Frjáls verslun - 01.04.1975, Blaðsíða 71
Nauðsynlegt að rannsaka hvaða hlut
íslenzkar vörur eiga á markaðnum
— Eftir Þorbjörn Guðjönsson, hagfræðing Félags íslenzkra iðnrekenda
Upplýsingar um hlutdeild íslensks iðnaðar í heildarvörusölu hér á Iandi, eru mjög takmarkaðar.
Þegar samkeppni eykst og tollar lækka, eins og nú er að ske, vegna inngöngu íslands í efnahags-
bandalög, eykst nauðsyn á slíkum upplýsingum. Þá verður sífellt meira áríðandi að slíkar upplýs-
ingar séu nýjar.
Upplýsingar um framleiðslu
á iðnaðarvörum á íslandi hafa
alla tíð verið takmarkaðar. I
Hagtíðindum eru birtar tölur
um framleiðslu á iðnaðarvör-
um, en ýmsar vörutegundir eru
þar undanskildar. Sem dæmi
má nefna að framleiðsla blaða
og bóka og framleiðsla úr trjá-
vörum er ekki birt þar, þó að
þetta séu hvorttveggja stórar
framleiðslugreinar.
MISRÆMI í SKÝRSLUGERÐ
í Hagtíðindum er framleiðsla
innlendra vara yfirleitt gefin
upp í þunga eða fjölda eininga,
en ekki í verðmæti. í innflutn-
ingsskýrslum og útflutnings-
skýrslum er hvorttveggja gefið
upp. Þar sem þetta misræmi er
á milli skýrslugerðar um inn-
flutning og innlenda fram-
leiðslu, getur stundum verið
ómögulegt að gera raunhæfan
samanburð á hlutdeild vöru-
flokka á markaði hér á landi.
Markaðshlutdeild ákveðinnar
vöru á íslenskum markaði er
ekki einfalt mál. Hér verður
ekki gerð nein skilgreining á
hugtökunum markaður og
framleiðsluvara og engin til-
raun gerð til að skilgreina
skiptingu markaðsins eftir
landshlutum eða öðru. Þegar
markaðshlutdeild verður könn-
uð, verður slík flokkun gerð.
SAMRÆMA ÞARF UPPLÝS-
INGAR.
Markaðshlutdeild verður því
aðeins ákvörðuð, að heildar-
notkun innanlands sé kunn og
jafnframt að það sé vitað hvað
er mikið innflutt og hvað mikið
framleitt innanlands. Þar sem
fjölbreytni iðnaðarvara er gíf-
urleg, er mjög erfitt að finna
mælikvarða, sem eru algildir.
Sumar vörur eru þess eðlis, að
hentugt getur verið að telja þær
og aðrar þannig, að hentugt get-
ur verið að vigta þær. Sá mædi-
kvarði, sem hentar oftast er
verðmæti, en allavega verður
að leggja áherslu á, aði sami
mælikvarði sé notaður fyrir
innfluttar vörur, útfluttar vör-
ur og innlenda framleiðslu.
Annars verður viðmiðun skökk.
Sú spurning vaknar, hvort
það sé þess virði að safna upp-
lýsingum um markaðshlutdeild,
því að það kostar vissulega
mikla vinnu, bæði fyrir þá, sem
Þorbjörn Guðjónsson, hagfræðingur Félags íslenzkra iðnrekenda.
FV 4 1975
71