Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.10.1974, Blaðsíða 41
Frá Djúpavogi. T. v. sést verzlun og vör'uskemm a kaupfélagsins. Fyrir ofan skemmuna á bryggj- unni sést í nýja frystihúsið, og við bryggjuna liggur stærsti báturinn, sem gerður er út frá Djúpavogi. Hjörtur Guðmundsson, Djúpavogi: Hér snýst allt í kringum sjóinn og nýja frysfihúsið á staðnum „Hér snýst allt í kringum sjóinn og nýja frystihúsið,“ sagði Hjörtur G'uðmundsson, kaupfélagsstjóri á Djúpavogi í viðtali við F.V. Djúpivogur er fallegur og sérkennilegur staður og var mikið um ferða- menn þar sl. sumar. NÝTT FRYSTIHÚS. Kaupfélagið er lang um- fangsmesta fyrirtækið á staðn- um, en dótturfyrirtaeki þess, Búlandstindur ihf., er um þessar mundir að reisa nýtt og veglegt frystihús þar. Verðr ur húsið 2300 fermetrar að flatarmáli og þegar það verður tilbúið tækjum er reiknað með að þar verði unnt að vinna um 40 tonn af fiski á dag, eða á tíu klst. Það verður væntanlega fullbúið á árinu 1976. Fyrir er gamalt og úr- elt frystihús, sem alls ekki annar því fiskimagni, er bærist á land á Djúpa- vogi, ef fullkomin aðstaða væri fyrir hendi. Nýja húsið er staðsett niðri við aðal- bryggjuna og verður því hægt að landa beint upp í hús- ið, og einnig að skipa beint úr því í flutningaskip. Búlands- tindur hf. á og rekur einnig síldarverksmiðju, þar sem loðna er nú brædd á vetrum, og bárust þangað um 8 þúsund lestir loðnu á síðustu vertíð. Nýlega er búið að byggja á- gætis bryggju, en eftir er að sprengja úr innsiglingunni, fyrir stærri skip, og æskilegt væri að reisa varnargarð fyrir utan, en að öðru leyti sagði Hjörtur að hafnaraðstaða væri góð. Atta bátar GERÐIR ÚT. Átta bátar eru gerðir út frá Djúpavogi, einn 250 lesta, einn 70 lesta, einn 45 lesta og fimm smærri bátar, sem aflað hafa vel á rækjuveiðum. Þá stefna Djúpavogsbúar að þvi að geta eignast nýjan skuttogara, um leið og frystihúsið verður fullgert, og er þegar farið að kanna möguleika á því. Að sögn Hjartar yrði það ómetan- leg lyftistöng fyrir staðinn og mundi skapa fjölda fólks ör- ugga atvinnu. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ. Djúpivogur er þjónustumið- stöð fyrir nágrennið, en þar búa nú um 350 manns, og hefur fjölgað þar síðustu tvö árin, sem Hjörtur þakkar hinni miklu uppbygg- ingu útgerðarinnar á staðnum. í næstu sveitum eru íbúar um 250 og stunda þeir vinnu á Djúpavogi, þegar mikið er að gera, t. d. í sláturtíðinni, en sláturhús er á Djúpavogi. Þar er einnig mjólkurstöð, verk- stæði, verzlun og gistihús, en kaupfélagið og Olíuverzlun ís- lands eru í sameiningu að byggja ferðamannaverzlun, sem tilbúin á að vera fyrir næsta sumar. NÝTT FÉLAGSHEIMILI. Af helztu verkefnum hrepps- félagsins má nefna að verið er að byggja talsvert við barnaskólann. Varanleg gatna- gerð er komin verulega á veg, eins og reyndar víðast í aust- firskum plássum, og er stefnt að því að halda henni áfram. Loks má geta þess að hreppur- inn hyggst ráðast í byggingu nýs félagsheimilis, en gamla félagsheimilið, Neisti, sem margir munu þekkja, þykir ekki lengur boðlegur til mannamóta. FV 10 1974 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.