Frjáls verslun - 01.04.1975, Blaðsíða 15
Alþjóðleg vörusýning:
IUikiE þátttaka í stórsýningu
Kaupstefnunnar í sumar
Dagana 22. ágúst - 7. september í sumar verður efnt til umfangsmestu vörusýningar sem haldin hef-
ur verið hérlendis til þessa. Kaupstefnan - Reykjavík hf. hefur undirbúið að til stórviðhurðar dragi
í Sýningarhöllinni í Laugardal í sumar með sýningu sem nefnist Alþjóðlega vörusýningin - Reykja-
vík ’75.
Hér er um að ræða sjöttu
stórsýningu kaupstefnunnar og
alþjóðlegu vörusýninguna í
Reykjavík á áttunda áratugn-
um. Mun sýningin ná yfir um
4000 m- innisvæði, en við hlið
Sýningarhallarinnar verður
reistur 1000 m- skáli. Þá mun
verða sýnt á um 2000 m- úti-
svæði.
NEYSLU- OG TÆKNI-
VARNINGUR
Sýningin nær hvort tveggja
í senn til neyslu- og tæknivarn-
ings og er þegar sýnt, að hún
verður fjölbreyttari en fyrri
sýningar auk þess sem ákveðið
hefur verið um ýmsar áhuga-
verðar sérsýningar.
Um 75% sýningarsvæðisins
hefur nú verið leigt út og er
víðtæk þátttaka þegar ráðin,
eins og eftirfarandi yfirlit ber
vott um:
Tvær erlendar samsýningar
fyrirtækja frá Ítalíu og Pól-
landi; sýningar erlendra fyrir-
tækja frá nágrönnum okkar á
Norðurlöndum og allt til frum-
legra skartgripaframleiðenda í
Nígeríu; heilbrigðissafnið í
Dresden setur upp sýningu í
baksal Sýningarhallarinnar.
Hefur hún vakið athygli víða
um lönd fyrir líflega uppsetn-
ingu og meistaralega útfærðar
glereftirmyndir af fólki og dýr-
um sem sýna á glöggan hátt
innri starfsemi líkamans.
MATUR, RAFEINDATÆKNI,
BÍLAR
Þrjár aðrar sérsýningar að
minnsta kosti verða innandyra:
Matvælasýningunni „Borð og
búr“ verður tileinkað sérstakt
svæði. Innlend og erlend fyrir-
tæki munu þar gefa sýningar-
gestum kost á að sjá og smakka
á framleiðslu sinni eða kynna
hana á annan hátt.
Þá mun án efa vekja athygli
sérsýningin ,,F*afeindatækni“,
Merki síðustu alþjóðlegu vöru-
sýningarinnar, sem haldin var í
Laugardal.
sem fyrirtækið Iðntækni hf.
skipuleggur. Verður hún á sviði
Sýningarhallarinnar.
Unnið er að undirbúningi sér-
sýningarinnar „Minnibílar“ á
100 m- svæði í hliðarskála við
Sýningarhöllina. Þar verður
boðin þátttaka innflytjendum
svokallaðra „mini“ bíla. Þá á
trúlega eftir að vekja athygli
sýning á svokölluðum ,,micro“
bílum, eða minnstu „alvöru“
bílum sem framleiddir hafa
verið í heiminum. Talið er að
þeir muni ryðja sér til rúms
sem samgöngutæki m. a. í mið-
borgarkjörnum, innan stærri
vinnusvæða o. s. frv.
í tengslum við þessa sérsýn-
ingu er einnig fyrirhuguð sýn-
ing á mótorhjólum og vélsleð-
um, þar með talinn íslenskur
vélsleði, sem nú er í undirbún-
ingi að hefja fjöldaframleiðslu
á.
Á útisvæði, sem nú verður
stærra en fyrr, verða m. a.
sýndar nokkrar tegundir sum-
arhúsa, þar á meðal bjálkahús
og hjólhýsi, einnig leiktæki,
bifreiðar, fjölbreytilegt úrval
vinnuvéla, byggingareiningar
og fleira.
Eins og á fyrri sýningum
verður mikið um að vera á sýn-
ingunni, svo sem forvitnilegt
gestahappdrætti, skemmtiatriði,
tískusýningar ofl. Þá er útlit
fyrir að nýjungar í veitingum
muni vekja athygli.
Síðustu sýningu, sem hald-
in var á svipuðum grundvelli,
„Alþjóðlegu vörusýninguna —
Reykjavík ’71“ sóttu um 64
þús. gestir.
Samtals hafa um 300 þús.
gestir sótt stórsýningar Kaup-
stefnunnar hf. frá upphafi.
Sýningarstjórn skipa:
Gísli B. Björnsson, Haukur
Björnsson og Ragnar Kjartans-
son, auk framkvæmdastjóra
Kaupstefnunnar, sem er Bjarni
Ólafsson.
FV 4 1975
15