Frjáls verslun - 01.04.1975, Blaðsíða 73
MATUR
ER
MANNSINS
MEGIN
Hafið þér hugleitt
mikilvægi þess að
neyta rétt
samsettrar fæðu?
Fyrir innisetumanninn,
sem hyggur á stór afrek,
er þetta ekki hvað
minnsta atriðið.
* Munið matstofuna
á 2. hæð.
• Kynnist vörum okkar,
þær henta yður og
fást ekki í öðrum
verzlunum.
NLF-búðirnar
LAUGAVEGI20
ÖÐINSGÖTU 5
SÖLHEIMUM 35
safna upplýsingum og þá sem
láta þær í té. Það verður því að
vera ljóst, að þörf sé fyrir þær
upplýsingar, sem um er beðið.
RÖKSEMDIR FYRIR UPPLÝS-
INGASÖFNUN.
Helstu röksemdir fyrir því að
safna upplýsingum um mark-
aðshlutdeild eru þessar:
1. Samanburður milli ára, gef-
ur til kynna hvort hlutdeild
innlendu framleiðslunnar fer
vaxandi eða minnkandi.
2. Hlutfallið gefur vísbendingu
um hvort auka megi fram-
leiðslu ákveðinna vöruflokka
fyrir innanlandsmarkað.
3. Hægt er að gera sér ljósari
grein fyrir áhrifum opin-
berra aðgerða á markaðs-
hlutdeild og hvernig mis-
ræmi í innlendri og erlendri
verðlagsþróun hefur áhrif
á hlutfallið.
4. Innlendir framleiðendur fá
möguleika á að ákvarða eigin
markaðshlutdeild og hvernig
hún breytist. Slík vitneskja
er mjög áríðandi við töku
ákvarðana, gerð áætlana, o.
s. frv.
5. Markaðshlutdeild er könnuð
vandlega í flestum löndum,
sem bendir sterklega til að
það hafi notagildi.
ÝMIST VERÐ EÐA MAGN í
SKÝRSLUM.
Eins og fyrr segir er það að
jafnaði betra að vörur séu tald-
ar eftir verðmætum en ekki
magni, þegar gera þarf athug-
anir á markaðshlutdeild, en það
er ekki gert í Hagtíðindum.
Upplýsingar um framleiðslu-
verðmæti er að finna í atvinnu-
vegaskýrslum Framkvæmda-
stofnunar ríkisins. Til þessa
hafa komið út tvær skýrslur
um iðnað, sem ná yfir árin 1968
til 1972. Skýrslurnar hafa að
geyma upplýsingar um helstu
hagstærðir í iðnaðj, svo sem
framleiðsluverðmæti og tekju-
virði hinna ýmsu framleiðslu-
greina og er þar flokkað eftir
atvinnuvegaflokkun Hagstofu
íslands.
Notagildi þessara talna við
athuganir á markaðshlutdeild,
er takmarkað, þar sem hver
flokkur nær oft yfir mjög fjöl-
breytilegar afurðir. Tölur geta
verið mjög villandi, hvort sem
þær sýna magn eða verðmæti,
þegar hlutföll fjölbreyttra af-
urða hafa breyst, en eru áfram
taldar saman í flokki. Samsetn-
ing innan flokksins er jafn þýð-
ingarmikil og samanburður við
aðra flokka. >á er rétt að minna
á það, að innlenda framleiðslan
er flokkuð eftir atvinnuvega-
flokkun Hagstofunnar, sem er í
megindráttum byggð á atvinnu-
vegaflokkun Sameinuðu þjóð-
anna, en innflutningurinn er
flokkaður efttir svokölluðum
„Brússel Nomecalture“. Sam-
ræmi í þessu efni væri til mik-
illa bóta.
RANNSÓKN Á MARKAÐS-
HLUTDEILD NAUÐSYNLEG.
Fullyrða má, að núverandi
upplýsingar séu ekki fullnægj-
andi til nota við ákvörðun
markaðshlutdeildar. Allar upp-
lýsingar um iðnaðinn eru meira
en árs gamlar er þær liggja fyr-
ir og ná þá yfir heilt ár. Engar
ársfjórðungs- eða misseris-
skýrslur eru gerðar. Nauðsyn
ber til að Hagstofan safni öll-
um upplýsingum um iðnað, en
undanskilji ekki vissar iðn-
greinar.
Nauðsynlegt er að vöruflokk-
un sé þannig háttað, að sem
greiðust samsvörun sé milli inn-
fiutningsskýrslanna, útflutn-
ingsskýrslanna og skýrslna um
framleiðslu innanlands. Vöru-
flokkunin er vafalaust viðamik-
ið verkefni. Sennilega væri
'heppilegt að miða hana við at-
vinnuvegaflokkun Hagstofunn-
ar. Mætti hugsa sér að fengnir
yrðu kunnáttumenn innan
hverrar greinar til að vinna
það verkefni og skipta sinni
grein í hæfilega undirflokka.
Þegar hugsað er um athugan-
ir á iðnaðinum, vegna inngöngu
í efnahagsbandalög, sést hversu
ómetanlegt það hefði verið að
hafa slíkar tölur. Nú stendur
fyrir höndum úttekt á iðnað-
inum og væri æskilegt að tölur
um markaðshlutdeild væru
hluti af henni. Því fyrr sem
komið verður á fljótvirku kerfi
til að afla talna um markaðs-
hlutdeild, því betra fyrir ís-
enskan iðnað.
FV 4 1975
73