Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.04.1975, Blaðsíða 25
TÓKÍÓ. IJapan eru framleidd 100.000 hlerunar- tæki af ýmsum gerðum í hverjum einasta mánuði. Aðeins helming- urinn er fluttur út. SUÐUR-AMERÍKA. Fólk telur ákaflega varhugavert að ræða per- sónuleg mál sín í síma vegna hættu á hler,unum. starfsemi er hættuleg. Við vit- um líka, að tímabundin eða langtíma hlerun getur orðið til þess, að sönnunargögn fást til þess að hafa hendur í hári hættulegra glæpamanna eða undirróðursmanna. En nú er slík starfsemi einnig hættuleg fyrir okkur“. LONDON: ÓÞARFI AÐ ÓTTAST „PÓLITÍSKU LÖGREGLUNA“ Starfsemi stjórnmáladeildar bresku lögreglunnar, sem nefnd er „Special Branch“, veldur litlum áhyggjum og enn minna umtali meðal fólks þar í landi. Eitt aðalhlutverk deild- arinnar er að fylgjast með út- lendingum, sem dvelja í land- inu; auk þess verndar hún er- lenda „VIP“ gesti stjórnvalda og kannar hótanir í garð hins opinbera. Á undanförnum ár- um hafa umsvif öfgahópa margfaldast á Bretlandseyjum og hefur það orðið til þess, að starfsemi pólitísku deildarinnar hefur aukist að sama skapi. Starfsmenn deildarinnar eru samt aðeins 400, og þar af 50 konur. Til þess að framkvæma sima- hlerun þarf sérstakt leyfi Inn- anríkisráðuneytisins. Talið er að árlega séu aðeins veitt innan við eitt hundrað leyfi. Stjórn- völd létu kanna, hvort mikið væri um brot á friðhelgi ein- staklinga og fengu m. a. 214 bréf í sambandi við könnunina, en fiest þeirra voru kvörtunar- bréf fólks um nágranna sína, en fæst um óþarfa afskipti lög- reglunnar. Þessar upplýsingar benda til þess, að almenningur óttist ekki njósnir bresku lög- reglunnar. GENF: INNAN VIÐ 100 SÍMAR HLERAÐIR Innanríkisnjósnir í Sviss eru mjög takmarkaðar, miðað við mörg önnur ríki. Aðeins innan við 100 símar af 6,4 milijónum simatækja eru hleraðir þar í landi. Hleranir eru bannaðar með lögum, og getur sá sem brýtur þau verið dæmdur í eins árs fangelsi eða háa fjár- sekt. Aftur á móti er mikið um iðnaðarnjósnir í Sviss, eins og öðrum iðnrikjum. Flestir þeirra, sem handteknir hafa verið fyrir iðnaðarnjósnir á undanförnum árum hafa verið starfsmenn Sovétríkjanna eða annarra kommúnistaríkja. TÓKÍÓ: LÍFIÐ ER EIN „OPIN BÓK“ Japanska „hugsanalögregl- an“, sem starfaði í seinni heims- styrjöldinni gekk svo fram af landsmönnum, að starfsaðferðir hennar hafa verið útilokaðar í Japan. í landinu er engin stofnun, sem líkist bandarísku CIA stofnuninni, eða svipuðum stofnunum á Vesturlöndum. í Japan eru ekki einu sinni til lög um njósna- eða leyndarmál. Einn landsmaður sagði: „Það eru engin leyndarmál eftir til þess að halda leyndum í Jap- an“. Engu að síður hafa ýmsir opinberir aðilar það hlutverk, að fylgjast með öryggismálum innanlands og eyðir ríkisstjórn- in háum fjárhæðum í manna- hald og kostnað í því sambandi. Erlendir sérfræðingar í njósna- málum segja, að japanskir starfsbræður þeirra standi sig vel í starfi og að þeir gæti ör- yggismála þjóðarinnar af kost- gæfni. Japanskir öryggiseftirlits- menn segjast ekki beita hlerun- um í starfi sinu og noti ekki elektrónisk njósnatæki, sem bönnuð eru með lögum þar í landi. Engu að siður framleiða japönsk fyrirtæki um 100 þús- und njósnatæki á mánuði, en aðeins helmingur þeirra er fluttur úr landi. Friðhelgi einkalífsins er ekki í hávegum höfð í Japan og raunar er erf- itt að standa vörð um hana, fyrir hvern og einn. Það at- hyglisverða er, að í Japan virðr ist öllum vera sama, þótt þjóð- félagið sé eins og „opin bók“, þ. e. a. s. ef menn misnota ekki hefðbundnar reglur og ganga ekki of langt í þeim efnum. FV 4 1975 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.