há-
Tryggvi Guðmundsson, hótelstjóri á Flúðum, fyrir framan smáhýsin í Skjólborg. í baksýn er barna-
skólinn, þar sem rekið er smnargistihús.
72
FV 7 1974