Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.04.1975, Blaðsíða 63
Ennfremur ýmsar opinberar stofnanir svo sem Orkustofnun, Vegagerð ríkisins, Land'svirk- jun og rafveiturnar. Sýni eru tekin úr hverri steypu í stærri mannvirki og sagði Ólafur að niðurstöður af þeim athugunum hafi jafnan sýnt að steypan sé jöfn að gæðum. Einstaklingar í kauptúnum Suðurlands og bændur ei'u einnig miklir og vaxandi viðskiptavinir stöðvar- innar. Steypustöð Suðurlands h/f og Steypustöðin h/f í Reykjavík hafa með sér samstarf, og sagði Ólafur að þessi starfsemi fyrir austan væi’i útilokuð án sam- starfs við fyrirtæki á sama sviði, sérstaklega viðvíkjandi efnisvinnslu. Einnig skiptast fyrirtækin á steypubílum eftir onnum hverju sinni, sem bætír aðstöðu beggja. Að lokum sagði Ólafur að með tilkomu brúar yfir Ölfus- árósa sem nú er mikið hags- munamál á Suðurlandi, batnaði þjónustuaðstaða stöðvarinnar enn, auk þess sem Ólafur sagð- ist gjarnan vilja laga steypuna í þá framkvænd! Ólafur Haraldsson, ráðgjafi 3K - samsteypunnar: Framleiðsluvörurnar uppseldar til hausts 3K er framlciðslusamstarf þriggja kaupfélaga á sviði trésmíða, kaupfélaga Árnesinga, Rangæinga og Skaftfellinga. Þessi kaup- félög hafa öll rekið trésmiðjur lengi, en rekstrargrundvöllur þeirra var orðinn mjög örðugur, því að smiðjurnar byggðu að mestu á svonefndri þjónustuvinnu fyrir héruðin. Með efni, sem komið hefur á markað í seinni tíð, og ódýrum verkfærum hefur þróunin orðið sú, að menn gera hlutina sjálfir í mun ríkara mæli en áður var. Til þess að tryggja og jafna í’ekstur þessara trésmiðja varð að leita nýira verkefna og upp úr því varð 3K samstarfið til. Þetta kom fram, er FV ræddi við Ólaf Haraldsson, sem er ráð- gefandi aðili fyrir smiðjurnar þrjái’, en hann hefur aðsetur á Selfossi. Smiðjurnar eru reknar sem þrjár sérstakar einingar með sameiginlega hagsmuni fyrir augum. Kaupfélagsstjói’- ar viðkomandi kaupfélaga mynda stjórn samsteypunnar. STÖÐLUN OG NÁIÐ SAMSTARF Samstarf þetta felur í sér, að ákveðnar framleiðslugreinar eru unnar á hverjum stað fyrir sig og hvert verkstæði verður sérhæft. í sambandi við véla- kaup er gengið út frá þessari stöðlun og vei’kstæðin hafa einnig skipst á vélum, eftir því hvar hver vél er hagkvæmust. í vissum tilvikum er hluti ein- hvers ákveðins hlutar unninn á einum staðnum en lokiði á öði'- um stað, innan samsteypunnar. Þannig er t. d. viss gerð stóla smíðuð austur í Vík, en bólst- ruð á Hvolsvelli. Vélakostur er mestur í smiðjunni á Selfossi og þar er því aðallega unnin vélavinna. Annar þáttur þessa samstarfs er rekstur söluskrifstofu og út- stillingar í Reykjavík. Að sögn Ólafs hefur ekki verið lögð áhersla á beina sölu þaðan, heldur fremur heildsölu, nema Sýnishorn af framleiðslu 3K. hvað eldhúsinnréttingar snertir. Ástæðan er sú, að álagning á eldhúsinnréttingum er svo lítil, að þær eru ekki seldar í hús- gagnaverslunum. Húsnæðið sem 3K hefur nú við Hátún, er þegar orðið of lítið til að stilla út öllum framleiðsluvör- unum og í sumar verður opnað nýtt húsnæði að Suðurlands- braut 18. FRAMLEIÐNI AUKIN Um viðtökur framleiðsluvara 3K sagði Ólafur að t. d. í eld- húsinnréttingum væi’i útselt alveg fram í september. Stöð- ugt er unnið að endurbótum framleiðsluháttanna til að auka framleiðni, og sagði hann að mikill árangur hefði náðst í því innan samsteypunai’. Að sögn Ólafs eru eldhúsinn- réttingar mjög samkeppnisfæi'- ar hvað verðlag snertir. Miðað við' sérsmíðaðar innréttingar frá /3K og öðrum, skiptir verð- FV 4 1975 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.