Frjáls verslun - 01.07.1974, Blaðsíða 51
flM AFL ÞEIRRA HLUTA SEM GERA SKAL
FJÁRHAGSBÓKHALD
VÍXLABÓK
ÞER BÆTIÐ VIÐ
þœr íœrslur í fjárhagsbókhaldinu, sem
einnig eiga að fœrast í víxlabók, núm-
er skjalsins (víxilsins, skuldabréfsins)
svo og gjalddaga.
OG FÁIÐ FRÁ OKKUR
VtXLABÖK 1 röð á
— gjalddaga
og/eða
— víxilnúmer
og/eða
— skuldara (stafrófsröð eða í röð á
nafnnúmer).
Þér getið fengið ofangreinda sundur-
liðun á hvaða reikningsnúmer fjárhags-
bókhaldsins sem er, svo framarlega sem
hver fœrsla á viðkomandi reiknings-
númer fœr sitt einkennisnúmer.
KOSTNAÐAR-
BÓKHALD
FULLKOMIN REKSTRARSTJÓRN
krefst í mörgum tilfellum nákvœms
kostnaðarbókhalds, þar sem sérhver
útgjöld eru heimfœrð á ákveðinn
kostnaðarstað. Sérstakur dálkur er á
bókunarbeiðninni til að skrá viðkom-
andi kostnaðarstað, svo viðbótarvinna
bókhaldarans verður sáralítil.
OKKAR FRAMLAG VERÐUR . . .
LISTI YFIR REIKNINGAHREYFINGAR,
sem sýnir allar breytingar í mánuð-
inum á hverjum reikningi fyrir sig.
AÐALBÓK með upplýsingum um saldo
hvers reiknings í mánaðarlok, svo
og hreyfingar í mánuðinum. Ef áœtl-
anatölur eru fyrir hendi, eru þœr
bornar saman við þœr raunveru-
legu og frávik sýnd, ef einhver eru.
ÞÉR AFHENDIÐ OKKUR . . .
Bókunarbeiðni fyrir hvert fylgiskjal,
þar sem fram kemur:
— dagsetning
— fylgiskjalsnúmer
— reikningsnúmer fœrslna fylgi-
skjalsins
— upphœðir
— textar, ef þér teljið þeirra þörf.
VIÐ AFHENDUM YÐUR . . .
DAGBÓK, þar sem framkvœmd hefur
verið villuathugun á fœrslum yðar.
REIKNINGAHREYFINGALISTA, sem sýn-
ir hverja einstaka fœrslu, sem átt
hefur sér stað í mánuðinum innan
hvers reiknings.
HÖFUÐBÓK með upplýsingum um
saldo hvers reiknings í upphafi
mánaðar, hreyfingar í mánuðinum
svo og saldo í mánaðarlok. ENN-
FREMUR eigið þér þess kost að
setja inn áœtlanatölur og mun þá
vélrœnn samanburður verða gerður
á þeim og hinum raunverulegu
rekstrartölum.
REIKNINGSYFIRLIT. Hér er efnahags-
og rekstrcrreikningi stillt upp eftir
yðar óskum og samanburður gerð-
ur við fyrri tímabil.
LAUNABÓKHALD
VIÐ FÁUM:
— Breytingar og viðbœtur við fastar upplýsingar.
— Breytilegar upplýsingar.
Þér fáið síðan launaúrvinnslu í samrœmi við þá forskrá, sem
gerð hefur verið fyrir fyrirtœki yðar, og gœti t. d. útvegað
þessar upplýsingar:
— Launaseðla fyrir launþega með sundurgreiningu launa og
frádráttarliða ásamt samtalstölum frá áramótum.
— Launalista með sundurliðuðum upplýsingum fyrir hverja
deild.
— Launayfirlit með niðurstöðum fyrir hverja deild.
— Prósentuskiptingu með hlutfallstölum launakostnaðar eftir
deildum.
— Töflu yfir heildarlaunakostnað frá áramótum, sundurliðaða
eftir greiðslutegundum.
— Lista yfir fyrirframgreidd laun.
— Lista yfir fœðisfrádrátt einstakra starfsmanna.
— Lista yfir útgefnar ávísanir.
— Ávísanir til þeirra laupþega, sem þess óska.
— Lista til banka og sparisjóða um útborguð laun.
— Lista yfir opinber gjöld.
— Lista yfir félagsgjöld.
— Lista yfir orlof til pósts.
— Lista yfir innheimtur vegna skyldusparnaðar.
— Skilagreinar til innheimtumanna hins opinbera, vegna
innheimtu opinberra gjalda.
— Tilkynningar til hins opinbera um breytingar á launa-
skrá.
— Lífeyrissjóðslista fyrir hvern lífeyrissjóð með framlagi
launþega og atvinnurekanda.
KOSTNAÐARSUNDURLIÐUN PR.
KOSTNAÐARDEILD. Fleiri en einn
kostnaðarstaður getur verið undir
hverri deild. Þessi listi sýnir sam-
talstölu fyrir hverja útgjaldategund
innan hverrar deildar.
VIÐSKIPTAMANNABÓKHALD
ÞÉR AFHENDIÐ OKKUR:
— Breytingar á föstum upplýsingum.
— Gögn með breytilegum upplýsingum, svo sem nótur,
greiðslukvittanir, og leiðréttingar á fœrslum.
VIÐ AFHENDUM YÐUR:
— Afstemminga- og villulista, þar sem afstemming og prófun
á fœrslum fer fj-am.
— Reikninga með upplýsingum um úttektir, innborganir,
millifœrslur og ýmsa kostnaðarliði, svo sem sendingar-
kostnað og vexti. Reiknuð er staða viðskiptamannsins og
skrifaðar á reikninginn upplýsingar um jöfnuð í byrjun
tímabils, úttekt í mánuðinum, kostnað í mánuðinum, mn-
borgun og jöfnuð í lok tímabils.
— Skuldajista yfir alla viðskiptamenn, sem skulda frá
fyrri Hmabilum eða eru með hreyfingu á úrvinnslutíma-
bilinu. Fram kemur aldursdreifing skulda.
— Reikningsyfirlit gert eftir þörfum. Fram koma upplýsingar
um allar fœrslur, sem snert hafa hvern viðskiptamann á
tímabilinu.
LESA. HÚN GETUR RÁÐIÐ ÚRSLITUM UM VELFERÐ FYRIRTÆKJA ÞEIRRA.
FV 7 1974
51