Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Page 35

Frjáls verslun - 01.10.1974, Page 35
Flugfélag Austurlands h.f.: Aætlunarflug um alla Austfirði og tvær nýjar vélar væntanlegar „Ef allt fer samkvæmt áætlun, fáum við nýja Islander-vél í vor, tveggja hreyfla, níu farþega, sem getur lent og tekið sig til flugs á mjög stuttum brautum,“ sagði Kristján Bene- diktsson, flugmaður hjá Flugfélagi Austfjarða, en það félag var stofnað snemina á sl. ári. Þá er einnig væntanleg, al- veg á næstunni, ný Cessna-185 frá Bandaríkjunum, fimm far- þega og með skíðaútbúnaði. Verður hún þá eina skíðaflug- vélin á landinu, en skíðaút- búnaðurinn er mikið öryggis- atriði þar sem flugvellir geta annars verið tepptir dögum saman vegna snjóa. Félagið á HLUTHAFAR 130 Björn Pálsson, flugmaður hafði staðsetta flugvél á Egils- stöðum til sjúkra- og leigu- flugs um nokkurn tima. Að honum látnum lagðist þessi starfsemi niður, en þá var orðin ljós þörfin fyrir hana svo ráðist var í að mynda hlutafélag um stofnun aðstöðuna til þess, svaraði hann að aðstaðan stefndi nú 1 þá átt að verða viðunandi, enda væri búið að gera mikið átak í flugvallamálunum, þótt enn væri margt ógert. T. d. vantaði víðast vindmæla og neyðarljós fyrir sjúkraflug, vellirnir væru flestir varasam- ir á haustin og vorin vegna fyrir duglega Beechcraft Bon- anza, tveggja hreyfla sjö sæta flugvél, sem staðsett er á Eg- ilsstöðum, og tekur einnig þátt í rekstri tveggja sæta Cessna-150, og geta Austfirð- ingar m. a. lært að fljúga í henni. Rekstur félagsins fer fram frá Egilsstöðum, en viðgerðir og viðhald í Reykjavík. Tveir fastráðnir flugmenn eru starf- andi við félagið. Flugfélags Austurlands. Hlut- hafar eru um 130, m. a. sveit- ar- og hreppsfélög en einstak- lingar hafa þó verið dugleg- astir að fjármagna fyrirtækið. Guðmundur Sigurðsson er stjórnarformaður. BATNANDI AÐSTAÐA. Þegar FV. spurði Kristján Benediktsson, íiugmann, hvort ekki væri erfitt að halda uppi flugi á Austfjörðum og um Kristján Benediktsson, flugmaður við Beech- craft-vélina á Egilsstaða- flugvelli. hálku og aurbleytu, og að þeir gætu lokast um lengri tíma á vetrum vegna snjóa, þar sem skortur væri á ruðningstækj- um. Þrátt fyrir þessa erfiðleika, heldur félagið uppi tíðum ferð- um um alla Austfirðina og fer t. d. tvær ferðir vikulega til Borgarfjarðar og Bakkafjarð- ar, en það eru einu föstu sam- göngurnar við þau héruð. FV 10 1974 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.