Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1975, Page 80

Frjáls verslun - 01.04.1975, Page 80
Fyririaeki, framleiðsla lllerk tímamót: Tuttugu ár síðan Loftleiðir hófu ferðir til Luxemborgar Hafa á þessu ári flutt 2 milljónir farþecja á flugleióinni síðan ferðirnar hófust Það er ekki Iaust við að íslendingurinn verði svalítið ánægður með sig, 'þar sem hann stendur úti á svölum flugstöðvarinnar í Luxemborg á sólbjörtum og hlýjum vordeginum til þess að taka á móti flugvél að heiman. Gljáandi stór'þotan með íslenzku fánalitunum á háreistu stélinu er að renna i hlaðið með viðeigandi hreyflagný. Hundruð manna, af ýmsu þjóðerni, standa þarna allt í kring og mæna hugfangnir á loftfariö, sem nú hefur numiðstaðar. Farþegarnir ganga frá borði, á þriðja hundrað talsins, flestir komnir vestan frá Ameriku. Þeir gera yfirleitt stuttan stanz í stórhertogadæminu, en þeys- ast svo áfram með öðrum flug- vélum, járnbrautarlestum eða bílum, tvístrast um alla Evrópu. Þetta er daglegur viðburður i Luxemborg, reyndar má segja að þessi litla saga gerist þar tvisvar á dag, næstum allt árið um kring. Þetta er merkur kapítuli liðandi stundar í enn merkilegri sögu, sem nú er orð- in tuttugu ára gömul. Þetta er Skymaster- flugvélin „Edda“, Ieigu- flugvél Loftleiða sem fór fyrstu ferðina til Luxem- borgar í maí 1955. 0 „Luxemborg er lítið land“ Það eru sem sagt liðin tutt- ugu ár síðan Loftleiðir sendu fyrstu Skymaster-flugvélina frá Reykjavík til Luxemborgar í áætlunarflug. Gerðist það hinn 21. maí 1955 er „Edda“, sem félagið hafði þá á leigu frá Braathens-flugfélaginu norska, flutti íslenzka embættismenn og blaðamenn ásamt öðrum far- þegum inn í hjarta Evrópu, með áningu í Gautaborg og Ham- borg. Vafalaust hafa gestirnir verið búnir að draga fram Evr- ópukortið kvöldið áður til að fá svolitla þekkingu á málun- um, því að í þá daga, eins og reyndar enn þann dag í dag, höfðu menn á íslandi fremur óljósar hugmyndir um Luxem- borg, þetta smáríki, sem liggur eins og milli steins og sleggju á landamærum Þýzkalands, Frakklands og Belgíu. Aftan í frétt, sem Morgun- blaðið birti þennan dag um á- ætlunarflugið til Luxemborgar, var hnýtt svohljóðandi landa- fræðilexíu, stuttri og laggóðri við alþýðu hæfi: „Luxemborg er lítiði land, aðeins einn fertug- asti hluti íslands að stærð, en íbúarnir tvisvar sinnum fleiri en hér heima. Mikil velmegun alls almennings er í Luxem- borg, landið er mjög auðugt að járni og er járniðnaður aðalat- vinnuvegur landsbúa. Þetta litla riki í hjarta Vestur-Evrópu á að baki sér mjög merka sögu og munu margir íslendingar 80 FV 4 1975

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.