Frjáls verslun - 01.04.1975, Blaðsíða 21
-
I kjölfar umræöna um CIA:
Símahleranir og persónunjósnir
stundaðar víða um heim
Víða um lönd er litið á njósnir og símahleranir sem „daglegt bra,uð“, og raunar má segja, að þessi
mál hafi ekki vakið athygli almennings fyrr en í Watergatemálinu, sem frægt er að endemum.
Bandaríkjamenn eru reiðir út í hinar ýmsu ríkisstofnanir, eins og t. d. CIA og FBI, fyrir að stunda
njósnir um einstaklinga þar í landi, oft á tíðum í vafasömum tilgangi. Bandarískir fjölmiðlar hafa
fjallað mikið um þessi mál á undanförnum mánuðum, en það hefur leitt til þess, að fólk víða um
lönd gefur njósnamálum nú meiri gaum en áður í heimalönd.um sínum.
í ,S-Ameríku er mönnum t. d.
gefið eftirfarandi heillaráð: ,,Ef
málefnið er viðkvæmt, ræddu
það þá alls ekki í síma“. í
Vestur-Þýzkalandi hefur niður-
staða skoðanakönnunar gefið
til kynna, að einn af hverjum
fimm borgurum landsins trúir
því, að síminn hans sé hlerað-
ur. Ríkisstjórnin í Bonn segir,
að það sé alls ekki rétt. Kan-
adísk þingnefnd, sem kannaði
svipað mál fyrir skömmu,
komst að raun um, að hlutfalls-
tala símahlerana er mun hærri
þar í landi en í Bandaríkjunum.
Frönsk og itölsk stjórnvöld
hafa nýverið breytt landslögum
um njósnir gegn einstaklingum
og gert þau talsvert strangari
en verið hefur. íbúar þessara
tveggja landa eru samt tor-
tryggnir í garð yfirvalda í þess-
um efnum. Fyrrverandi starfs-
maður frönsku gagnnjósna-
deildarinnar lét nýlega 'hafa
eftir sér: „Það eru fleiri þús-
und Watergate-mál í Frakk-
landi, en vegna þesss að þau
hafa verið betur framkvæmd
en í Bandaríkjunum, er ekki
teljandi hætta á hneykslismál-
um“. Fyrir skömmu kynntu
fréttamenn bandaríska viku-
ritsins „U. S. News and World
Report“ sér þetta vandamál nú-
tímans, og hér á eftir fara í
stórum dráttum niðurstöður
könnunarinnar.
OTTAWA: SÍMANJÓSNIR
STUNDAÐAR, EN ÖLLUM
VIRÐIST SAMA
Símahleranir og elektrónísk-
ar njósnir skipta hundruðum,
ef ekki þúsundum í Kanada.
Tala hlerana er mun hærri í
landinu, en í Bandaríkjunum,
segir í skýrslu laganefndar
þingsins, sem gerð var í júlí
1973. Aðallega er njósnað um
menn, sem álitnir eru eiga að-
ild að glæpa- og undirróðurs-
starfsemi. Auk þess hefur ver-
ið njósnað um fréttamenn,
verkalýðsleiðtoga, embættis-
menn dómsvaldsins, sveitar-
stjórnarmenn og jafnvel þing-
menn.
Fram til 1. júlí 1974, þegar
ný lög um verndun einkamála
— Afsakið.
varðstjóri.
Það
rofnaði
sambandið.
Hvaða
númer
voruð þér
aftur að
hlera?
(Skop-
mynd úr
kanadísku
blaði).
FV 4 1975
21