Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1974, Síða 73

Frjáls verslun - 01.07.1974, Síða 73
í heitu pottunum við gistiherbergin í Skjólborg geta ungir sem aldnir fengið kærkomna hressingu á ferðalaginu. sumarið en miklu fámennari á vorin og haustin. Við hótelreksturinn starfa nú alls 11 manns, þar af tvær stúlkur í gistingunni í barna- skólanum. Allir koma til starfa í 'hádeginu en færri eru við vinnu á morgnana og síð- degis. Sú regla var upp tekin í hótelstjóratíð Ingólfs Péturs- sonar, að vinnulaunin voru ákveðin viss prósenta af veltu, sem skiptist eftir ákveðnum hlutföllum milli starfsfólksins, eftir eðli starfsins og starfs- aldri. Þessi hlutfallstala er nú 27%. Um áramót er síðan greiddur bónus af hagnaði, sem skiptist jafnt milli húss- ins og starfsmanna. Á Flúðum gildir sú megin- regla, að ljúka þarf tilteknu verkefni á vissum tíma. Eng- inn ákveðinn frídagur er fyr- ir starfsfólkið en hins vegar skapast tækifæri til að bregða sér frá. Þannig voru tvær stúlkur í fríi á fullu kaupi þann daginn, sem FV heim- sótti Flúðir. RÁÐSTEFNUHALD í gistingunni í barnaskólan- um eru 25 herbergi meði rúm- um fyrir 56 manns. Það er að- allega ferðaskrifstofa Zoega, sem notar þessa aðstöðu fyrir ferðamannahópa sína yfir sum- arið en þeir eru annan hvern dag. Einnig hafa Úrval, Útsýn og Sunna viðkomu þar. Tryggvi, hótelstjóri, benti sérstaklega á ágæta aðstöðu á Flúðum til ráðstefnuhalds og sagði, að félagasamtök hefðu í auknum mæli notfært sér 'hana. í sumar var landsþing Sjálfsbjargar haldið á Flúðum, ennfremur var guðspekiskóli þar og mæðrastyrksnefnd efndi til hvíldarviku, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Er vel hægt að taka á móti 50— 60 manns á ráðstefnur en fundir fara þá fram í vistleg- um kennslustofum nýja barna- skólans eða í félagsheimilinu. Eins og áður sagði, hefur hótelið á Flúðum ekki stund- að neina auglýsingamennsku og er alltaf nóg að gera með því fyrirkomulagi, sem er á rekstrinum. í fyrra nam velt- an í veitingasölu um 7 milljón- um króna en 700 þús. í gist- ingunni. Ekki sagði Tryggvi fullkom- lega Ijóst, hver framtíð þessa reksturs á Flúðum yrði. Gild- ir það líka um hlutafélagið Skjólborg, sem hefur byggt nokkur smáhýsi fyrir gistingu í „mótel“-stíl, gegnt barna- skólahúsinu. Eru þar átta rúmgóð herbergi með baði, og hverju herbergi fylgir utan- húss ker eða pottur, þar sem gestir geta slakað á í eins heitu vatni og hæfir hverjum einum. Myndi þessi staður ef- laust verða vinsæll dvalarstað- ur fjölskyldna jafnt á vetr- um sem að sumri, ef eigendur legðu áherzlu á að kynna hann sem slíkan. Tryggvi sagði að lokum, að hver sem framtið ferðamanna- stöðvar á Flúðum yrði þá mætti telja víst, að hreppsfé- lagið, félagsheimili og skóli hefðu haft af henni drjúgar tekjur. Alla vega væri skólinn ávallt sem nýr, því á honum færi fram viðhald á hverju vori, áður en hótelið tæki til starfa. FV 7 1974 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.