Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Side 51

Frjáls verslun - 01.10.1974, Side 51
Útlendingar í Thailandi eiga margir reisuleg hús með sund- laugum í garðinum. Þetta er hús Gunnars í Bangkok. fjölskyldu minni í Bangkok. Þó að ýmsir ókostir séu á þessu fyrirkomulagi þá er vart annað verjandi vegna öryggisaðstæðna í Kambodíu og Víetnam. Einnig er mjög mikilvægt, að í Bangkok er starfræktur mjög góður al- þjóðaskóli, sem starfar eftir bandarísku menntakerfi. Eru börn min öll nemendur við þann skóla. Á milli dvala í Asíu höfum við svo búið í út- jaðri Washington, en þar eig- um við hús í Marylandfylki. Þar sem flutningar okkar hafa alltaf miðast við skóla- ár hefur ekki orðið um neina truflun í skólagöngu barnanna að ræða. Þess vill stundum gæta að tíðir flutningar hafi slæm áhrif á börn. Sem bet- ur fer hefur þessa alls ekki gætt í okkar tilfelli og börnin eru mjög sátt við þau óvenju- legu skilyrði, sem þau hafa al- izt upp við. Álít ég þess vegna, að börnin hafi haft mjög gott af kynnum sínum við fjöl- mörg lönd heims bæði í Asíu og einnig í Miðausturlöndum og Evrópu þar sem við höfum stoppað á ferðum okkar. Ég tei, að það hafi verið mjög þroskandi fyrir þau og hafi víkkað sjóndeildarhring þeirra að hafa fengið tækifæri til þess að kynnast lífsskilyrðum og venjum þjóða, sem eru um margt frábrugðnar þjóðum Vesturlanda. F.V.: — Hvernig hefur geng- ið a.ð halda við tengslum ykk- ar við ísland og íslendinga á ■meðan á þcssari löngu dvöl erlendis hefur staðið? Gunnar: — Við höfum kom- ið við á íslandi til lengri eða skemmri dvalar á hverju ári síðan 1960. Þó að oft hafi ver- ið um stutta viðdvöl hjá mér sjálfum að ræða þá hafa kon- an mín og börn oft dvalið hér dágóðan tíma að sumri til. Á þennan hátt höfum við reynt að tryggja sem nánust tengsl barnanna við landið og við vini og vandamenn. Að þessu sinni hefur ferð okkar hingað verið sérstaklega ánægjuleg, þar sem eldri dótt- ir okkar var fermd við stér- staka athöfn í Háteigskirkju 14. júlí s.l. í Washington höf- um við ætíð haft mikið sam- band við þá fjölmörgu íslend- inga, sem þar dveljast við nám eða störf. Þar er starfandi ís- lendingafélag og eru meðlimir nálægt 200 talsins. Þess má geta að ég gegndi formanns- störfum frá upphafi þess 1969 þar til fyrir 2 árum. Við hjón- in höfum • ,:ð notað íslenzku sem aðaln.á \ heimili okkar bæði í Bandaríkjunum og Asíulöndum. Þó að börnunum sé tamara nú orðið að tala ensku vegna skólanáms á því máli, höfum við ætíð notað ís- lenzku í tali okkar við börnin. Einnig hafa hinar tíðu ferðir til íslands orðið til þess að börnunum hefur gengið betur að viðhalda málinu. F.V.: — Hvernig er a.ð búa í Bangkok? Gunnar.: — Við höfum búið þar við mjög góðar aðstæður og má segja að lífsmáti okkar þar sé líkari því sem gerist í Bandaríkjunum og Vestur- Evrópu. heldur en meðal Thai- lendinga sjálfra. Það er lýjandi að dveljast við störf í hita- beltinu fyrir marga Vestur- landabúa og ef til vill sér í lagi fyrir þá okkar, sem alizt hafa upp við íslenzkt veður- far. Því er meira upp úr því lagt að búa í stóru húsnæði þar sem hægt er að koma við loftkælingu og að hafa af- not af eigin sundlaug. Þetta árið höfum við búið í tveggja hæða húsi í Bangkok sem verður að teljast nokkuð í- burðarmikið á þarlendan og ís- lenzkan mælikvarða. Til að mynda er flatarmál stofu og forstofu um það bil 135 fer- metrar og önnur herbergi í samræmi við það. Við höfum tvær thailenzkar þjónustu- stúlkur, sem sjá um allar hreingerningar og þvotta en okkur hefur þótt fara bezt á því að konan hugsaði um matseldina að mestu sjálf. Einnig höfum við einkabil- stjóra, sem sér jafnframt um viðhald og viðgerð bifreiðar okkar sem við fluttum með okkur frá Washington. Daglegt lif í Bangkok er nokkuð frábrugðið því sem við eigum að venjast á Vestur- löndum. T. d. þurfa börnin að vakna kl. 6 á morgnana þar sem skólabíllinn sækir þau um kl. hálf sjö fimm daga vik- unnar. Það er einkum tvennt, sem vinnst við að byrja skóla þetta snemma dags. í fyrsta lagi er komizt hjá heitasta tíma dagsins, sem er gjarnan síðla eftirmiðdags og í öðru lagi er umferð í Bangkok mjög mikil og mikið um um- ferðatruflanir ef lagt er af stað öllu seinna. Til viðbótar við þau fög, sem tíðkast í bandarísku menntakerfi, þurfa börnin að læra thailenzku og eldri dóttirin hefur einnig lagt stund á frönsku. Utan skólatíma er það helzt til dægrastyttingar fyrir börnin að leika sér í sundlauginni, þar sem þau eyða miklum tíma. Einnig hefur eldri dótt- irin stundað nám við reiðskóla tvisvar í viku og hún hefur tekið þátt í námskeiðum, þar sem kennd hefur verið batik- gerð. Öll börnin hafa síðan FV 10 1974 51

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.