Frjáls verslun - 01.07.1974, Blaðsíða 97
Ilm heima eg gcima
Tveir gamlir vinir, báðir
virðulegir viðskiptamenn,
höfðu ekki sézt í langan tíma,
þar til dag nokkurn að þeir hitt-
ust á strönd á Miami.
— Hvernig stendur á því að
þú ert hér? spurði annar.
— Ef satt skal segja, vinur,
þá er sorgarsaga að segja frá
því. Fyrirtæki mitt brann til
grunna og ég er hér í fríi fyrir
milljónirnar, sem ég fékk út úr
tryggingunum.
— En sú tilviljun, sagði hinn.
— Fyrirtæki mitt cyðilagðist í
flóði, og ég fékk nokkrar millj-
ónir út úr tryggingunum.
Eftir augnabiiks þögn sagði
sá fyrri hljóðlega: — Segðu
mér, hvernig fórstu að því að
hleypa flóðinu af stað?
— ® —
Jónas gamli liggur fyrir
dauðanum, og begar presturinn
kemur í heimsókn, finnur hann
tóma brennivínsflösku við fóta-
gaflinn á rúmi hins dauðvona.
— Guð minn góður, hrópar
presturinn upp yfir sig, — er
þetta eina huggun Jónasar á
banabeðinu?
— Nei, ekki aldeilis, segir
Jónas, svo er nú guði fyrir að
þakka. Það eru þrjár flöskur í
viðbót inni í skápnum.
Mc'irin var orðin yfir sig
þreytt á óþekkum syni sínum.
— Skammast þú þín ekki,
hrópaði hún, þegar drengurinn
haiði gsrt eitt axarskaftið enn,
— en sú óþekkt. Reyndu nú
einu sinni að taka föður þinn
til fyrirmyndar . . .
— Já, en hann er í fangelsi!
— Jú, einmitt, en honum
verður sleppt út fljótlega vegna
góðrar hegðunar.
— ® —
Helga vildi skilj.a við mann-
inn sinn, þvi að henni fannst
liann ganga einum of langt í
nísku sinni og sparsemi.
— Hugsið yður nú tvisvar
um, sagði lögfræðingurinn,
— kannski er hann að spara í
góðri meiningu.
— í góðri meining.u! í síðustu
viku keypti hann gamlan leg-
stein á útsölu og nú heimtar
bann að ég skipti um nafn!
— Það er stórkostlegt hvað
þessi drengur veit mikið. Hvað-
an sækir hann þennan fróðleiks-
þorsta?
— Fróðleikinn hefur hann frá
mér. Þorstann frá föður sínum.
— ® —
Biindi maðurinn sat á gang-
stéttinni og spilaði á munn-
hörpu. Einn af vegfarendum
ætlaði að kasta pening í hatt-
inn hans, en hitti ekki, og pen-
ingurinn rúllaði eftir gangstétt-
inni.
Blindi maðurinn spratt upp
og náði í peninginn.
— Heyrðu nú, ég liélt að þú
værir blindur?
— Nei, sjáðu til, ég er bara
lamaður. Ég sit hér fyrir blind-
an vin minn, á meðan hann er í
bíó . . .
Tvær flugur voru í súpu
gestsins og hann kallaði á þjón-
ustustúlkuna og sagði reiður:
— Hvað eru þessar flugur að
gera í súpunni minni?
Stúlkan leit full áhuga á fyr-
irbærið og sagði:
— Það sama og við mundum
vera að gera, ef þér væruð
myndarlegur og ættuð fullt af
peningum . . .
Númer 4
FV 7 1974
97