Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Blaðsíða 90

Frjáls verslun - 01.04.1975, Blaðsíða 90
afra meðan borgarastyrjöldm stóð yfir í Nígeriu. Var reynd- ar áformað, að stofnun Cargo- lux færi fram fyrr, en með- eigendum í Luxemborg þótti hyggilegra að fresta stofnun- inni þar til Nígeriustríðið væri til lykta leitt. Flugleiðir eiga V3 hluta í Cargolux, Luxair, fjórir bankar í Luxemborg á- samt nokkrum einstaklingum eiga sömuleiðis V3 og sænska flutningafyrirtækið Salinia á jafnstóran hlut. • MEÐ ÞEIM FYRSTU TIL HANOI Fyrsta flug Cargoiux var far- ið frá London til New York og þaðan til Stokkhólms. Flutt voru 25 tonn af prentuðum blöðum vestur um haf en jarð- arber og tómatar frá New York til Stokkhólms. Næsta ferð var síðan farin til Búkarest og flutt þangað hjálpargögn en félagið hefur æ síðan flutt mikið magn af alls konar hjálpargögnum fyrir alþjóðastofnanir til ým- issa svæða í heiminum, þar sem styrjaldarástand eða önnur neyð hefur ríkt. Cargolux var t. d. með allra fyrstu flugfélög- um, sem fóru með hjálpargögn til Hanoi eftir að stríðinu í N- Víetnam lauk. Austur-þýzka flugfélagið Interflug var eitt á undan. Og einmitt er tíðinda- menn FV voru í heimsókn hjá Cargolux í apríllok var verið að undirbúa ferðir tveggja flug- véla til Hanoi nokkrum dögum síðar. Þær voru farnar á vegum Rauða krossins í Sviþjóð og Hollandi og hafði sænska sendiráðið í Hanoi haft milli- göngu um útvegun lendingar- leyfa. Flugvélarnar verða fyrst að lenda í Vientiane í Laos og taka þar um borð norður-víet- namskan siglingafræðáng, sem fer með vélinni þangað aftur frá Hanoi, þar sem aðeins er stanzað meðan vélin er af- fermd. Horfur eru taldar á að Cargolux verði meðal fyrstu flugfélaga til að hefja flutning á hjálpargögnum til Kambódíu eftir að stríðinu þar er lokið. Hefur ríkisstjórnin í Luxem- borg t. d. í hyggju að senda þangað gögn fyrir um 3 millj- ónir franka. • ÓTRÚLEGA HRAÐUR VÖXTUR Cargolux hefur stækkað með ótrúlegum hraða á þessum fimm árum, sem liðin eru frá stofnun félagsins. Þá voru starfsmennirnir í Luxemborg, fyrir utan flugáhafnir, aðeins þrír talsins á einni lítilli skrif- stofu niðri í bæ. Nú er starfs- liðið 299 manns, flestir í tæknideildinni, og velta félags- ins var í fyrra 925 milljónir franka eða tæpir fjórir milljarð- ar króna. Árið 1974 varð hagn- aður af rekstri félagsins 7 millj- ónir franka og ákveðið að greiða 9% arð af hlutafé. • BRENNANDI ÁHUGI STARFSMANNA Það er margt, sem stuðlað hefur að þessari eftirtektar- verðu velgengni Cargolux. Þeir, sem héðan af íslandi hafa fylgzt með árangursríku starfi félags- ins, segja að það verði að veru- legu leyti þakkað einstökum á- huga flugáhafnanna, sem aðal- lega eru skipaðar íslendingum, og annars starfsliðs, er hefur unnið sérstaklega gott starf við að byggja þetta félag upp. Þá ei' þáttur Einars Ólafssonar, framkvæmdastjóra, ekki siztur en hann hefur lagt drjúgan skerf til félagsins. Hafa sam- starfsmenn Einars lýst því með virðingu, hve rösklega hann hefur gengið til verks þegar þörf hefur verið á skjótum handtökum, t. d. við að bera farm um borð í vélarnar, þegar koma hefur þurft flugvél af stað í skyndi. Einar Ólafsson var áður stöðvarstjóri Loftieiða í Luxem- borg og vann síðan við skipu- lagningu hjálparflugsins til Biafra. Hann hefur verið fram- kvæmdastjóri Cargolux frá upphafi. Við hittum Einar að máli i skrifstofu hans í nýju bæki- stöðinni á Luxemborgarflug- velli, e.n þangað hafði hann flutt inn aðeins fáum dögum áður. Okkur lék nokkur for- vitni á að heyra, hvar flugvél- ar Cargolux væru staddar þá stundina. Stærri þotan, af gerð- inni DC-8-63, var á heimleið frá Hong Kong, væntanleg næsta morgun. Minni þotan var í ferð fyrir Iran Air til Teheran og átti að halda áfram til Hong Kong og koma þaðan til Luxemborgar fullhlaðin varningi. Ein CL-44 var í skoð- un í flugskýlinu en hinar í ferðum um ýmis svæði Asíu og Afríku. • ÁÆTLUN LUXEMBORG — HÖNG KONG Að sögn Einars eru lang- mestir flutningar á leiðinni milli Luxemborgar og Hong Kong og fer stóra þotan þangað reglulega á mánudögum, fimmtudögum og laugardögum. Ennfremur eru tíðar ferðir til Singapore, og til Zambiu í sunnanverðri Afriku. Sem fyrr segir fljúga Cargolux-vélar um heim allan og einkunnarorð fé- lagsins eru: „You name it — we fly it.“ í hinum reglubundnu ferð- um til Hong Kong er flutt ýmis konar vara, sem fer til úr- vinnslu þar á staðnum eða er send áfram til Japan, Kóreu og Ástralíu. Þetta getur verið klæðisdúkur í tízkufatnað, sem ódýr vinnukraftur þar eystra er svo látinn sauma úr, eða allt eins hlutir í úr og klukkur sem settar eru saman í Austur- löndum og síðan fluttar aftur til V-Evrópu þar sem þær eru seldar undir merkinu „Swiss made“. Þannig er fullunna var- an flutt aftur með Cargolux- vélum til Evrópu. Einar benti á það sem dæmi um þetta fyrir- komulag í framleiðslu, að strax, þegar sýningar hefðu farið fram í helztu tízkuhúsum Evr- ópu væru snið af fatnaðinum send með hraði austur til Hong Kong, þar sem saumaskapurinn fer fram, en flíkurnar væru síðan sendar til baka fullunnar. ® VILJA EKKI STÓRAN VÖRULAGER Forstöðumenn margs konar fyrirtækja, þar á meðal fata- kaupmenn, leggja um þessar mundir aukna áherzlu á að flytja vörur sínar í flugi. Þeir óttast kreppu og stefna að því að hafa birgðirnar sem minnst- ar í verzlunum sínum en 90 FV 4 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.