Frjáls verslun - 01.07.1974, Blaðsíða 56
Búnaðarbankahúsið á Hellu er syðsta hús í þorpinu, ef undan er skilinn Grillskálinn, sem er vin-
sæll áningarstaður þeirra, er leið eiga lun Suðurland.
Búnaðarbankinn á Hellu:
Spariféð rifið úf og innlán 30
millj. minni en í fyrra
— segir Gunnar Hjartarsson, úfibúsfjóri
Stærstu peningastofnanirnar
á Suðurlandsundirlendinu eru
Landsbankinn á Selfossi og á
Hvolsvelli og Búnaðarbankinn
í Hveragerði og á Hellu. A
einum blíðviðrisdeginum fyrir
nokkru renndum við a'ustur
yfir brúna á Rangá við Hellu
og blasti þá bygging Búnað-
arbankans við. Gunnar Hjart-
arson, útibússtjóri, var á þön-
um að greiða úr einhverjum
málum í afgreiðslunni fyrir
viðskiptamann útibúsins en
bauð okkur síðan inn á skrif-
stofu til að spjalla 'um rekst-
ur bankaútibús úti í sveit.
Búnaðarbankinn hefur haft
útibú á Hellu síðan í marz
1964, fyrst í leiguhúsnæði, en
á fimm ára afmælinu var
flutt í nýbyggingu, sem starf-
að er í nú. Umdæmi útibús-
ins var upphaflega Rangár-
vallasýsla og V-Skaftafells-
sýsla en þegar Samvinnubank-
inn tók til starfa í Vík í Mýr-
dal var ákveðið að einskorða
vettvang útibúsins á Hellu við
Rangárvallasýslu eina. Hjá
því starfa nú fimm fastráðnir
starfsmenn allt áriði.
INNLÁN 312,6 MILLJ.
I FYRRA
Árið 1973 námu innlán
Helluútibúsins samtals 312,6
millj., en útlánin voru um
síðustu áramót 196,3 millj.
króna að meðtöldum afurða-
víxlum og öðrum endurseldum
lánum. Skipting útlána var
annars í nokkrum meginatrið-
um sú, að 26,6 millj. voru til
iðnaðar, 18,7 millj. til verzlun-
ar, 17,2 millj. í fjárfestingar-
lánasjóði,, sem útibúið þarf að
binda fé í, og 15 millj. voru
lánaðar til ibúðarhúsabygg-
inga.
Til samanburðar má geta
þess, að 1969 voru innlán
127.8 millj. og útlán 102,7
millj., en 1972 voru innlánin
230.9 millj. og útlánin 159,9
millj.
Verulegur þáttur í starfi
útibúsins er að fylgjast með
afgreiðslu á lánum úr lána-
sjóðum landbúnaðarins og
greiða þau svo út, þegar lof-
orð liggja fyrir frá stofnlána-
deildinni. Umsóknir um þessi
Gunnar Hjartarson, útibússtjóri Búnaðarbankans á Hellu, í af-
greiðslusal útibúsins.
56
FV 7 1974