Frjáls verslun - 01.10.1974, Side 33
settum hugsanlega upp heima-
stjórnarkerfi á móti ríkinu í
orkumálum, orkusölu og orku-
vinnslu," sagði Ingimundur.
„Við teljum að þetta miðstjórn-
arkerfi frá Laugavegi 116 hafi
ekki skilað því hlutverki, sem
til er ætlast. Við búum hér við
úrelt orkuflutningskerfi og
höfum dregist afturúr í orku-
öflun, svo þessi mál eru í ó-
lestri hjá okkur.
Fjarstýring þessara mála frá
Reykjavík býðiur upp á hvers-
kyns mistök og skyssur vegna
þekkingarleysis og skilnings-
skorts á málefnum okkar. Síð-
ast en ekki sist þá er laun-
aður og ráðinn ríkisstarfs-
maður ekki eins marktækur í
viðræðum við löggjafar- og
fjárveitingarvald eins og sam-
eiginlegur hópur lýðræðiskjör-
inna fulltrúa heils landshluta.
Þarna erum við líklega komnir
að því, hvers vegna við viljum
valddreifingu.“
SAMGÖNGUR.
„Við stefnum að því að efla
verulega flug hér innan fjórð-
ungsins og teljum dýrmætt að
geta haldið hér uppi sjúkra-
póst- og farþegaflugi. Flug-
málastjóri hefur sýnt þessu
máli góðan skilning og hafa
nokkrar endurbætur átt sér
stað á flugvöllum hér. Þá má
bæta rekstur Ríkisskips, sé
rætt um siglingar. Það, sem
háir þeim mest, er aðstaða til
vörumóttöku, þótt skipakost-
urinn sé orðinn allgóður. Auka
þarf beinar siglingar að utan
hingað, t. d. til Hafnar í
Hornafirði og Reyðarfjarðar,
en á báðum stöðum eru stór-
ar svæðishafnir. Árið 1972 var
umskipunarkostnaður reiknað-
ur út miðað við að vörum til
okkar væri fyrst skipað upp í
Reykjavík, og reyndist hann
að jafnaði 2,70 kr. pr. kíló, en
er nú komin yfir 7.00 kr. pr.
kg.
Margir álíta að vegirnir úti
í dreifbýlinu séu aðeins fyrir
dreifbýlisfólkið, en það er dá-
lítill misskilningur. Þeir sem
nota þessa vegi mest, eru höf-
uðborgarbúar og þeirra ná-
grannar. Þeir fjölmenna út um
land á sumrin, rétt þegar við
höfum lokið við að setja slit-
lag á vegina eftir veturinn,
og þessir ágætu landar okkar
hafa það af að klára slitlagið
af vegunum fyrir haustið svo
ófremdarástand skapast í um-
hleypingatíð. Hringvegurinn
kemur okkur aðallega til góða
á vetrum, sem samgönguleið
fyrir vöruflutninga, en á
Ingimundur Magnússon
framkvæmdastjóri.
meðan við höfum þröskulda
eins og Breiðamerkursand og
Lónsheiði meira og minna ó-
færa, þá er hringvegurinn lít-
ið meira í augum okkar en
skemmtilegt nafn.
Um flugsamgöngur, aðrar
en Flugfélag Austurlands, er
það að segja, að Flugfélag ís-
lands heldur uppi all þokka-
legri þjónustu við fjórðunginn,
t. d. eru daglegar ferðir milli
Reykjavíkur og Egilsstaða.“
FÆKKUN NYRST.
Þar sem samgöngur eru
gjarnan talin forsenda þess að
landssvæði séu byggileg, lá
beint við að spyrja hvort fólks-
flótti væri frá einhverjum hér-
uðum, og kom þá í ljós að
fólksfækkun hefur orðið í
Skeggjastaðahreppi, sem er á
NA-horninu, enda var það ekki
fyrr en á sl. ári að regluleg-
ar flugsamgöngur voru teknar
upp við héraðið. Það er þó
ekki vegna þess að afkoma sé
þar slæm, því í fámennu þorp-
inu við Bakkafjörð, þar sem
menn stunda smábátaútgerð,
skilar hver maður um hálfri
milljón króna í gjaldeyristekj-
ur á ári, og eru þá börn
og gamalmenni meðtalin. Svip-
að vandamál er við að etja í
Borgarfirði, og er þar mjög að-
kallandi að bæta hafnarskil-
yrði til að greiða fyrir útgerð
þaðan. Ingimundur taldi mjög
þýðingarmikið að bæta aðstöðu
fólks á þessum stöðum, svo
þeir legðust ekki í auðn.
HEILBRIGÐISMÁL.
„Það er sem betur fer að
birta til í heilbrigðismálum,"
sagði Ingimundur. „Árið 1972
vann Samband sveitai'félaga í
Austurlandskjördæmi mikið
verk í þeim efnum með að
samræma heimasjónarmiðin í
heilbrigðismálum og koma inn
í heilbrigðislöggjöfina atriðum,
er tryggðu hverjum lands-
manni lágmarks heilbrigðis-
þjónustu. Læknaskortur er
ekki á Austfjörðum nú. Unniði
er að uppbyggingu heilsu-
gæslumiðstöðvar á Egilsstöðum
og það liggur alveg klárt fyr-
ir hve’rnig við ætlum að
byggja þetta upp hjá okkur og
nokkurn veginn í hvaða röð.
Það er ekki ólíklegt að árið
1982 verði uppbyggingu heil-
brigðisþjónustunnar lokið að
sinni.“
UPPBYGGING.
„Það er ekki nærri nógu
mikið byggt af íbúðarhúsnæði
í fjórðungnum, enda skortir
byggingariðnaðinn vinnuafl,
sem ætti að geta verið ungum
byggingariðnaðarmönnum
hvatning til að flytjast hingað.
Þá höfum við hafið varanlega
gatnagerð, sem er liður í um-
hverfisumbótum. Gatnakerfi
fjórðungsins er um 60 km og
nú eru 20 km orðnir varan-
legir. Nú vantar okkur láns-
fyrirgreiðslu, svo að þessi
gatnagerð geti áfram gengið
eðlilega. Við þurfum helst að
vera búnir að ljúka varanlegri
gatnagerð í fjórðungnum árið
1978.“
FÉLAGSLÍF.
„Það er töluvert af félags-
heimilum, og á veturna sér-
staklega er blómlegt félagslíf,
enda meira um frístundir en
á sumrin, þrátt fyrir blessaða
loðnuvertíðina. Þorrablót eru
fastur liður í öllum byggðar-
lögum og mjög til þeirra vand-
að. Kórar, bæði barna og full-
orðinna, eru víða starfandi, og
eins hljómsveitir. í flestum
stærri sveitarfélögunum eru
færð upp leikrit á vetrum, og
það sem gerir félagslífið hér
svo skemmtilegt er að fólkið,
er allt meira og minna þátttak-
endur í sköpun þess sjálft.
Það er ekki bara þiggjendur,
heldur um leið veitendur.
ÍÞRÓTTIR.
„Ég vona að samstaða náist
um uppbyggingu íþróttamið-
FV 10 1974
33