Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1974, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.07.1974, Blaðsíða 67
kíló. Bananakassi vigtar 15 kíló, svo þarna sézt hvernig samræmið er, og eru þó þess- ir taxtar báðir ákveðnir af sömu aðilum. Einnig er símakostnaður töluverður liður, og símaþjón- usta er með afbrigðum léleg og svíður okkur líka að þurfa að greiða helmingi hærra að- stöðugjald, en í Reykjavík. Verzlanir úti á landi verða að liggja með mun stærri lager, heldur en verzlanir í Reykjavík, og það er síður en svo hagstætt, þegar stjórnvöld skipa verzlunum að selja lag- erinn undir endurkaupsverði kannski einu sinni til tvisvar á ári, vegan einhverra ráðstaf- sem þau eru að gera. LÁNSVERZLUN BINDUR MIKIÐ FJÁRMAGN — Er lánsverzlun enn við líði úti á landi? — Já, Hjá okkur er láns- verzlun mjög mikil, bæði vegna gamallar hefðar, sem erfitt er að breyta, auk þess sem ekki er hægt að koma öðru við, þegar vörur eru sendar með flutningabílum út um sveitir. Lánsverzlunin og lagerinn binda mikið fjármagn, og hef- ur oft þær afleiðingar, að við neyðumst til að stunda láns- verzlun við innflytjendur og framleiðendur. Nú reikna þessir aðilar orðið fulla vexti á alla reikninga, og þeir hafa einnig stytt lánstímann, svo að jaðrar við staðgreiðslu hjá mörgum. Sjálfsagt veitir þeim ekkert af þessum peningum, en að mínu áliti er þetta eng- in lausn á vandamáli þeirra, að velta því yfir á okkur; allra sízt á utanbæjarkaup- menn, þar sem það hlýtur að vera þeim keppikefli, að koma sínum vörumerkjum sem víðast um landið. Auk þess sem okkar viðskipti hafa umtalsverð áhrif á veltu þeirra enn sem komið er. Ég tel að þarna, sé verðugt verk- efni fyrir samtök kaupmanna, að kynna sér þessi mál, og reyna að finna einhverja lausn á þessu vandamáli, því hér er ekki um einkamál að ræða, heldur stéttarinnar í heild. Með sama áframhaldi virð- ist stefnt að því, að aðeins ein kaupfélagsverzlun verði á hverjum verzlunarstað úti á landsbyggðinni, og þá verður ekki lengur um frjálsa verzl- un að ræða. SÉRSTAÐA KAUPFÉLAGANNA — Eru þessi vandamál ekki fyrir hendi hjá kaupfélögum? — Með þau gegnir öðru máli, þar sem þau reka mjólk- urbú, sláturhús og apótek ásamt ýmsum verkstæðis- rekstri og mörg þeirra hafa stórar innlánsdeildir. Öll þessi atriði styðja við bakið á verzl- un þeirra og skapar þeim margvíslega sérstöðu, svo ekki er hægt að bera þetta saman, enda kemur í ljós að þau fáu kaupfélög, sem ekki hafa þessa aðstöðu berjast í bökk- um. Mörg vandamál eru fyrir hendi, sem kaupmenn ættu að kynna sér vel og reyna að finna lausn á, sagði Sigurður að lokum. CLqRK EQUIPMENT mest seldu lyftarar í heimi Talið við Poul Jansen hjá Elding Trading Company (Hafnarhvoli, sími: 15820) um Clark af öllum stærðum og gerðum strax í fyrramálið. FV 7 1974 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.