Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Blaðsíða 80

Frjáls verslun - 01.04.1975, Blaðsíða 80
Fyririaeki, framleiðsla lllerk tímamót: Tuttugu ár síðan Loftleiðir hófu ferðir til Luxemborgar Hafa á þessu ári flutt 2 milljónir farþecja á flugleióinni síðan ferðirnar hófust Það er ekki Iaust við að íslendingurinn verði svalítið ánægður með sig, 'þar sem hann stendur úti á svölum flugstöðvarinnar í Luxemborg á sólbjörtum og hlýjum vordeginum til þess að taka á móti flugvél að heiman. Gljáandi stór'þotan með íslenzku fánalitunum á háreistu stélinu er að renna i hlaðið með viðeigandi hreyflagný. Hundruð manna, af ýmsu þjóðerni, standa þarna allt í kring og mæna hugfangnir á loftfariö, sem nú hefur numiðstaðar. Farþegarnir ganga frá borði, á þriðja hundrað talsins, flestir komnir vestan frá Ameriku. Þeir gera yfirleitt stuttan stanz í stórhertogadæminu, en þeys- ast svo áfram með öðrum flug- vélum, járnbrautarlestum eða bílum, tvístrast um alla Evrópu. Þetta er daglegur viðburður i Luxemborg, reyndar má segja að þessi litla saga gerist þar tvisvar á dag, næstum allt árið um kring. Þetta er merkur kapítuli liðandi stundar í enn merkilegri sögu, sem nú er orð- in tuttugu ára gömul. Þetta er Skymaster- flugvélin „Edda“, Ieigu- flugvél Loftleiða sem fór fyrstu ferðina til Luxem- borgar í maí 1955. 0 „Luxemborg er lítið land“ Það eru sem sagt liðin tutt- ugu ár síðan Loftleiðir sendu fyrstu Skymaster-flugvélina frá Reykjavík til Luxemborgar í áætlunarflug. Gerðist það hinn 21. maí 1955 er „Edda“, sem félagið hafði þá á leigu frá Braathens-flugfélaginu norska, flutti íslenzka embættismenn og blaðamenn ásamt öðrum far- þegum inn í hjarta Evrópu, með áningu í Gautaborg og Ham- borg. Vafalaust hafa gestirnir verið búnir að draga fram Evr- ópukortið kvöldið áður til að fá svolitla þekkingu á málun- um, því að í þá daga, eins og reyndar enn þann dag í dag, höfðu menn á íslandi fremur óljósar hugmyndir um Luxem- borg, þetta smáríki, sem liggur eins og milli steins og sleggju á landamærum Þýzkalands, Frakklands og Belgíu. Aftan í frétt, sem Morgun- blaðið birti þennan dag um á- ætlunarflugið til Luxemborgar, var hnýtt svohljóðandi landa- fræðilexíu, stuttri og laggóðri við alþýðu hæfi: „Luxemborg er lítiði land, aðeins einn fertug- asti hluti íslands að stærð, en íbúarnir tvisvar sinnum fleiri en hér heima. Mikil velmegun alls almennings er í Luxem- borg, landið er mjög auðugt að járni og er járniðnaður aðalat- vinnuvegur landsbúa. Þetta litla riki í hjarta Vestur-Evrópu á að baki sér mjög merka sögu og munu margir íslendingar 80 FV 4 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.